Sælir félagar. Þá er loxins komið að því. Ég fékk póst frá Helgu varðandi B&L daginn, og hér læt ég textann flakka. Ég setti upp poll til að reyna að fá grófa tölu á þá sem ætla að mæta, ef þú ætlar ekki að mæta, krossaðu þá í ég kem ekki. þetta er til að athuga hvað þau þurfa að ná í mikið af snarli
--------------
BMW kraftur hjá B&L
- Félagakort afhent og kynning á BMW bilanagreininum
Laugardaginn 24. maí verður BMW Kraftdagur hjá B&L. Tilefnið er afhending félagakorta BMW Krafts en þau eru einnig afsláttarkort fyrir félagsmenn í B&L versluninni. Að afhendingunni lokinni verður farið í þjónustudeild B&L, þar sem kynning verður á BMW bilanagreininum, einum þeim fullkomnasta sinnar tegundar. Jafnframt geta félaga í BMW Krafti fengið ástandslestur á bílana sína í bilanagreininum sér að kostnaðarlausu. Hringdu í síma 575 1200
og skráðu þig í ástandslestur núna.
Gerðu þér BMW glaðan dag
BMW Kraftdagurinn hefst klukkan 13:00 í B&L versluninni. Þar tekur Ólafur Kr. Guðmundsson, verslunarstjóri, á móti félagsmönnum, en auk þess sem nýju félagakortin verða afhent, verður einnig létt snarl í boði. Laust fyrir klukkan 13:30 leiðir Atli Vilhjálmsson, þjónustustjóri B&L, hópinn inn á verkstæði, þar sem BMW sérfræðingar B&L kynna bilanagreininn og veita um leið ýmis fagleg ráð.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir alla þá sem vilja fá góða tæknilega innsýn í BMWinn sinn hjá fagmönnunum. Formlegri dagskrá lýkur síðan klukkan 14:00 en félagsmenn geta skráð sig í síma 575 1200 í ástandslestur í bilanagreininum sem mun standa frá klukkan 13:30 til 16:30.
Hefur áhuga á að komast í bilanagreininn?
Það er lítið mál að komast í ókeypis ástandslestur í bilanagreininum laugardaginn 24. maí nk. Þú hringir bara í síma 575 1200 og skráir bílinn þinn í lausan tíma.
Þar sem aðeins takmarkaður fjöldi kemst í ástandslesturinn er best að hringja sem fyrst til að tryggja sér lausan tíma.
--------------
Nú mæta vonandi sem flestir gríðar hressir og á æðislega hreinum BMWum
