bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

DYNO-Dagur Laugardaginn 4. júní kl 12 ATH! Í FYRRA!!! (2005)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=10607
Page 5 of 8

Author:  iar [ Sat 04. Jun 2005 20:00 ]
Post subject: 

211hp @ 5660 (186hp út í hjól) og 276Nm @ 5120

Ég er vel sáttur við niðurstöðuna! 8)

Stock skv. handbókinni er hann 193hp@5300 og 280Nm@3950

Og Tækniþjónusta bifreiða á skilið mikið hrós fyrir frábæran dag! Fínt skipulag, góðar veitingar og alveg snilldarveður! :clap:

Author:  moog [ Sat 04. Jun 2005 20:44 ]
Post subject: 

Það er glæsilegur árangur hjá þér!.... Til hamingju með það iar :D


Ég skellti mér líka í Dyno-testið og niðurstöðurnar voru eftirfarandi (vona að þetta sé rétt lesið hjá mér):

197hp @ 5790 (175hp út í hjól) og 245Nm @ 3770

Get ekki kvartað yfir þessu þar sem hestaflatalan er hærri en skv. stock tölum.

Stock: 192 @ 5900 og 245 @ 4200

Núna er bara takmarkið hjá manni að rjúfa 200 hestafla múrinn og verður væntanlega unnið að því í sumar. 8)

Þakka bara Tb fyrir þennan fína dag.

Edit: Bíllinn er ekinn 174 þús. :wink:

Author:  gstuning [ Sun 05. Jun 2005 03:05 ]
Post subject: 

Ég mætti,

76.6kw í hjólin eða 104rwhp @ 5740rpm (92.6kw)
167nm @ 4120rpm

stock tölur eru
95kw @ 6000
164nm @ 4300
þjappa er 8.8 vegna hvarfa kerfis.

drifið er 3,25 og hann revaði í 4gír í 230kmh :)
sem er annað skiptið sem mælaborðið sér svoleiðis á íslandi.

Og til að sýna að vélarnar í BMW endast vel að menn bæti við akstrinum á vélinni hjá sér,

Þessi 320i vél er ekinn um 160-170þús

Author:  iar [ Sun 05. Jun 2005 13:10 ]
Post subject: 

moog wrote:
Það er glæsilegur árangur hjá þér!.... Til hamingju með það iar :D


Takk fyrir það og sömuleiðis til hamingju! :-) Það var greinilegt að 2.5L M50 bílarnir voru að skila góðum árangri, þú í 197, Logi í 200. Fleiri?

Um að gera að fólk pósti hér niðurstöðunum. Bara gaman að því!

Author:  bebecar [ Sun 05. Jun 2005 13:24 ]
Post subject: 

iar wrote:
moog wrote:
Það er glæsilegur árangur hjá þér!.... Til hamingju með það iar :D


Takk fyrir það og sömuleiðis til hamingju! :-) Það var greinilegt að 2.5L M50 bílarnir voru að skila góðum árangri, þú í 197, Logi í 200. Fleiri?

Um að gera að fólk pósti hér niðurstöðunum. Bara gaman að því!


Er bíllinn hjá Loga eitthvað breyttur?

Author:  Logi [ Sun 05. Jun 2005 14:57 ]
Post subject: 

Nei hann er alveg 100% stock eftir því sem ég best veit! Ekinn 205.000 km.

Hann var að skila 147kw/199,9hp @ 5850rpm (129,2kw/175,2hp út í hjól).

Svo var togið 245,7 nm @ 3770rpm.

Original á hann að vera 192hp@5900rpm og 250nm@4200rpm

Ég er ekkert smá sáttur við þetta :D

Author:  arnib [ Sun 05. Jun 2005 15:47 ]
Post subject: 

Minn með M20B25 vél úr 325iS skilaði:

Max Power 106.6 kW (145 hö) @ 6150 rpm í hjólin.
Max Torque 228.6 Nm @ 4140 rpm

Þessi vél er ekin eitthvað yfir 200 þúsund, en á að hafa fengið
súper gott viðhald yfir ævina sem virðist stemma vel.

Original á svona vél að skila 125 kW við flywheel,
og skv reikniformúlu bekkjarins er mín að skila 122.6 kW við flywheel.

Og miðað við það hefur hún tapað 1.9% af upprunalegu afli
á því að aka þessa vegalengd, en reyndar með:
- K&N Loftsíu
- Opnu pústkerfi.

Maður veit auðvitað ekkert hversu miklu (hvort) svona breytingar skila,
en það væri gaman að sjá hvort það væri einhver munur þegar ég
verð búinn að fá mér lágværara pústkerfi.

Minn er vel sáttur, 8)

Author:  bebecar [ Sun 05. Jun 2005 16:00 ]
Post subject: 

Logi wrote:
Nei hann er alveg 100% stock eftir því sem ég best veit! Ekinn 205.000 km.

Hann var að skila 147kw/199,9hp @ 5850rpm (129,2kw/175,2hp út í hjól).

Svo var togið 245,7 nm @ 3770rpm.

Original á hann að vera 192hp@5900rpm og 250nm@4200rpm

Ég er ekkert smá sáttur við þetta :D


Þetta er alveg frábær útkoma Logi... þetta er keeper þessi bíll virðist vera 8)

Author:  oskard [ Sun 05. Jun 2005 17:21 ]
Post subject: 

Setti inn nokkrar myndir -> http://www.bmwkraftur.is/myndasafn/


Þetta var allveg frábær dagur og ekki skemmdi að flottasti bmw á íslandi
mætti ... 2002 turbo ! :D :D :D

Image

Author:  Benzari [ Sun 05. Jun 2005 17:37 ]
Post subject: 

Var hvíta E30 blæjan mæld ?

Author:  bebecar [ Sun 05. Jun 2005 17:43 ]
Post subject: 

Já, hvernig kom bíllinn hans Sveinbjarnar út, ég hafði einmitt mestan áhuga á því....

Author:  oskard [ Sun 05. Jun 2005 17:50 ]
Post subject: 

hann skilaði held ég minna en árni :?

Author:  bebecar [ Sun 05. Jun 2005 18:00 ]
Post subject: 

oskard wrote:
hann skilaði held ég minna en árni :?


Ok... chip og flækjur semsagt ekki að skila sér :(

Author:  gstuning [ Sun 05. Jun 2005 18:06 ]
Post subject: 

Það þarf að skoða hvort að mixtúran hjá honum sé lean, því að original spíssar geta ekki meikað meira en 180hö við 3bar bensín þrýsting

gæti keyrt þá 4bar þrýsti jafnar af 318i t,d til að pumpa auka bensíni í botni,
annars jafnar lambda gaurinn mixtúruna á milligjöf fínt

þannig að in theory, sama eyðsla , betra throttle response, og meira power

Author:  bebecar [ Sun 05. Jun 2005 18:09 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Það þarf að skoða hvort að mixtúran hjá honum sé lean, því að original spíssar geta ekki meikað meira en 180hö við 3bar bensín þrýsting

gæti keyrt þá 4bar þrýsti jafnar af 318i t,d til að pumpa auka bensíni í botni,
annars jafnar lambda gaurinn mixtúruna á milligjöf fínt

þannig að in theory, sama eyðsla , betra throttle response, og meira power


Er ekki rándýrt að skipta um spíssana... nær að auka þrýstinginn er það ekki? Hvaða leið fara menn helst í því að auka þrýstinginn?

Page 5 of 8 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/