bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Árshatíð BMWKrafts
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=11418
Page 1 of 1

Author:  Gunni [ Mon 22. Aug 2005 13:13 ]
Post subject:  Árshatíð BMWKrafts

Þá er loksins komið að því!

Árshátíð BMWKrafst verður haldin laugardaginn 10. september í
salnum Stuðlar í Hamraborg, Kópavogi, frá kl 19-00.


Í boði er:

Forréttur
Kjötréttahlaðborð
Eftirréttur

Gos og snakk verður á borðum.

Uppistandari verður á staðnum
Árshátíðarmyndband krafsins verður sýnt á tjaldi.

Veislustjóri verður enginn annar en Hafsteinn Þór Magnússon.

Mælst er til þess að menn grípi með sér eins og eina kippu af öli
(meira ef menn eru þyrstir) til að halda uppi stuðinu.

Veitt verða verðlaun fyrir fjóra flokka sem tilkynntir verða bráðlega.

Verð fyrir meðlimi er kr. 2.500.- (sama verð gildir fyrir maka)
Verð fyrir non-limi er kr. 3.500.-

Það er eins gott að láta þetta ekki framhjá sér fara því það er á allra
vörum hversu skemmtilegt er að skralla með kraftsfélögum !!!

Það er nauðsynlegt að þeir sem ætla sér að mæta staðfesti komu sína
á gunni@bmwkraftur.is fyrir miðnætti miðvikudaginn 31. ágúst.
Þetta er vegna þess að við þurfum að tilkynna með þessum fyrirvara
hvursu margir mæta, vegna matarins.


kveðja,

Skemmtinefnd BMWKrafts

Author:  Gunni [ Wed 31. Aug 2005 01:12 ]
Post subject: 

Ég vil minna fólk á að skrá sig á árshátíðina -- Mjög mikilvægt!

Greiðsla þarf að berast inná reikning BMWKrafts:
nr. 0322-26-2244, kt. 510304-3730.

Ekki verður tekið við greiðslu á staðnum!

Það eru margir búnir að skrá sig og við sjáum fram á að þetta
verði mesta fjör ársins !

Author:  Jón Ragnar [ Sun 04. Sep 2005 15:41 ]
Post subject: 

Fyrir hvaða dag þarf að borga?

Author:  Gunni [ Sun 04. Sep 2005 15:43 ]
Post subject: 

Jón Ragnar wrote:
Fyrir hvaða dag þarf að borga?


Fyrir miðnætti á mánudaginn. Þá þurfum við að skila lokatölu uppá
matinn.

Author:  bimmer [ Sun 11. Sep 2005 13:41 ]
Post subject: 

Hvernig var?!?!?!

Author:  fart [ Sun 11. Sep 2005 13:43 ]
Post subject: 

helvíti gaman, vel heppnað og vel mætt.

Author:  rutur325i [ Sun 11. Sep 2005 15:01 ]
Post subject: 

já, þetta var alveg virkilega vel heppnað og virkilega gaman, verst bara hvað maður var tussulegur eitthvað og ónýtur :?

Author:  Angelic0- [ Sun 11. Sep 2005 15:10 ]
Post subject: 

fjári var ég vitlaus að sjá þennan póst ekki mah'r :(

Author:  gstuning [ Sun 11. Sep 2005 18:09 ]
Post subject: 

Þetta var alveg frábært,
Þakkir til þeirra er stóðu að þessu

Author:  Jón Ragnar [ Mon 12. Sep 2005 07:52 ]
Post subject: 

Þetta var geðveikt gaman 8)

Takk fyrir mig :D

Author:  max_ice [ Tue 13. Sep 2005 23:28 ]
Post subject: 

Það er ferlegt að hafa misst af þessu. :cry:

Author:  Logi [ Wed 14. Sep 2005 10:47 ]
Post subject: 

Þetta var mjög gaman, verst að hafa þurft að fara snemma :?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/