bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Pelican Parts https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=47870 |
Page 1 of 3 |
Author: | SteiniDJ [ Sat 30. Oct 2010 10:07 ] |
Post subject: | Pelican Parts |
Er ekki í góðu að setja erlendar vefverslanir hingað inn? Annars hef ég verslað við pelican parts í nokkur skipti. Í fyrsta skiptið þá var ég með svolítið bras með hvert ég lét senda vörurnar og tóku þeir vel í það. Síðan þá hef ég verslað mikið af þeim og hafa þeir verið MJÖG sanngjarnir í verði, verið með góðar vörur og sent ódýrt til landsins. Lenti í smá veseni þegar ég þurfti að fá pakka til landsins eins fljótt og auðið var (borgaði aukalega fyrir það), en það klúðraðist útaf USPS sem sendu pakkann viku eftir að þeir fengu hann í hendurnar. ![]() Gott CS, hafa verið mjög fljótir að svara og þeir eiga það til að double-tékka það sem þú ert að kaupa og bera það saman við bílinn sem hlutirnir eiga að fara í og sjá til þess að þú sért að kaupa rétt. Gott fyrir svona kjána eins og mig. ![]() |
Author: | Twincam [ Sat 30. Oct 2010 10:41 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Mér finnst einmitt mjög sniðugt að sett séu feedback um erlendar síður, sem viðkoma bmw, því oft er fólk að taka ansi stórar áhættur með að borga einhverjum gúbbum úti í heimi peninga og hafa ekki hugmynd um hvort von sé á að fá vöruna yfirhöfuð í hendurnar. |
Author: | Einarsss [ Sat 30. Oct 2010 11:48 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Hef einnig verslað mikið við þá, allt staðist og í eitt skiptið gleymdist að setja eina vöruna í pakkann. Það var nóg að senda þeim e mail og þeir sendu þetta til mín strax án kostnaðar fyrir mig og vesens. Mæli með þeim ![]() |
Author: | Aron Fridrik [ Tue 02. Nov 2010 10:17 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Pabbi hefur pantað í mikið porsche frá þeim. Þeir hafa stundum ekki átt vöruna á lager en þeir redda því á núll einni og eru fljótir að senda (innan USA) og persónuleg þjónusta hjá þeim. Topp fyrirtæki ! |
Author: | JonHrafn [ Wed 03. Nov 2010 17:56 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Flott fyrirtæki. Það var smá bið eftir OEM hlut sem þeir áttu ekki á lager, tók að mig minnir viku að redda því og síðan sent til mín. Sáttur |
Author: | kalli* [ Thu 09. Dec 2010 23:23 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Voruð þið allir beðnir um að senda mynd af kreditkortinu ykkar til þeirra líka ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 12. Dec 2010 17:20 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
kalli* wrote: Voruð þið allir beðnir um að senda mynd af kreditkortinu ykkar til þeirra líka ![]() WHAT ????????? |
Author: | jon mar [ Sun 12. Dec 2010 17:51 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Alpina wrote: kalli* wrote: Voruð þið allir beðnir um að senda mynd af kreditkortinu ykkar til þeirra líka ![]() WHAT ????????? Finnst þetta einmitt hljóma mjög óeðlilegt ![]() |
Author: | kalli* [ Sun 12. Dec 2010 20:49 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Talaði við þá, sögdu að það þyrfti bara að sjást seinustu 4 stafir, finnst það samt asnalegt miðað við það að ég notaði paypal til að borga. |
Author: | SteiniDJ [ Sun 12. Dec 2010 20:54 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Þú blurrar allt nema síðustu fjóra. Ekki nokkrar líkur á að þeir nái að ruppla af þér kortanúmerinu þannig. Þeir gera þetta við first-time international viðskiptavini. |
Author: | Árni S. [ Mon 13. Dec 2010 01:24 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
ég var að ganga frá pöntun frá þeim og ég þurfti ekki að gera þetta... fyrsta skipti sem ég panta frá þeim með þessu korti.... |
Author: | gulli [ Mon 13. Dec 2010 01:26 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Ég var nú að skoða yfir síðunna hjá þeim,, finnst þeir ekkert sérlega ódýrir ![]() |
Author: | kalli* [ Mon 13. Dec 2010 01:58 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
Þetta eru mjög sanngjörn verð hjá þeim satt að segja. Sérstaklega þegar það eru engin tollar á varahluti. |
Author: | SteiniDJ [ Mon 13. Dec 2010 14:51 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
gulli wrote: Ég var nú að skoða yfir síðunna hjá þeim,, finnst þeir ekkert sérlega ódýrir ![]() Þeir eru að bjóða upp á Genuine/OEM parta á hlægilegu verði. Hvar færðu þá á billegra verði? |
Author: | Alpina [ Mon 13. Dec 2010 18:21 ] |
Post subject: | Re: Pelican Parts |
SteiniDJ wrote: gulli wrote: Ég var nú að skoða yfir síðunna hjá þeim,, finnst þeir ekkert sérlega ódýrir ![]() Þeir eru að bjóða upp á Genuine/OEM parta á hlægilegu verði. Hvar færðu þá á billegra verði? Alveg laukrétt hjá Steina DJ.. þetta er virkilega á góðu verði hjá þeim |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |