jæja ég þarf víst að update-a þessum bíl svona til að fólk haldi ekki að ég hafi gefist upp á þessu
en fyrir stuttu síðan þá tók ég teppið innan úr honum og gerði við ryð í gólfinu og lagaði smá rafmagnsvandamál tengt inni ljósunum
en síðan skipti ég um annan sls demparann en það er ógeð í 25 ára gömlum bíl.
annars þegar ég keypti bílinn þá vissi ég að startarinn væri orðinn lélegur en ég var búinn að fresta þessu alveg endalaust því ég var búinn að lesa svo margar hryllingssögur um hvað það væri erfitt að komast að þessu og allt fast og glatað, en það kom að því að ég þurfti að gera þetta þar sem bendexinn var hættur að virka gjörsamlega en mér tókst að skipta um þetta á sléttum 3 klst taka úr og annan í. Þurfti ekki að losa helminginn af draslinu sem menn voru að tala um á netinu en eitt má þetta eiga, það er drulluerfitt að komast að þessu en engan veginn ómögulegt. En hér eru nokkrar myndir af honum síðan um daginn.





en fyrir sumarið þá þyrfti ég annað húdd, sls hæðaskynjarann, svört sportsæti
og nýja framrúðu.
kv.