bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 27. Apr 2024 07:16

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 65 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
PostPosted: Mon 16. Jun 2003 01:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jæja félagar, þá er maður kominn í bæinn eftir norðurförina.

Ég verð nú bara að segja að þetta var alveg fráááábær ferð, fyrir mig allavega.

Það var lagt af stað frá Mosó klukkan 17:45. Það voru nú ekki svo margir, en orkuboltar og stuðfólk sannanlega þegar á reyndi.

Þeir sem lögðu upp voru:

635csi - Sæmi
318i - Gunni + Halla
320i - Haffi + Co
323i - Bjarni
Carisma - Árni + Salvör + Óskar
Sunny - Úlfar

Svo í Borgarnesi bættist hann Siggi á 732i við.

Við þrumuðum til Akureyrar með viðeigandi pissustoppum og hamborgarastoppi í Staðarskála. Ferðin gekk nú ekki alveg áfallalaus þar sem bíllinn hans Sigga ákvað að hvíla sig yfir helgina í Húnaveri þar sem hann bilaði á leið upp brekkuna. Það er sennilega tölvuheilinn bilaður í honum greyinu (bílnum sko). En við létum það ekki á okkur fá og Siggi dreif sig bara með mér í bíl.

Við Siggi höfðum nú misst af lestinni, þar sem Haffi fékk loksins að spretta úr spori. Bimmapabbi á sínum 635csi var búinn að halda aftur af lestinni alla leið úr bænum, svona til að viðhalda almenningsálitinu og lágmarka kostnað vegna hraðasekta (aðrir hefðu mátt taka sér það til fyrirmyndar, sérstaklega þessi á Golfinum sem krafts-meðlimir keyrðu 2svar fram úr á leiðinni í faðmlögum við laganna verði).

En lestarstjórarnir nýju, þeir Haffi og Úlfar, tröðkuðu plastið í botn og aumingja Gunni mátti hafa sig allan við til að týnast ekki á leiðinni. Hann var alla leiðina að gíra "fastandfurios style" til að týnast ekki í brekkunum.

Nú allir hittust svo á tjaldstæðinu á Akureyri rétt um 23. Þar voru fagnaðar fundir miklir og þjóðvegarykinu skolað niður með veitingum ýmisskonar. Skemmst er frá að segja að allir léku þar á alls oddi, hressarri en orð fá lýst.

Á Akureyri sáust svo aðrar BMW-krafts hnetur. Ég er að gleyma sumum, og ég kann ekki nöfnin á sumum, vonandi verður mér fyrirgefið. En ég man nú eftir að hafa séð þarna allavega...:

Raggi M5. Hann var þarna með okkur á svæðinu, og virtist vera búinn að taka meðlimi í sátt eftir fjaðrafok undanfarinna skrifa :lol: . Enda ekki hægt þar sem bíllinn hans er ekki lengur fjós, nýsprautað framstykki og ný dekk! Allt annað líf :D

Nú Keflavíkurbræður, þeir Stebbi og Gunni GStuning (sem eru sko ekki bræður) mættu gallvaskir á tjaldstæðið. Þar var tttsssssshhhhhh-að og vvvvrrrrooooommm-að á bílunum út um allar trissur.

Spjallað var í og hjá tjöldum félagsmanna um hestöfl og E-númer af miklum móð. Þau Árni, Salvör og Óskar buðu í partí í næst-stærsta tjaldinu hjá félagsmönnum þar sem glatt var á hjalla.

Eftir mikinn þorsta hjá velflestum, og góðri viðleitni við að slökkva hann var svo skroppið niður í bæ. Þar var flóra norðurlands skoðuð og endað var á Kaffi Akureyri þar sem aðallega var rætt um stjórnmál og ástandið í heimsmálum í dag :roll: . En ennþá meira var samt gert af því að teyga vökva ýmisskonar.

Eftir meiri mannlífskannanir á götum Agureyrar, var splæst í Tikktakk flatböku í lokin. Svo sá hann Bjarni auman á fólkinu og tók að sér að skutla hverjum einum og einasta aftur upp á tjaldstæði :!: Þvílík manngæska hefur sjaldan sést norðan heiða fyrr né síðar (Alveg þangað til hann skutlaði okkur kvöldið eftir niðureftir bara til að fá okkur aftur pitzu fyrir svefninn!).

Við komuna á tjaldstæði / ruslahaug Akureyrar fóru svo sumir að tygja sig til svefns. Aðrir (lesist undirritaður og Siggi... voru nokkrir fleiri svona vitlausir annars?) sáu nú ekki mikin tilgang í því og héldu áfram atferlis-eftirfylgni á staðnum og reyndu að blanda geði við gesti staðarins.

