bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Samkoma Laugardaginn 12
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=9575
Page 1 of 4

Author:  saemi [ Thu 10. Mar 2005 23:12 ]
Post subject:  Samkoma Laugardaginn 12

Jæja félagar.

Samkoma á morgun, laugardag kl 17:00

Sama stað og fyrir Stjörnuhittinginn. Keyrt niður með Íbúðalánasjóði, milli hans og Amoca í Borgartúninu. Ef einhver finnur þetta ekki er bara að hringja í mig, Sæma 699-2268



Hvernig væri að hafa samkomu núna um helgina.

Það á að vera bjart veður núna á laugardag og sunnudag.

kannski aðeins kaldara á sunnudag, en ábyggilega fínt að hittast.

Hvað segið þið um hitting???

Setjum upp poll og umræðu, ákveðið verður seinnipartinn á morgun hvar verður hittztt.

Author:  Logi [ Thu 10. Mar 2005 23:33 ]
Post subject: 

Verð fyrir norðan. Kem í bæinn um kl 18:00 á sunnudag..... :?

Author:  Svezel [ Thu 10. Mar 2005 23:39 ]
Post subject: 

Verð að vinna fyrri partinn báða daganna og upptekinn seinni partinn af sunnudegin þ.a. það er kannski örlítill möguleiki fyrir mig að mæta á laugardeginum...

Author:  Bjarki [ Fri 11. Mar 2005 00:05 ]
Post subject: 

reyna að mæta sama hvaða dag.

Author:  bjahja [ Fri 11. Mar 2005 00:29 ]
Post subject: 

Vinnu helgi og bílinn ekki tilbúinn = ekki mjög líklegt að maður komist. En aldrei að vita nema maður sníkji far hjá einhverjum ;)

Author:  Dr. E31 [ Fri 11. Mar 2005 02:27 ]
Post subject: 

Vinna hérna meginn líka, báða dagana. :cry:

Author:  hjortur [ Fri 11. Mar 2005 08:40 ]
Post subject: 

Verð á námskeiði, alla helgina og vikuna á eftir. Annars hefði maður skellt sér suður.

Author:  saemi [ Fri 11. Mar 2005 10:26 ]
Post subject: 

Hvaða mæða er þetta. Eru allir hérna uppteknir :cry:

Author:  fart [ Fri 11. Mar 2005 10:42 ]
Post subject: 

Ég væri alveg spenntur að mæta, hvort sem um laugardag eða sunnudag er að ræða...

Author:  Schulii [ Fri 11. Mar 2005 12:03 ]
Post subject: 

Ég er í fríi um helgina. Reyndar búinn að vera frá vinnu vegna veikinda en ég meina ef það er samkoma þá náttlega first things first!!

Author:  aronjarl [ Fri 11. Mar 2005 16:56 ]
Post subject: 

ég kemst, bara ekki á sunnudag :roll:

Author:  gstuning [ Fri 11. Mar 2005 17:00 ]
Post subject: 

Ég kemst hvenær sem eins og fyrri daginn

ÉG ætla að mæta á hvíta með annað svart húdd,
´86 framsvuntu
´89 US framstuðara
´86 325i lækkunar gorma
og kíkja kannski á bremsurnar aðeins betur :P

Author:  gunnar [ Fri 11. Mar 2005 20:37 ]
Post subject: 

Kemst báða dagana líklega

Author:  Djofullinn [ Fri 11. Mar 2005 22:16 ]
Post subject: 

Ég kemst mjööööög líklega ekki :(

Author:  saemi [ Fri 11. Mar 2005 22:31 ]
Post subject: 

Jæja, ekki hægt að bíða lengur.

Þó ekki hafi verið mikið hægt að ræða um þetta sökum skorts á tíma, þá bara ákveðum við þetta hér og nú (nema ég verði kaffærður í mótlæti).

Eftir nánari athugun er kannski betra að hafa þetta aðeins seinna, þá slítur þetta ekki eins í sundur daginn. Svo eru fleiri sem vilja laugardaginn, svo við segjum þá bara:

Samkoma á morgun, laugardag kl 17:00. Staðurinn er jaaaa hvar eigum við að hittast? Ég bara get ekki ákveðið þetta.


Digraneskirkja í suðurhlíðum Kópavogs???

Eða bílastæðaplanið við Borgartún???

Æjjj hvað þetta er erfitt. Höfum þetta í umræðu fram til hádegis á morgun, þá verður þetta komið á hreint.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/