bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMWKraftskynning á E60 M5 hjá B&L
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=11350
Page 4 of 6

Author:  Djofullinn [ Fri 19. Aug 2005 11:57 ]
Post subject: 

Varla hægt að kalla þetta sjálfskipt þar sem ökumaðurinn þarf að skipta um gír sjálfur :wink:

Author:  fart [ Fri 19. Aug 2005 11:59 ]
Post subject: 

Það er reyndar Auto-mode ef það er það sem menn vilja kalla sjálfskiptan.

En þessi bíll er með kúplingu og ég neita því að kalla hann sjálfskiptan :? :lol:

Author:  Djofullinn [ Fri 19. Aug 2005 12:01 ]
Post subject: 

Eigum við ekki bara að segja tölvustýrð beinskipting? :lol:

Author:  fart [ Fri 19. Aug 2005 12:13 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Eigum við ekki bara að segja tölvustýrð beinskipting? :lol:


Þetta er í raun besta orð sem ég hef séð yfir Sequential skiptingu.

Author:  arnib [ Fri 19. Aug 2005 12:15 ]
Post subject: 

Jæja jæja,
Tölvustýrð beinskipting með möguleika á sjálfstýringu, dugar kannski til að lýsa þessu..

Og maður ætti að prófa þetta áður en maður böggar þetta :)

Mér finnst bara skrýtið þegar M-Deildin hefur ekki einu sinni option á
BSK í M bíl.
En ég las reyndar í EVO að það ætti að bæta úr því og hafa option á 6 gíra
beinskiptingu í M6.

Reyndar stóð líka að það væri vegna mikillar pressu frá Bandaríkjamarkaði,
hvernig sem stendur á því!

Author:  Djofullinn [ Fri 19. Aug 2005 12:17 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Reyndar stóð líka að það væri vegna mikillar pressu frá Bandaríkjamarkaði,
hvernig sem stendur á því!
:lol: Batnandi mönnum er best að lifa....

Author:  fart [ Fri 19. Aug 2005 12:28 ]
Post subject: 

E39M5 hefur selst ótrúlega vel í USA. Bandaríkjamarkaður er náttúrulega "HUGE". Enda erum við komin með SUV's frá öllum stærri framleiðendum sem er ættað frá USA. Menn eru undir pressu að framleiða SUV's (BMW,Porsche,MB) og svo smitar þetta út frá sér yfir hafið.

S.s. Kanar elskuðu E39M5 og Z8, já og flesta M-bílana sem voru Manual, en SMG hefur ekki náð sér á strik þar. Bæjarar bara verða að hlusta á kana.

Author:  saemi [ Fri 19. Aug 2005 12:42 ]
Post subject: 

Svona er bara þegar hestaflastríðið er komið út í öfgar, þá eru ekki til kúplingar sem þola mistök mannanna!

Það vita nú flestir sem eru að spá í þessu hvernig það er með kúplinguna í E39 M5, bættu svo við 107 hestum og þá er auðvelt að skilja hvernig greyið kúplingunni líður :?

En já.. það stendur víst til að búa til alvöru "manual" græju hefur manni heyrst!

Author:  Djofullinn [ Fri 19. Aug 2005 12:49 ]
Post subject: 

Hvernig leist mönnum annars á HUD?
Fannst sumir verða fyrir smá vonbrigðum

Author:  fart [ Fri 19. Aug 2005 12:49 ]
Post subject: 

Ofáná það skillst mér að menn hafi snúið einni V10 af færibandinu í 10k rpm +

Author:  IvanAnders [ Fri 19. Aug 2005 12:53 ]
Post subject: 

fart wrote:
Ofáná það skillst mér að menn hafi snúið einni V10 af færibandinu í 10k rpm +


er hún ekki bara tvígengis....? :lol:

Author:  oskard [ Fri 19. Aug 2005 13:53 ]
Post subject: 

fart wrote:
S.s. Kanar elskuðu E39M5 og Z8, já og flesta M-bílana sem voru Manual, en SMG hefur ekki náð sér á strik þar. Bæjarar bara verða að hlusta á kana.


mig minnti að framleiðslu á z8 hafi verið hætt einmitt útaf lélegri sölu í usa ?

Author:  fart [ Fri 19. Aug 2005 14:29 ]
Post subject: 

Var ekki málið með Z8 að hann þótti bara ekkert spes þegar hann kom, en svo þegar hann var ekki lengur framleiddur þá vildur allir eiga einn.

Author:  Jss [ Fri 19. Aug 2005 14:36 ]
Post subject: 

fart wrote:
Var ekki málið með Z8 að hann þótti bara ekkert spes þegar hann kom, en svo þegar hann var ekki lengur framleiddur þá vildur allir eiga einn.


Jú, það er einmit málið held ég.

Author:  Svezel [ Fri 19. Aug 2005 16:26 ]
Post subject: 

ég þakka bara fyrir mig, glæsileg sýning hjá b&l :)

Page 4 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/