Nú daginn eftir var fólk allt saman stálslegið eftir góðan nætursvefn og hófsama drykkju. Byrjuðu sumir daginn á því að spóka sig í sundlaug bæjarins á meðan aðrir létu nægja að fá sér volgt kók í morgunmat og snúa bolnum við.

En allir mættu nú til að fylgjast með götuspyrnunni, þar sem GS félagar héldu heiðri félagsmanna á lofti og Stefán tók silfur 6cyl flokksins heim. Gunni náði feiknagóðum tíma í tímatöku, en hvorugur þeirra átti þó séns í 321 hestafl M roadster kerrunnar sem allt vann í flokknum. Nýji eigandi 325i Lorenz bílsins, fjórði BMW keppandinn var svo orðinn feikna sprækur í lokin og sýndi hvað í bílnum býr.

Mikil þreyta hafði gert vart við sig í fótum félagsmanna að þessu loknu og var haldið heim á leið (á tjaldstæðið). Þar var slegið upp sannkallaðri veislu þegar kokkar klúbbsins hristu fram úr erminni veitingar ýmisskonar sem eldaðar voru á hlóðum frábærra "instant-grilla". Misvel gekk þó að kveikja upp í grillunum þar sem það krefst töluverðrar lagni.... :roll: En allir fengu þó magafylli og hversu skrýtið sem það kann að hljóma, þá ýtti það undir mikla innbyrðingu vökva í kjölfarið. Þetta hlýtur allt að hafa verið svona salt á bragðið, allavega var mitt rosalega salt og þurrt :wink:

Gunni og Halla tóku það á sig (þeim að kenna, þau voru með stærsta tjaldið) að hýsa alla í skrafboði kvöldsins. Þar var hitað upp fyrir kvöldið, alveg þangað til allir voru kólnaðir aftur. Margir kíktu í heimsókn. Til að nefna fáa þá komu:

Hlynur og frú, spjölluðu villt og galið alveg.

Elli "burnout-lowrider", fyrrum E21 hneta kíkti til okkar.

Rútur kom á staðinn og stendur sig vel í að smita út frá sér boðskapinn. Kom með hann Orn Johnson sem er orðinn alveg forfallinn BMW vifta, þó svo að hann vinni hjá Ræsi :wink:

En eins og áður sagði, þá var fullt af öðrum þarna, sem ég er búinn að gleyma og þekki ekki nógu vel :oops: Það á eftir að komast upp um þá hér seinna í "topic-inu" þegar aðrir hjálpa mér að rifja það upp.

Látið var vera að mála bæinn rauðan, þar sem FM-hnakkarnir og L2Cruise liðið var alveg á fullu í því verki. En samt kíktum við nú ein 5 stykki á TikkTakk til að gæða okkur á gómsætum hringflatning með áleggi ýmisskonar. Bjarni sá sig aftur tilneyddan til að skutlast með okkur í bæinn. Sjaldan hafa svo margir átt svo einum svo mikið að þakka... Svo vorum við nú eiginlega öll í stórhættu þegar við komum til baka á tjaldstæðið.... með 2 pizzur í höndunum á troðfullu tjaldstæði klukkan 5 að nóttu! Ehemm, það myndaðist eiginlega hringur í kringum okkur af slefandi óargardýrum. En fyrir mikla miskunn náðum við inn í tjald undirritaðs þar sem kjammsað var á þessum dýrindis molum. Með mettan maga og bros á vör fór svo hópurinn að sofa undir morgun.

Á Sunnudegi var haldið í vana fyrri dags og dagurinn tekinn snemma. Vaknað var um hádegi og verksummerki næturinnar skoðuð. Flóra næturinnar lá eins og hráviði hér og þar. Sérstaklega vel fór um einn uppgefinn svein sem hafði fengið sér blund með haus undir dekki félagsmanna. Árni og Salvör höfðu skotið skjólshúsi yfir ógæfusama sveininn (hann gleymdi að vísu að spyrja þau fyrirfram... eða bara yfir höfðuð sko). Hann lá í mjög athyglisverðri stellingu utan í bíl þeirra með hausinn undir framdekkinu. Hann vildi ekki alveg vakna strax, það tók svona mínútu af flauti (held það hafi ekki gert neitt gagn), ásamt 2ja metra grasdrætti frá bílnum, til að vakna. En þá vaknaði hann loks. Ropaði, meig utan í næsta tjald og hvarf á braut á vit nýrra ævintýra.

Ingimari sást bregða fyrir líka þarna... hann gerði stutt stopp. Bara svona skyldu-tilkynningar-mæting

Nú vígreifir félagsmenn BMWkrafts fjölmenntu svo ásamt fleirum á "burnout" keppnina þar sem hann Elli Valur (Ellívala samkvæmt kynninum) sýndi meistaratakta. Hann lét sko Toyotuna finna það og flengdi hana fram og aftur í bláum reyk þangað til hún grátbað um miskun og lofaði að hún skyldi verða BMW í næsta lífi.

