bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bjórkvöld og spurningakeppni 20. nóvember
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=7982
Page 1 of 7

Author:  iar [ Sat 30. Oct 2004 12:31 ]
Post subject:  Bjórkvöld og spurningakeppni 20. nóvember

Sælir félagar!

Bjórkvöld og spurningakeppni verður á laugardaginn 20. nóvember kl. 19:00 á veitingastaðnum Pravda við Austurstræti 22. Svipað og áður þá kostar 1.000kr. fyrir meðlimi en 1.500kr. fyrir aðra. (500kr. fyrir þá sem ætla ekki að súpa öl en vilja taka þátt í spurningakeppninni) Innifalið í því er að vanda nóg af snakki og bjór! :king:

Spurningakeppnin verður auðvitað með BMW og Motorsport þema og verður dregið í 4-5 manna lið á staðnum. Dómari og yfirgúru verður Alpina og stigaskvísa verður undirritaður.

Verðlaun verða í boði B&L og þau eru ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn:
Meðlimir í sigurliðinu fá hver og einn 5000kr inneign í varahlutaverslun B&L!
:D
ImageImage

Þeir sem ætla að mæta VERÐA að borga fyrirfram. Það gera þeir með því að leggja pening inná reikn. 0322-26-002244 kt. 510304-3730 í síðasta lagi miðvikudaginn 17. nóvember. Þegar því er lokið skal senda e-mail á netfangið iar@bmwkraftur.is og skrifa bara í topicið dagsetningu þegar borgað var, Fullt nafn, notandanafn, kennitölu og GSM símanúmer.
T.d. 15.07.2004 Jón Jónsson nonnijons 010101-9999 s. 899-9999


Með kveðju,

Spurninganefndin

PS: við hvetjum alla þá sem ætla að súpa öl að skilja bifreiðar eftir heima

Author:  Svezel [ Sat 30. Oct 2004 14:00 ]
Post subject: 

I'll be there :drunk:

Author:  Haffi [ Sat 30. Oct 2004 14:11 ]
Post subject: 

count me in

Author:  gstuning [ Sat 30. Oct 2004 15:35 ]
Post subject: 

Hversu oft hefur mig vantað á eitthvað svona dót, ætla ekki að fara byrja á því núna :)

Ég kem

Author:  Jss [ Sat 30. Oct 2004 17:07 ]
Post subject: 

Ég mæti ef ég get. ;) :D

Author:  hlynurst [ Sat 30. Oct 2004 18:25 ]
Post subject: 

I'll be there! :drunk:

Author:  iar [ Mon 01. Nov 2004 14:08 ]
Post subject: 

Uppfært! Verð og staðsetning.

Ég hvet alla til að lesa fyrsta póstinn aftur og auðvitað skrá sig sem fyrst! 8)

Hér eru nokkrar upphitunarspurningar:

1. Hvert er framleiðslunúmer (E-númer) 5. kynslóðar 3-línunnar?
2. Hvaða ár var fyrsta kynslóð 3-línunnar (E21) fyrst kynnt til sögunnar?
3. Hvaða ár kom E36 Touring fyrst fram?
4. Hvað er langt í mm á milli fram- og afturhjóla (wheelbase) í E46 330Ci?

Author:  capische [ Mon 01. Nov 2004 18:17 ]
Post subject: 

bwhahhaha brjáluðu spurningarnar :D

Author:  Tommi Camaro [ Mon 01. Nov 2004 19:08 ]
Post subject: 

kallinn mætir

Author:  rutur325i [ Mon 01. Nov 2004 19:24 ]
Post subject: 

1: E90
2: 1975
3: 1995
4: 2725 mm

8)

maður mætir pottþétt

Author:  Joolli [ Tue 02. Nov 2004 00:55 ]
Post subject: 

SWEET!! Ég verð pottþétt ekki ferningur!! \:D/

Author:  iar [ Tue 02. Nov 2004 11:46 ]
Post subject: 

rutur325i wrote:
1: E90
2: 1975
3: 1995
4: 2725 mm

8)

maður mætir pottþétt


Góður! Þetta er hárrétt hjá þér! :-)

Author:  iar [ Tue 02. Nov 2004 11:47 ]
Post subject: 

Og meiri uppfærsla! Verðlaunin eru komin á hreint! Sjá upphaflegan póst.

Svo bara að drífa sig að skrá sig! : \:D/

Author:  Logi [ Wed 03. Nov 2004 10:14 ]
Post subject: 

Lítur ekki út fyrir að ég komist :? :( :x

Author:  Alpina [ Sat 06. Nov 2004 21:04 ]
Post subject: 

Hlakka bara til........ :naughty: :-#

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/