bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Samkoma sunnudaginn 26. Október https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=3057 |
Page 1 of 4 |
Author: | arnib [ Wed 15. Oct 2003 23:39 ] |
Post subject: | Samkoma sunnudaginn 26. Október |
Góðir klúbbfélagar og aðrir velunnendur BMW bifreiða Ákveðið hefur verið að efna til samkomu Sunnudaginn 26. október. Við munum mæta klukkan 12:00 á Plan Húsgagnahallarinnar uppi á Höfða. Veitið því athygli að umræddur tími er Hádegi, ekki miðnætti! Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta, og hver veit nema haldið verði á Ak-inn eða álíka stað til að grípa matarbita eftir svengjandi samkomu! Ölvun ógildir miðann! Ef að þessi tími er MJÖG óhentugur fyrir MJÖG marga kemur auðvitað til greina að endurskoða hann. Kveðja Samkomunefndin. ![]() |
Author: | Jss [ Wed 15. Oct 2003 23:56 ] |
Post subject: | |
Ég mæti (þartil annað kemur í ljós), hvet sem flesta til að mæta það eru nú "ekki nema" 351 manns skráðir á spjallið. |
Author: | Benzari [ Thu 16. Oct 2003 00:07 ] |
Post subject: | |
Snilldar tímasetning finnst mér. * Reyni að mæta og vonandi EKKI á mínum einkabíl ![]() * (þar sem ég er fótboltafíkill og enski byrjar ekki fyrr en kl.14 þennan dag) |
Author: | Dr. E31 [ Thu 16. Oct 2003 01:18 ] |
Post subject: | |
Mjög góður tími, er að vinna eftir 15:00, svo þetta er fínn tími og líka kanski BJART á þessum tíma ekki kol níða mirkur. ![]() |
Author: | Gunni [ Thu 16. Oct 2003 08:44 ] |
Post subject: | |
Dr. E31 wrote: Mjög góður tími, er að vinna eftir 15:00, svo þetta er fínn tími og líka kanski BJART á þessum tíma ekki kol níða mirkur.
![]() það er einmitt pælingin ![]() ![]() |
Author: | saevar [ Thu 16. Oct 2003 08:59 ] |
Post subject: | |
Ég stefni á að mæta. Maður ætti að vera búinn að losa sig við endurskoðunarmiðann fyrir þennan tíma ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 16. Oct 2003 09:20 ] |
Post subject: | |
Ég er laus við minn endurskoðunarmiða - ætli maður reyni ekki að mæta. |
Author: | hlynurst [ Thu 16. Oct 2003 09:48 ] |
Post subject: | |
ég mæti ef ég verð ekki þunnur. ![]() |
Author: | Gunni [ Thu 16. Oct 2003 09:50 ] |
Post subject: | |
Þú mætir bara þótt þú verðir þunnur kallinn minn ![]() Þið athugið samt að þetta er 26. okt ekki núna um helgina ![]() |
Author: | Logi [ Thu 16. Oct 2003 11:00 ] |
Post subject: | |
Kemst ekki ![]() |
Author: | Bjarki [ Thu 16. Oct 2003 15:21 ] |
Post subject: | |
Ætli ég mæti ekki á mínum fagra 518i bíl! Þarf reyndar að skipta um boddípúða að aftan til að losna við endurskoðunarmiða, verð örugglega búinn að því þá. |
Author: | bjahja [ Thu 16. Oct 2003 15:24 ] |
Post subject: | |
Djöfull..þá þarf maður aftur að drulla sér á fætur snemma ![]() |
Author: | hlynurst [ Thu 16. Oct 2003 15:46 ] |
Post subject: | |
bjahja wrote: Djöfull..þá þarf maður aftur að drulla sér á fætur snemma
![]() Einmitt... er ekki hægt að hafa síðan bara aðra samkomu seinna um daginn fyrir þá sem finnst gott að sofa? ![]() |
Author: | saemi [ Thu 16. Oct 2003 17:49 ] |
Post subject: | |
Hehh.. come-on strákar!!! Er virkilega einhverjum sem finnst erfitt að mæta klukkan 12 á hádegi???? Það getur ekki verið það erfitt, að mæta klukkan 12 á hádegi ef maður getur vakað til klukkan níu á djamminu! Fara frekar heim klukkan þrjú og leggja sig og mæta frískur á samkomuna. Ef það er ekki hægt og það er NAUÐSYNLEGT að djamma til níu, .. nú þá bara fær maður sér morgunmat og fær félaga sinn til að skutlast með sig ![]() ![]() En ef þetta er seinna.. segjum klukkan 15 eða 16, þá er birtu strax farið að halla og ekki gott fyrir myndatökur. Það þarf að nota birtuna ![]() Sæmi |
Author: | uri [ Thu 16. Oct 2003 18:13 ] |
Post subject: | |
![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |