Sælir.
Hér er dagskráin hjá BMWKrafti fyrir helgina.
Fimmtudagur 15. júní:
-
Mæting kl. 18:00 við KFC í Mosfellsbæ.
- Lagt af stað norður
stundvíslega kl. 18:30. Ath. frítt í göngin fyrir gilda meðlimi!
- Tjöldum slegið upp á
tjaldsvæðinu við Hamra.
- Kveikt upp í grillinu og nokkrum pylsum hent á það fyrir svanga ferðalanga.
Föstudagur 16. júní:
-
Seinna holl úr bænum, mæting kl. 12:00 á KFC í Mosfellsbæ.
- Lagt af stað norður
stundvíslega kl. 12:30. Ath. frítt í göngin fyrir gilda meðlimi!
-
BMWKraftsgrill við útigrillin í Kjarnaskógi kl. 18:00 (stundvíslega). Grillum nokkrar steikur og meððí. (BYOB
)
-
Götuspyrna BA kl. 20:30 við Tryggvabraut. Tímataka byrjar kl. 19:30. Miðaverð 500kr.
- Almenn gleði og gaman fram eftir nóttu.
Laugardagur 17. júní:
- Hæ hó jibbýjey, það er kominn 17. júní!
-
Bílasýning BA við Oddeyrarskóla kl. 10:00 - 18:00. Miðaverð 1000kr.
- 17. júní dagskrá í bænum í boði Akureyrarbæjar
-
BMWKrafts samkoma við Glerártorg kl. 18:00.
-
Burnout BA kl. 20:00 við Slippinn. Miðaverð 500kr.
- Stemming á tjaldsvæði að hætti Kraftsmanna eftir burnout. Afgöngum skellt á grillið góða.
Sunnudagur 18. júní:
Pakkað saman í
rólegheitunum og farið heim (í
rólegheitunum líka)
