bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Kraftsdagur á akstursbrautinni - Laugardaginn 21. júlí https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=23127 |
Page 1 of 7 |
Author: | Gunni [ Thu 12. Jul 2007 17:31 ] |
Post subject: | Kraftsdagur á akstursbrautinni - Laugardaginn 21. júlí |
BMWKraftur hefur tekið Akstursbrautina á leigu fyrir félagsmenn sína í þeim tilgangi að halda BMW-Krafts ONLY dag á brautinni. Laugardaginn 21. Júlí verður BMWKrafts-leikdagur á Rallykross brautinni. Aðeins gildir meðlimir BMWKrafts fá að aka á brautinni þennan dag. Við hvetjum alla til að koma og horfa á. Brautin opnar kl 10 og verður opin fram eftir degi Sjónvarpskokkarnir og grillmeistararnir Árni Björn og Aron Andrew sýna gamalkunna takta við grillið,, en pylsur og meðlæti, ásamt gosi verða í boði Kraftsins! Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna. Vinsamlegast farið varlega á malarveginum. Eknir eru 5 hringir í einu. Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu. Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka. Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir. Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga. Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskírteini. Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir. Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það. Gjald fyrir að aka er 1000 kr. Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og peninginn eða kort. Engin undanþága verður frá þessum reglum. Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og við förum eftir þeim. Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í Árna / Aron í síma 616-2694 / 869-6722 Ásamt tryggingaviðauka verða allir að prenta út eftirfarandi og skrifa undir (og láta forráðamenn skrifa undir ef svo ber undir). Gerið copy / paste í word Þáttökuyfirlýsing Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri á vegum BMWkrafts áhugamannafélags, sem fram fer þann. 21 / 07 / 2007 Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu. Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð. Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón. ______________________________________ Nafn ökumanns ___________________ Kennitala _____________ Bílnúmer ____________ ____________________ GSM númer og e-mail (vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára) Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi. _____________________________________ Nafn forráðamanns _____________________ Kennitala |
Author: | xtract- [ Thu 12. Jul 2007 17:35 ] |
Post subject: | |
dísess, það er alltaf verið að plata mann í að koma suður ![]() *flott framtak samt ![]() |
Author: | Hlynzi [ Thu 12. Jul 2007 18:59 ] |
Post subject: | |
Hehe, ekki mun þetta breytast mikið m.v. venjulegan dag. |
Author: | arnibjorn [ Wed 18. Jul 2007 09:40 ] |
Post subject: | |
Jæja það er farið að styttast í þetta! Ætla ekki fleiri að mæta og keyra?? ![]() Það verða svo nóg af slöngum handa öllum! ![]() |
Author: | gunnar [ Wed 18. Jul 2007 09:45 ] |
Post subject: | |
Ég mæti ![]() |
Author: | Benzari [ Wed 18. Jul 2007 09:50 ] |
Post subject: | |
Spurning hvort það viðrar fyrir sunnudagsrúnt á laugardegi. |
Author: | Einarsss [ Wed 18. Jul 2007 10:14 ] |
Post subject: | |
ég mæti og keyri ![]() |
Author: | arnibjorn [ Wed 18. Jul 2007 10:33 ] |
Post subject: | |
Langar bara að hafa það á hreinu að það kostar bara 1000krónur að keyra. Þannig að ef einhverjir eru ekki orðnir meðlimir í mótorsportklúbbnum og vilja prufa að keyra en týma ekki að borga 6000kr þá er málið að mæta núna ![]() Hinsvegar þarf maður að vera meðlimur í kraftinum! ![]() |
Author: | Gunni [ Wed 18. Jul 2007 10:35 ] |
Post subject: | |
Allir að muna eftir að fá tryggingaviðaukann fyrir laugardaginn. Einnig þurfa allir að muna eftir því að prenta út staðfestinguna sem er í fyrsta póstinum og koma með útfyllta! |
Author: | ValliFudd [ Wed 18. Jul 2007 11:57 ] |
Post subject: | |
Ætli maður verði ekki að prófa 330 aftur á brautinni ![]() |
Author: | Stanky [ Wed 18. Jul 2007 12:05 ] |
Post subject: | |
Má hlaupa brautina? |
Author: | Kwóti [ Wed 18. Jul 2007 19:47 ] |
Post subject: | |
Stanky wrote: Má hlaupa brautina?
myndir amk. ná betri tíma en ég ![]() |
Author: | Steini B [ Thu 19. Jul 2007 00:54 ] |
Post subject: | |
Stanky wrote: Má hlaupa brautina?
Til í rönn? (ættir að hafa smá forskot á mig þar sem ég mundi ekki nenna gera það nema vera búinn með nokkra Thule... ![]() |
Author: | gunnar [ Thu 19. Jul 2007 01:06 ] |
Post subject: | |
Endilega bara að flestir sem mæti, leiðinlegt að horfa alltaf á sömu bílana keyra hring eftir hring, þetta snýst ekkert bara um að spóla á fullu. Hvernig væri nú samt að hafa einhverjar tímatökur á þessu ??? Einhverja hringina kannski. |
Author: | Stanky [ Thu 19. Jul 2007 01:08 ] |
Post subject: | |
Steini B wrote: Stanky wrote: Má hlaupa brautina? Til í rönn? (ættir að hafa smá forskot á mig þar sem ég mundi ekki nenna gera það nema vera búinn með nokkra Thule... ![]() Hehe... sagði þetta bara vegna þess að mig langar svo að keyra... en bíllinn er bilaður ![]() |
Page 1 of 7 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |