Sælir.
Við höfum ákveðið að reyna að festa niður samkomur svo þetta verði ekki svona á lausu hvenær eru samkomur og slíkt.
Samkomur verða á
3ja vikna fresti og þá til skiptis á sunnudögum og miðvikudögum svo helgarvinnualkar komist jú öðru hvoru á samkomur.
Fyrsta samkoman verður sunnudaginn 18. desember á planinu við Laugardalsvöll og eftir það til skiptis á 3ja vikni fresti á miðvikudagskvöldið á neðra planinu við Kringluna (Borgarleikhússmegin) og á sunnudagseftirmiðdögum á bílastæðinu við Laugardagsvöllinn.
Samkomur næstu vikurnar verða ss. eftirfarandi nema annað verði tilkynnt sérstaklega:
18. desember (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll
11. janúar (miðvikudagur) kl. 20:30 á neðra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús
29. janúar (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll
22. febrúar (miðvikudagur) kl. 20:30 á neðra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús
12. mars (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll
5. apríl (miðvikudagur) kl. 20:30 á neðra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús
23. apríl (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll
Svona verða samkomurnar semsagt nema annað komi í ljós og þá verður það tilkynnt sérstaklega og listinn uppfærður.
Ef fólk er með myndavélar á samkomum og tekur myndir þá væri alveg tilvalið að senda mér myndirnar og ég mun þá setja þær í myndasafnið.
Fyrir utan þessar reglulegu samkomur verða svo auðvitað einhverjar stærri uppákomur, bjórkvöld og slíkt.
