bebecar wrote:
Hehe... er hann komin á verkstæði... þessi skemmd leit nú sem betur fer ekki mjög ílla út hjá þér.
Amm.. fór með hann í morgun.
Það er rétt með skemmdina, hún var ekkert svo agaleg, það er ágætur styrktarbiti þarna inni í hurðinni, loftpúðinn í hurðinni blés ekki út, hurðin lokast og læsist og rúðan opnaðist amk. hálfa leið (ég þorði ekki að opna meira en það

) svo þetta er ekkert svo agalegt. Bílstjórahurðin tók líka allt höggið og restin var eiginlega bara rispur. Svoldið vindgnauð meðfram hurðinni sem angraði mig eftir þetta, en ekki nóg til að leka í rigningu, en eftir að koma á rolluna þá er ennþá meiri hávaði inni í henni!
Fínt að keyra annað en BMW öðru hvoru til að sannfærast enn meir um ágæti þeirra.
