bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

næsta samkoma
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=5668
Page 1 of 6

Author:  gunnar [ Mon 26. Apr 2004 17:16 ]
Post subject:  næsta samkoma

Ég var að velta því fyrir mér hvenær næsta samkoma væri? svo maður gæti nú sýnt nýja bílinn :)

Author:  iar [ Thu 29. Apr 2004 12:44 ]
Post subject:  Re: næsta samkoma

gunnar wrote:
Ég var að velta því fyrir mér hvenær næsta samkoma væri? svo maður gæti nú sýnt nýja bílinn :)


Já, hvernig væri að taka smá hitting bara um helgina ef veðrið skánar aðeins? Ég er nokkuð laus alla helgina svo ég hef enga skoðun á dag eða tíma. :-)

Author:  Benzari [ Thu 29. Apr 2004 12:45 ]
Post subject: 

Fín spá :D

Á laugardag, 1. maí: Norðvestan 8-13 m/s norðaustantil og rigning um norðanvert landið, einkum fyrripart dags, en hægari, skýjað að mestu og úrkomulítið syðra. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast sunnantil.

Á sunnudag: Norðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning vestantil, en hægari og úrkomuminna um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Author:  gunnar [ Thu 29. Apr 2004 14:27 ]
Post subject: 

Ég er game í það 8)

Author:  318is [ Thu 29. Apr 2004 14:30 ]
Post subject: 

Skella samkomu á laugardaginn 1.maí. Nauðsynlegt að hittast allavega 2 í mánuði.

Author:  Jss [ Thu 29. Apr 2004 14:44 ]
Post subject: 

Ég er maður í hitting, svo lengi sem maður hefur lausan tíma á réttum tíma. ;)

Author:  Haffi [ Thu 29. Apr 2004 19:44 ]
Post subject: 

sko ef að ég missi aftur af Burger þá dey ég!!!
Count me in þ.e.a.s. ef vinnan klikkar ekki :)

Author:  gunnar [ Thu 29. Apr 2004 19:45 ]
Post subject: 

HVort ætliði að hittast á laugardaginn eða sunnudaginn ?

Eru ekki svo margir að vinna á laugardaginn? Ég er alla vega game í sunnudag ef það er hægt :)

Author:  Haffi [ Thu 29. Apr 2004 19:47 ]
Post subject: 

hmm ég er að vinna alla daga þannig að ég þarf bara að fá tíma staðfestan og taka mér frí :lol:

Author:  BMWmania [ Thu 29. Apr 2004 20:00 ]
Post subject: 

Ég er game á sunnudag, ekki mjög snemma samt.............hehe

Author:  Alpina [ Thu 29. Apr 2004 20:09 ]
Post subject: 

EKKERT RÖFL........ eins og HAFFI segir.

ALPINA.......þeas ég mun missa prófið 04.05.2004 kl. 00.00.01

Takið tillit til þess og hittumst á EIK and TEIK kl.20.00 03.05.2004 og gerum eitthvað

((((((((((((((((((((((((((verulega skemmtilegt)))))))))))))))))


VRummmmmm.....

Sv.H

Author:  Gunni [ Thu 29. Apr 2004 20:37 ]
Post subject: 

Það verða væntanlega ekki margir að vinna 1. maí (laugard.) þar sem það er 1. maí ;)

Author:  bjahja [ Thu 29. Apr 2004 20:38 ]
Post subject: 

Já, eigum við ekki að hafa bara sem flestar samkomur á meðan ég er í prófum :evil: :evil: :evil:

Author:  hlynurst [ Thu 29. Apr 2004 20:54 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Já, eigum við ekki að hafa bara sem flestar samkomur á meðan ég er í prófum :evil: :evil: :evil:

Heyrðu... ég er líka í prófum. :wink:

Author:  Aron [ Thu 29. Apr 2004 20:59 ]
Post subject: 

próf í fleirtölu?? ég fer alltaf bara í eitt tvö allavega núna 2 seinustu ár. Svona er að vera í borgó.

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/