Þá er komið að því strákar og stelpur!
Árshátíð BMWKrafts 2009 verður haldin
laugardaginn 17. október í Sjálfstæðissalnum á Seltjarnarnesi, austurströnd 5, kl 19:05 Það verður að sjálfsögðu hlaðborð eins og undanfarin ár.
Boðið verður uppá tryllta kraftsbollu eins og síðustu ár og við mælum með að menn kippi með sér nokkrum köldum til að drekka eftir matinn(
ekki skilyrði samt)

Gos og snakk verður á borðum.
Vil hvetja alla til að mæta, meðlimi og non meðlimi, konur og kalla :D
Jæja þá er matseðillinn tilbúinn! Ég verð bara svangur við að skrifa þetta!! 
Forréttir(kalt):
Humar- hörpuskelssalat með capers og rauðlauk
Smálúðupaté á pasta- rækjusalati með sólþurrkuðum tómötum
Reyklaxakonfekt með sítrónusósu
Dillgrafinn lax með sinnepssósu
Roastbeef og suðrænt kartöflusalat
Hamborgarahryggur með eplasalati
Aðalréttir:
Innbakað lambafillé með rauðvínssósu
Appelsínugljáð kalkúnabringa
Eftirréttur:
Volgur “súkkulaðidraumur” með ganache fyllingu og vanillurjóma
Annað meðlæti:
Steiktar kartöflur, blandað ferskt soðið grænmeti, brauð og smjör
Þetta er ný veisluþjónusta, ekki sú sem við notuðum síðast en ég held að þetta verði geðveikt!
Kraftsvideoið verður á sínum stað.Smá trailer fyrir Kraftsvideo'ið
http://www.youtube.com/watch?v=2BhGVyQQtDIÞað verða líka veitt verðlaun fyrir sigurvegara úr árshátíðarkönnuninni sem verður sett í gang á næstu dögum
Leynilegur skemmtikraftur mætir á svæðið til að halda uppi stuðinu í byrjun kvöldsVerð fyrir meðlimi er kr. 3.000.- (sama verð gildir fyrir maka) Verð fyrir ekki-limi er kr. 4.000.-
Sama kreppuverð og var síðast
Það er nauðsynlegt að þeir sem ætla sér að mæta staðfesti komu sína á arnib11 @ gmail.com. Seinasti séns til að skrá sig er á miðvikudagurinn 14. oktober, þannig að allir að skrá sig og borga sem fyrst Best er að þegar þú hefur staðfest komu þína (og maka ef við á), að skella sér inná heimabankann og millifæra inná:
reikning 0322-26-2244
kennitala 510304-3730
Munið að láta kennitölu eða nafn greiðanda fylgja með.
Þeir sem að hafa mætt á Árshátíðir síðustu ára vita að þetta er alltaf alveg ótrúlega gaman. Góður félagskapur, góður matur og gott að drekka. Ég vona að sem flestir láti sjá sig!!

kveðja,
Skemmtinefnd BMWKrafts