bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fjórhjólaferð. Frestað um óákveðin tíma.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=22435
Page 1 of 2

Author:  Kristjan [ Fri 01. Jun 2007 14:01 ]
Post subject:  Fjórhjólaferð. Frestað um óákveðin tíma.

Hugmyndin er að hittast uppí litlu kaffistofunni. Þaðan væri farið upp á bolöldusvæði þar sem fjórhjólin eru. Þeim sem eru á lækkuðum bílum er bent á að leggja bílnum hjá kaffistofunni og hoppa uppí hjá öðrum. Uppá svæði eru allir gallaðir upp, allur hlífðarfatnaður er til staðar, hjálmar og alles.

Fjórhjólin eru af gerðinni Polaris Sportsman 500, sumsé skítsæmilegur kraftur. OG ALLIR FÁ SITT EIGIÐ HJÓL!!!! :)

Verðið er 6000 kall á kjaft, það þýðir 4500 kall í afslátt. Þetta er klukkutími sem við rúntum þarna upp í Jósepsdal og þetta er algjört stuð. Einnig getum við farið upp á hellisheiði, það verður bara ákveðið með hópnum seinna.

Ég var að hugsa um að það væri 10 manns lágmarks þáttaka.

Hvernig lýst ykkur á þetta?


Þeir sem vilja skrá sig eru beðnir um að hringja í mig í síma 8239666

Author:  Aron Andrew [ Fri 01. Jun 2007 14:12 ]
Post subject: 

Ég væri til sunnudaginn 10.

Gott framtak hjá þér Kristján :)

En ef það er farið á virkum degi, er þá ekki alveg örugglega farið um kvöldið?

Author:  ///MR HUNG [ Fri 01. Jun 2007 14:27 ]
Post subject: 

Má maður ekki mæta á sínu hjóli :P

Author:  Aron Andrew [ Fri 01. Jun 2007 14:30 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
Má maður ekki mæta á sínu hjóli :P


Átt þú bara allt dót sem er á hjólum? :lol:

Author:  arnibjorn [ Fri 01. Jun 2007 15:02 ]
Post subject: 

Enginn af ofantöldum :(

Helvítis Ítalíuferð sem ég er að fara í...

Missi af þessu oooog bíladögum!

Author:  Djofullinn [ Fri 01. Jun 2007 15:11 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Enginn af ofantöldum :(

Helvítis Ítalíuferð sem ég er að fara í...

Missi af þessu oooog bíladögum!
Gefa mér ítalíuferðina? 8)

Author:  arnibjorn [ Fri 01. Jun 2007 15:17 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
arnibjorn wrote:
Enginn af ofantöldum :(

Helvítis Ítalíuferð sem ég er að fara í...

Missi af þessu oooog bíladögum!
Gefa mér ítalíuferðina? 8)


Hehe þú mátt alveg fara í staðinn fyrir mig, færð að vera með Árný í herbergi! :lol:

Author:  Djofullinn [ Fri 01. Jun 2007 15:34 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Djofullinn wrote:
arnibjorn wrote:
Enginn af ofantöldum :(

Helvítis Ítalíuferð sem ég er að fara í...

Missi af þessu oooog bíladögum!
Gefa mér ítalíuferðina? 8)


Hehe þú mátt alveg fara í staðinn fyrir mig, færð að vera með Árný í herbergi! :lol:
Nei ok þá meika ég það ekki :lol:

Author:  zazou [ Fri 01. Jun 2007 16:01 ]
Post subject: 

Allir dagar sama fyrir mér, veðrið skiptir mestu máli. Skráðu mig +1.

Author:  Aron Andrew [ Fri 01. Jun 2007 16:03 ]
Post subject: 

Er ekki sniðugt að gera þetta bara svona:


1. Brynjar zazou
2. Aron Andrew

og svo copya menn þetta bara og bæta sér við :)

Author:  Steini B [ Fri 01. Jun 2007 16:18 ]
Post subject: 

1. Brynjar zazou
2. Aron Andrew
3. Steini B



Já og mér er alveg sama hvaða dag verður farið, svo lengi sem það er gott veður... :D

Author:  IngóJP [ Fri 01. Jun 2007 19:23 ]
Post subject: 

hvernig er það má maður mæta á eigin hjóli :roll:

Author:  Steini B [ Fri 01. Jun 2007 19:36 ]
Post subject: 

Já, það má mæta á sínum eigin hjólum, einnig má koma á krossurum...
kv. Kristján

Author:  Kristjan [ Sat 02. Jun 2007 10:10 ]
Post subject: 

Við förum að kvöldi dags ef virkur dagur verður fyrir valinu.

Endilega takið félaga ykkar með ykkur, það er ekkert skilyrði að vera skráður í klúbbinn.

Author:  ömmudriver [ Sat 02. Jun 2007 13:01 ]
Post subject: 

Ég er til og plús einn, þá helst þegar það er gott veður :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/