bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

GunniT
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=48184
Page 1 of 1

Author:  Skúli [ Wed 17. Nov 2010 01:51 ]
Post subject:  GunniT

Mig sárvantaði kerti í bílinn hjá mér þar sem eitt var brotið og bíllinn gekk truntugang, ég spurði Gunna hvort hann gæti reddað mér þessu.

Hann svaraði ekkert mál og tók kerti úr auka mótor sem hann átti og tók með sér vinnuna handa mér.

Hann rukkaði mig ekki einu sinni fyrir kertin og ég þekki hann ekki neitt.

Bara topp náungi :thup:

Author:  ingo_GT [ Thu 18. Nov 2010 13:17 ]
Post subject:  Re: GunniT

Hef verslað nokkra bíla af Gunna og allt 100% staðið hjá honum og ég hef alltaf fengið að borga í pörtum,
Og hann hefur líka verslað vara hluti af mér og ég oftast gefið honum þá og ég hef alltaf fengið hjá honum einhvað annað í staðinn,Síðan er hann mjög hjálp samur :)

Author:  Axel Jóhann [ Fri 19. Nov 2010 00:30 ]
Post subject:  Re: GunniT

Hann verslaði af mér felgur, hringdi, kom og borgaði cash uppsett verð, einmitt eins og ég vill hafa þetta. Sanngjarn í þeim viðskiptum sem ég hef átt við hann. :thup:

Author:  maxel [ Sun 30. Jan 2011 16:18 ]
Post subject:  Re: GunniT

fínt að díla við hann

Author:  Djofullinn [ Mon 31. Jan 2011 14:25 ]
Post subject:  Re: GunniT

Ég hef átt mikið af viðskiptum við Gunna, selt og keypt af honum hluti og bíla.

Hann er einhver almennilegasti gaur sem ég hef kynnst! Alltaf til í að redda öllu og bíðst til að redda hlutum sem maður myndi aldrei ætlast til að hann gerði :thup:

Til að nefna eitt dæmi keyptum við konan af honum Audi A3 og það þurfti að laga handbremsuna sem hann ætlaði að sjá um að laga. Einnig var spyrnufóðring orðin slöpp.
Við vorum að fara erlendis og hann bauðst til að taka bílinn á meðan, sótti bílinn á flugvöllinn, lagaði handbremsuna og í leiðinni skipti hann um fóðringuna (sem var aldrei samið um að hann myndi gera), rétti stýrisenda sem konan mín náði að beygla stuttu áður og til að toppa allt ÞREIF hann bílinn í leiðinni og skilaði honum síðan aftur á flugvöllinn :shock:
Og hann bauðst meira að segja til þess að fara með bílinn fyrir okkur í skoðun í leiðinni en náði því síðan reyndar ekki.

Ótrúlegur gaur :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup:

Author:  Jón Ragnar [ Mon 31. Jan 2011 14:39 ]
Post subject:  Re: GunniT

Djofullinn wrote:
Ég hef átt mikið af viðskiptum við Gunna, selt og keypt af honum hluti og bíla.

Hann er einhver almennilegasti gaur sem ég hef kynnst! Alltaf til í að redda öllu og bíðst til að redda hlutum sem maður myndi aldrei ætlast til að hann gerði :thup:

Til að nefna eitt dæmi keyptum við konan af honum Audi A3 og það þurfti að laga handbremsuna sem hann ætlaði að sjá um að laga. Einnig var spyrnufóðring orðin slöpp.
Við vorum að fara erlendis og hann bauðst til að taka bílinn á meðan, sótti bílinn á flugvöllinn, lagaði handbremsuna og í leiðinni skipti hann um fóðringuna (sem var aldrei samið um að hann myndi gera), rétti stýrisenda sem konan mín náði að beygla stuttu áður og til að toppa allt ÞREIF hann bílinn í leiðinni og skilaði honum síðan aftur á flugvöllinn :shock:
Og hann bauðst meira að segja til þess að fara með bílinn fyrir okkur í skoðun í leiðinni en náði því síðan reyndar ekki.

Ótrúlegur gaur :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup:



:shock:

Hef aldrei verslað af GunnaT en þetta er allavega hvetjandi

Author:  Eyberg [ Mon 31. Jan 2011 22:38 ]
Post subject:  Re: GunniT

Sammála öllumér að ofan.

Verslaði bíl af honum og það hefur allt staðist hjá honum og gott að eiga viðskipti við hann.

Takk fyrir mig :thup:

Author:  gstuning [ Mon 31. Jan 2011 23:56 ]
Post subject:  Re: GunniT

Hef selt honum nokkra hluti og aldrei neitt vesen.

Author:  bErio [ Tue 01. Feb 2011 08:33 ]
Post subject:  Re: GunniT

Hef keypt af honum og selt honum hitt og þetta
Frábær gæi

Author:  xripton [ Thu 10. Feb 2011 16:57 ]
Post subject:  Re: GunniT

Verslaði lip af honum í dag fékk góðar leiðbeiningar til að komast til hans Fínt að versla við hann :D

Author:  srr [ Sat 21. Dec 2013 00:01 ]
Post subject:  Re: GunniT

Búinn að versla af mér ýmislegt í gegnum tíðina.
Þó meira eftir að ég fór að rífa nýmóðins bíla :lol:

Alltaf hægt að treysta því sem Gunni segir. A+ frá mér :thup:

Author:  gunnar [ Sat 21. Dec 2013 14:11 ]
Post subject:  Re: GunniT

Keypti E36 af mér á Akureyri. Þvílíkt toppnæs gæi, afar gott að eiga viðskipti við hann.

Author:  maxel [ Thu 26. Dec 2013 22:57 ]
Post subject:  Re: GunniT

Sama og venjulega, klassagaur

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/