Ég vaknaði kl 8:00 við hoppandi dætur mínar
En gærkvöldið, vá hvað það var gaman

Gaman að sjá alla og kynnast aðeins.
Maturinn var æðislegur og kokkarnir eiga klapp skilið finnst mér.
Fylgidömur salarins voru duglegar við að stjana við okkur og eiga líka heiður
skilið fyrir skilning á okkur bílafurðufuglunum

Þær misstu alveg legvatnið yfir jakkafötunum hans Sæma t.d.
Ég var eitthvað að reyna útskýra fyrir þeim úr hverju bindið hans Stefáns væri og þær lögðu sig vel fram við að skilja það.
Þegar þær komust að sannleikanum með uppruna þess, þá var rekið upp stór augu og hrist hausinn
Myndbandið var skemmtilegt en ég veit ekki með ykkur en mér finnst það hafa mátt vera lengra.
Það er hægt að horfa á svona fjör endalaust
Quotein slógu vel í gegn og er skemmtilegt að líta yfir farinn veg með svona "gullmolum" inn á milli.
Ég skemmti mér konunglega og var ekkert settur í skammarkrókinn fyrir að eiga ekki BMW...............ennþá
Konan hans Sveinbjarnar (Alpina) kom sterk inn með gríðarlegan áhuga á Mözdu
Mér tókst samt ekki að selja henni V6 bílinn minn en það mátti reyna. Hehe
Ég vil þakka kærlega fyrir mig og þakka þeim sem stóðu að þessari árshátíð, þetta var magnað
