Þetta er fyrsti 5línu BMW sem að ég keyrði, og þessi bíll fékk meirasegja heiðurinn af því að vera fyrsti bíll sem að ég keyrði eftir að ég fékk bílpróf, en það var bara út úr innkeyrslunni heima.
Ég keyrði þennan bíl samt margoft eftir það og fékk hann allavega 2x lánaðan. Eina slitið sem að ég veit til þess að hafi verið í honum var stýrisendi og það var gert við það eftir að hann fór á rbraut (luckily þá skaðaðist enginn og bíllinn ekki heldur!)
Endilega passaðu þig á því að bíllinn haldist áfram heill... og í guðanna bænum ekki selja hann þó að þú fáir jeppadellu
