Þetta voru alveg meiriháttar bíladagar.
kláruðum síðustu skrúfuna í bílinn hans stefáns klukkan 14.00 á föstudag.
0mín fyrir brottför.
15mín seinna var búið að mappa bílinn fyrir 4psi sem er það sem að wastegatið er stillt í
Við fórum með Turbocrew föruneytinu og var tekið ferðina á 100-110kmh steady.
6psi@2k í 5gír
Fyrir norðann var svo alveg makalaust stuð og ég veit ekki hvað.
Andskoti kalt á kvöldin enn bjórinn vermir eða það reynir maður að telja sér trú um. Fékk að keyra eina Evo 5 á landinu og get ég sagt að
holy damn hvað það var gamann. Stýrið hægra meginn enn maður vanur því.
Stefán stóð sig ágætlega að tjúna eftir fyrsta runnið á
götumílunni, skrúfaði boost controllið í vitlausa átt og var að runna 4psi
og rétt hafði e36 325i. skrúfaði svo í hina og kláraði dæmið.
var bara að ná 7psi cirka í mílunni, enn svo hækkar það á hærri snúningum, við vorum búnir að fara að tjúna aðeins hærra boost enn bensín kerfið maxað strax. Þurfum að leysa það sem fyrst. Hann og Jarlinn tóku svo smá runn og voru alveg neck n neck víst.
Ég og stefán vöknuðum svo 1klst fyrir driftið alveg þokkalega þunnir enn í fötunum síðann daginn áður. Þá keyrði ég bílinn í fyrsta skiptið
niður á driftkeppnina þar sem að ég átti að sýna mínu líka fínu listir á þessum bíl.
Það gékk ekki betur enn svo að ég snéri honum kominn hálfaleið í gegnum fyrstu beygjunna alveg búinn að gleyma 4hringir lock í lock á E30, náði að pússa ryðið aðeins í hringtorginu, og var overall betri og betri. Klárlega að 600+ dagar af engri æfingu heldur vel aftur af gæða drifti
Þannig að ég var mest í því bara að mökka feitt og gékk það vonum framar bara. Næstum búinn að keyra á dóra meira að segja.
Sýningin var góð og margir flottir á staðnum, ég skrúfaði í 335i hosu fyrir strákanna og var honum svo keyrt á sýninguna hálf tvö um nóttina.
Matti og Svarti E30 eru alveg að meika það þeir eru svo svalir.
Það var allt annað andrúmsloft á öllum bíladögum útaf tjaldsvæða banninu. Og því var ég ekkert var við neitt vesen. Bara góðir bíladagar.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
