Á fimmtudagskvöld þann 11 Mars, verður forsýning á BMW 645ci fyrir BMWkrafts meðlimi í húsakynnum B&L að Grjóthálsi 1.
Húsið opnar klukkan
18:00 og sýningin hefst klukkan 18:30. Húsið lokar svo klukkan 20:30
Léttar veitingar verða í boði (m.a.
Öl og gos). Í ljósi þess vilja BMWkraftur og B&L mælast til þess að þeir sem hyggjast njóta áfengra veiga hugi að heimferð með öðrum hætti en að sitja undir stýri

Einnig höfðum við til samviskusemi þeirra sem ekki hafa aldur til, á þá leið að þeir haldi að sér höndum varðandi öldrykkju og fái sér frekar gos
Til að eiga aðgang að sýningunni þurfa meðlimir að framvísa
nýja meðlimakortinu (hver meðlimur getur svo tekið einn auka aðila með sér). Ef þú hyggst mæta, þá skaltu skrá þig strax
hérna. Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti á aðfaranótt fimmtudags eru öruggir með að fá kort sín afhent á sýningunni, annars verður það sent með pósti.
Eins og fyrr segir þá er aðal tilefni sýningarinnar forsýning á hinum nýja 645ci sportbíl. BMW hefur ekki framleitt 6-línu síðan 1989 og hafa margir beðið með óþreyju eftir þessum bíl og væntingar til hans miklar. Gefst nú meðlimum BMWkrafts einstakt tækifæri til að koma á undan almenningi og fá einkar góða kynningu á vagninum.
Einn fremsti tæknimaður B&L, hann Bjarki (sem margir muna eftir frá B&L deginum síðastliðið sumar) mun standa í fararbroddi kynningarinnar. Eftir sýningu Bjarka á 645ci (og jafnvel 8 sílindra Bæverskt tónverk) verður svo mögulega rætt um hið nýja X-drive aldrifskerfi sem er nýkomið á markað bæði í X3 og X5 bílunum.
Ásamt 645ci bílnum verða á staðnum X3, Z4 og M5 (E39) og geta meðlimir skoðað gripina í krók og kima, ásamt því að spyrja hann Bjarka spjörunum úr – ef þú kemst að fyrir áhugasömum félögum
