Uppfærð dagskrá og kosningar!!
Árshátíð BMWKrafst 2006 verður haldin laugardaginn 28. október í
Lionssalnum Sóltúni 20, Reykjavík kl 19:05
Það verður hlaðborð líkt og vakti svo mikla lukku í fyrra.
Gos og snakk verður á borðum.
Nánari upplýsingar um mat og dagskrá verður birt fljótlega!
Mælst er til þess að menn grípi með sér eins og eina kippu af öli
(meira ef menn eru þyrstir) til að halda uppi stuðinu.
Veitt verða verðlaun fyrir þá sem staðið hafa uppúr þetta árið. Kosningasíðan
verður opnuð á næstu klukkustundum!!!!
Þetta eru þeir sem um verður kosið:
Bíll ársins:
Alpina hvíti cabrio
Fart M5
Onno M5
Breytingameistari:
Bjahja
Gunni gstuning
Onno
Bjartasta vonin:
Aron andrew
Árni björn e30 333
Stefan325i
Tilþrif ársins:
Bimmer á rallýkross
Eurotrip – Svezel og oskard
Nonni (///M) á leikdögum
Matseðillinn er eftirfarandi:
Forréttir:
Grafinn lax, pipargrafið nautafille, limelegnar rækjur, fjallagrasapaté
Aðalréttir:
Villikryddað lambalæri, reyktur grísakambur og hunangsgljáðar kalkúnabringur
Eftirréttir:
Súkkulaðimús, kókos-passion terta, ferskt ávaxtasalat, rjómi og sósur
Uppistandari mætir á staðinn ásamt því að árshátíðarmyndbandið verður
sýnt á tjaldi!
Verð fyrir meðlimi er kr. 2.500.- (sama verð gildir fyrir maka)
Verð fyrir non-limi er kr. 3.500.-
Það er nauðsynlegt að þeir sem ætla sér að mæta staðfesti komu sína
á gunni@bmwkraftur.is fyrir miðnætti fimmtudaginn 26. október.
Þeir sem eiga eftir að tilkynna komu sína, þetta er síðasti sjéns!
Best er að þegar þú hefur staðfest komu þína (og maka ef við á), að skella
sé inná heimabankann og millifæra inná:
reikning 0322-26-2244
kennitala 510304-3730
Til hægðarauka

:
Landsbankinn
KB banki
Glitnir
Munið að láta kennitölu eða nafn greiðanda fylgja með.
Það er eins gott að láta þetta ekki framhjá sér fara því það er á allra
vörum hversu skemmtilegt var á árshátíðinni í fyrra!
kveðja,
Skemmtinefnd BMWKrafts