Undirritaður fór svo bara að tygja sig til heimferðar að þessu loknu. Enda orðinn fjörgamall og útúrbrunninn. Ekki vænlegur til áframhaldandi djamms og skemmtana ... allur bjórinn búinn skohh :P heheeh.

En nóg er/var af liði eftir til að halda heiðri okkar BMW félagsmanna á lofti. Þessi ferð var alveg meiriháttar og á eftir að verða umtöluð um ókomna framtíð 8) Þetta verður sko gert aftur, það er á hreinu. Ég vil bara nota tækifærið og þakka öllum sem voru þarna samveruna og fjörið!

Skrifið svo endilega nokkrar línur og látið heyra í ykkur.... svona nú :!:

Sæmi svakalegakáti.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jun 2003 02:23 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Frábær og skemmtileg lesning :P
Maður dauðsér eftir að hafa ekki farið en það var gott að allir skemmtu sér vel :P
Bara næst......

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jun 2003 02:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Já þetta hefur verið alveg rosa fjör. :drunk: Ég var víst að vinna (gat ekki fengið frí :x ) eins og venjulega. En bara næst... eins og einhver sagði.

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jun 2003 10:30 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Þetta var ekkert smá skemmtileg lesning og greynilega mikið fjör þarna!
Ég kem pottþétt næst, þá verður fyrrverand hvíti djöfulinn hans Ella kominn í toppstand :)

Og Elli Valur, þú ert snillingur! Að taka burnout á Toyotu pickup HAhahahaha Snilld :lol: :shock:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jun 2003 12:26 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Já þetta var mjög skemmtilegt... maður varð alveg mökkaður þarna á laugardagskveldið. Sötraði nokkra á götuspyrnunni vegna tafana sem urðu. Kenni því um hvernig kvöldið var hjá mér. :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jun 2003 16:39 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Frábær ferð :lol:
Síðan tapaði ég í spyrnu fyri spoon integruni, en ég náði lélegu starti, gleymdi spólvörninni á :cry:
Síðan var á leiðinni heim áðan og jújú, var kallinn ekki bara hyrtur af löggunni, en ég náði að bremsa mig í 114. Engin punktur og smá sekt :wink:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jun 2003 17:33 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Þetta er bara að ganga Bjarni... það er allavega ágætt að maður var ekki sá eini sem var stoppaður. :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 12:29 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 25. Sep 2002 15:15
Posts: 66
Location: I landi ABBA
Ég var einmitt að pæla hver ætti þennann sweet 732 sem var í Húnaveri um helgina helvíti flottur 8)

_________________
Svíþjóð
Monark hjól sjálfskipt 0 gíra
ísland
bmw 316 '86 harlem


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 17:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
WOWOWOWOW!!! INTERNET!

Já ég vil þakka ykkur öllum fyrir frabæra helgi og frábært að sjá hópinn ná svona vel saman. Og Sæmi bjórgaldrakall stóð fyrir sínu :wink:
Og Árni, Bjarni, Gunni, Hlynur og Óskar dudes!! U ROCK!!

Stefni svo á að burna frammúr ykkur öllum á Renault næsta sumar :lol:
eða taka þátt í spyrnunni á 280hp alpina?
Spurning fer allt eftir því hvernig tekst að fá vini mína til að borga mér allar þær milljónir sem þeir skulda mér. :twisted:

Svo verður sko FJÖLMENNAÐ og lágmark 2 kútum stútað á næsta Bjórkvöldi .... jE!

Haffi sveitakall

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 17:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Takk fyrir þessa frábæru ferð "krakkar" mínir!!

Ég skemmti mér alveg hreint ótrúlega vel!
Aldrei hefði ég trúað því að jafn margir gaurar (og gellur) sem þekktu
hvort annað jafn lítið myndu skemmta sér svona vel og smella svona
vel saman! :) :)

Allavega..

Takk fyrir frábæra ferð
Þið eruð snillingar!

Vonandi mæta enn fleiri seinna og njóta þess sem þetta rjómalið hefur uppá að bjóða :P

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 18:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11977
Location: ::1
ahh takk fyrir mig.. var þarna smá með ykkur :) geðveik helgi þótt að maður hafi verið tekinn á "smá"hraða

_________________

VW Golf GTi Cabriolet
VW Golf GTi MK4


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 21:44 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jon Ragnar wrote:
þótt að maður hafi verið tekinn á "smá"hraða


Ég ætla ekkert að segja neitt um þessar línur, en þeir sem voru fyrir norðan geta giskað á hvað ég hefði sagt :lol:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 21:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
hehe you never stop do you?! :)

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 21:50 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það voru ekki settar neinar bremsur í mig sko :P

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Jun 2003 21:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
hahaha maður tók nú eftir því á föstudagskvöldinu :lol:
segi ekki meir :D

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 65 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 182 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group