Quote:
Pool Reglur
1.) Tilgangur leiks: Að stuða niður samlitan hóp kúlna, tvílita og einlita og að lokum svörtu kúluna nr.8.
2.) Uppröðun: Kúlum er raðað í þríhyrning með fremstu kúluna á blett, svarta í miðju.
3.) Upphafsstuð: Sigurvegari frá fyrri leik á rétt á upphafsstuði í næsta.
Sigur er ef svarta dettur niður í upphafsstuði og hvíta kúlan sé enn á borði, annars ef hvíta dettur líka eða fer útaf þá er það tap.
4.) Löglegt upphafsstuð: Stuðkúla hvít sé fyrir aftan höfuðstreng, ein eða fleiri kúlur falli í vasa eða að minnsta kosti 4 kúlur snerta batta. Annars er um villu að ræða og mótherji fær að stilla upp hvítu.
5.) OPIÐ BORÐ: Borðið alltaf OPIÐ eftir upphafsstuð jafnvel þó kúla hafi fallið í vasa. Þegar borð er opið er leyfilegt að nota hvaða kúlu sem er í samstuð. Ekki má stuða fyrst í svörtu kúlu nr. 8.
(Litur er staðfestur með löglegu stuði EFTIR upphafsstuð.)
6.) SÖGN: Ekki þarf að segja til um í hvaða vasa kúla á að fara, nema þegar er um kúlu nr. 8 að ræða þá skal ávallt segja til um vasa fyrir hvert stuð.
7.) VÖRN: Löglegt stuð er þegar kúla snertir batta eftir samstuð
8.) BROT - SEKTIR - ÝMIST:
a) Kúlur sem falla eru ekki teknar upp.
b) Stuðkúla fellur eða af borði, stuðréttur gengur yfir, stillt upp hvar sem er á borðinu.
c) Rekast óvart í kúlu með fötum, kjuða eða líkama, stuðréttur gengur yfir.
d) Framkvæma stuð þegar annar á leik, keppinautur fær að stilla upp.
e) Hittir ekki miðaða (eigin) kúlu eða svörtu, mótherji stillir upp hvar sem er á borði.
f) Truflun með orðum eða æði, keppinautur stillir upp.
g) 15 sekúndna skotklukka er í gildi, talið er frá því að mótherji víkur frá borði. (mótstjóri dæmir um hverju sinni) Reglan er til að leikur dragist ekki á langin.
h) Ef hvíta kúla (stuðkúla) fer í vasa eða útaf borði þegar reynt er við kúlu nr. 8 þá er það tapaður leikur.
i) Vinsamlegast standið ekki í skotlínu.
j) Mótstjóri getur hækkað og lækkað forgjöf leikmanna ±20 fyrir hvern leik
Vinsamlegast virðið
Staðinn, mótherjann og ykkur sjálf!
Góða skemmtun og gangi þér vel.