pantaði mér tíma í pústdútl gær, voða kammó og þægilegur gæi í símanum.
ég mæti á hárréttum tíma á svæðið og labba beint að afgreiðsluborðinu. Þar sem það var enginn á undan mér og gæinn í afgreiðslunni ekki að gera neitt ,að mér vitandi, þá ber ég upp erindi mitt, að ég eigi pantaðan tíma klukkan xx:xx. Ekkert svar, semsagt algert huns frá fyrstu mínútu. Ég stend þarna eins og asni í 2-3 mínútur þegar hann kallar á einhvern annan gæa sem situr í sófa þarna við hliðiná til að sá hinn sami geti borgað fyrir þessa afbragðsþjónustu þeirra.
Þegar hann er búinn að afgreiða hinn dúddann ,sem hann kallaði sérstaklega á úr sófanum, þá snýr hann sér að mér og spyr hvert erindi mitt er.(ég var búinn að segja honum það) "ég á pantaðan tíma klukkan xx:xx" hann tekur niður þetta venjulega blaður um bílnúmer og blablabla, segir mér síðan hann kalli bara á mig þegar "hann tekur bílinn inn" ??? WTF, ég mætti á mínútunni hugsa ég og af hverju gera þeir þetta ekki bara núna? nota bene, ég var að skreppa úr vinnu til að eyða tíma í þessa vitleysu.
En jæja, hugsa ég, það getur varla verið svo löng bið....
....
....
það leið hálftími þangað til ég fékk nóg og labbaði upp að afgreiðsluborðinu og tjái öðrum afgreiðslukalli að ég nenni ekki að bíða lengur eftir þessu og ætli bara að hætta við...
NEI, fæ ég ekki bara huns númer 2, ekki einu sinni litið upp til að sjá mig labba út !!! og ég tala ekki lágt, tek það fram.
Þannig að þarna var rænt sirka 50 mínútum af mínu lífi sem ég fæ aldrei aftur
Ég hef sjaldan fengið jafn lélega þjónustu.

þið megið alveg kalla mig vælukjóa en ef það er eitthvað sem ég
gjörsamlega þoli ekki,
þá er það þegar annað fólk sóar mínum tíma.(til að bæta við þetta, þá hringdi ég niðreftir og sagði einhverjum boss þarna hvernig þjónustan væri og hann vildi meina að þetta væri ekki venjan og hann myndi koma í veg fyrir endurtekningu á þessu

...hann bað mig samt ekki afsökunar á veseninu)