Jæja, ég sá ekki neinn af kraftinum, enn þessi H2O samkoma var alveg sturluð fyrir bara "rúnt" og bílastæða samkomu, þ.e ekkert gatebil drift, kvartmíla og svo framvegis.
Allt fyrir alla þarna, Ferrari F40 rúntandi og alveg niður í einhverja Camry dollur.
Lögreglan var aktív í að sekta fyrir of mikið camber, enda sumir þarna komnir yfir 20gráður camber.
Ég mappaði smá á meðan ég var þarna,
E30 HX35 M20B25 í 1.7bar virkaði alveg þokkalega vel.
Mk I "Rabitt" með turbo , 1.2bar , tók E46 M3 í spyrnu meira að segja.
E30 PT 6262 1.2bar, 2.8 M20 , virkaði líka BARA flott.
Kíkti á einn E30 gaur með W.A.R chip MAF conversion á turbo setupinu sínu, þetta er án efa hræðilegasti hugbúnaður sem ég hef séð og ég hef dealað við Split Second piggyback og ýmislegt annað hræðilegt, Moristech dótið er draumur miðað við þetta. Tekur 2mín að brenna 32kb skrá, maður getur ekki live recordað neitt eða séð neitt, getur eiginlega ekki breytt neinum mikilvægum töflum ( MAF kúrva, spíssa stærð) og ekki brennt á meðan dótið er í gangi
Tók upp undir 5-10mín fyrir hugbúnaðinn að finna "kubbinn" sem er bara usb drif með 5 skrám.
Get ekki mælt með þessu á neinn einasta hátt fyrir neinn.
Sá M4 tjúnaðann, E30 HX35 bílinn með kannski 430whp (amerísk whp) spyrnti við hann og moddaðann Lancer Evo, tókum Evo-inn enn þessi M4 kom svo fljúgandi framhjá, ég hef ALDREI séð aðra eins hröðun þegar við erum í nú þegar þokkalega hröðum bíl. Líklega 600whp cirka, það líður ekki á löngu fyrr enn það verða 1000hö svona M4 á flakki. S55B30 er mega vél.
Það er meiriháttar "F&F" fílingur hjá sumum þarna á NY svæðinu, fórum á nokkur bílastæði þar sem menn vildu bara spyrna fyrir peninga og menn ekki hræddir við að leggja 500$ á borðið og spyrna. Ég hélt að þeir væru að grínast enn þetta var frekar súrrealískt. Bara stóru strákarnir spyrna frá stoppi og leggja meira undir.
Overall mega holiday. Vel líklegt að maður fari aftur á næsta ári.
http://websta.me/tag/h20i2014Instagram : #h2oi2014
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
