bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMWKraftskynning á E60 M5 hjá B&L
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=11350
Page 1 of 6

Author:  Gunni [ Mon 15. Aug 2005 22:35 ]
Post subject:  BMWKraftskynning á E60 M5 hjá B&L

Á fimmtudaginn næsta, 18. ágúst ætlar B&L að bjóða okkur að koma
til sín og skoða nýja M5 bílinn í návígi.

Boðið byrjar stundvíslega klukkan 18 í húsakynnum B&L og mun standa
til kl. 19:30. Boðið verður uppá léttar veitingar að venju.

Vonandi geta sem flestir komið og kíkt á gripinn, og það er aldrei að vita
að við fáum að heyra bæverskt tónverk á staðnum ;)

Sjáumst hress.

Krafturinn

Author:  hlynurst [ Mon 15. Aug 2005 22:45 ]
Post subject: 

Ekki möguleiki að ég missi af þessu!!! :shock:

Author:  bimmer [ Mon 15. Aug 2005 22:54 ]
Post subject: 

Ja, verður maður ekki að skoða gripinn áður en fyrsti eigandi tilkeyrir hann fyrir mann .... :)

Author:  iar [ Mon 15. Aug 2005 23:28 ]
Post subject:  Re: BMWKraftskynning á E60 M5 hjá B&L

Gunni wrote:
bæverskt tónverk


:-({|=

Author:  Twincam [ Tue 16. Aug 2005 00:47 ]
Post subject: 

æji vá.. hversu kalkaður er ég orðinn ... er ekki enn búinn að borga meðlimagjaldið :oops:

hvenær byrjar nýtt félagsár? :?

Author:  oskard [ Tue 16. Aug 2005 00:48 ]
Post subject: 

feb eða mars held ég

Author:  IceDev [ Tue 16. Aug 2005 01:20 ]
Post subject: 

Ég býst ekki við því að það verði reynsluakstur....en verður "reynslufarþegi" möguleiki eða verður hann bara inni?

Ég býst við því en það væri mökkgaman að fá að sitja í bílnum á ferð :p

Author:  Gunni [ Tue 16. Aug 2005 08:51 ]
Post subject: 

oskard wrote:
feb eða mars held ég


ræskj...!

Það byrjar 1. janúar 2006 !

Author:  Twincam [ Tue 16. Aug 2005 09:00 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
oskard wrote:
feb eða mars held ég


ræskj...!

Það byrjar 1. janúar 2006 !nú.. þá tími ég ekkert að borga 2000 kall fyrir þessa 4 mánuði sem eftir eru.. :? já ég er nískur þessa dagana :oops:

Author:  Lindemann [ Tue 16. Aug 2005 12:00 ]
Post subject: 

NEEEEEEEEEEEEI...........................

Ég lofaði um helgina að taka aukavakt á fimmtudaginn, og hún er akkúrat til 19:30 :cry:

Author:  bjahja [ Tue 16. Aug 2005 12:00 ]
Post subject: 

Ég mæti að sjálfsögðu 8)

Author:  Svezel [ Tue 16. Aug 2005 12:28 ]
Post subject: 

ég mæti ef einhver sér aumur á mér og gefur mér far :o

Author:  bjahja [ Tue 16. Aug 2005 12:37 ]
Post subject: 

Ég er nú í næstu götu og get að sjálfsögðu pikkað þig upp ;)

Author:  Kristjan [ Tue 16. Aug 2005 16:16 ]
Post subject: 

Ég mæti, þarf þó að fara aðeins fyrr :cry: í vinnuna

Author:  íbbi_ [ Tue 16. Aug 2005 16:37 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
ég mæti ef einhver sér aumur á mér og gefur mér far :o


get skutlað þér, ætlaði einmitt að fara sjálfur, ef ég kemst ekki þá er þér velkomið að fá bílin

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/