bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 29. Mar 2024 08:54

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 56 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4  Next
Author Message
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 22:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
TheGreat wrote:
bara láta vita að Bjarki hérna á kraftinum er hálviti. Hann seldi mér einn e34 535, svo þegar ég er búinn að eigan í svona 2 vikur tek ég eftir því að hann er alltaf að tæma vatnið af sér, sá engan leka og allt benti á það að heddpekkninginn væri farinn, ég tek heddið af og já hún var ónýt og ekki bara það heldur líka rocker armarnir og knastás, svo fór ég með heddið í kistufell og lét prófa heddið og þá er það handónýtt. svo ég vill bara vara fólk við hérna á kraftinum að EKKI kaupa bíl af þessum mannasna, Bjarka. og hann kemur ekkert á móti við mann


Það eru mörg lögmál í heiminum, sum standast en önnur ekki.
Hvort Bjarki sé hálviti eða ekki get ég ekki dæmt um en
...gamlir bílar bila. Það get ég dæmt um enda oft lent í slíku og ávalt lagað bilaða bíla enda leiðast mér uppgjafabifvélavirkjar.
=> Gamlir bílar bila!

Þegar haft er samband við mann 4 vikum eftir sölu þá er mjög erfitt að koma til móts við menn þegar bifreið er seld á mjög sanngjörnu verði. Beinskiptur 535i með sportsætum, nýskoðaður, allt nýtt í bremsum og fleira og fleira!

Veit ekki hvort sá er það ritar sem hér að ofan stendur sé kaupandi bílsins eða faðir hans en það var aðeins faðir hans sem hringdi í mig. Vildi láta kaupin ganga til baka og var með sögur frá bifvélavirkjum á suðurnesjum að bíllinn væri í raun allur ónýtur. Vélin með öllu ónýt, bifvélavirkinn heyrði það t.a.m. að lega væri farinn í kjallara og mótorinn þ.a.l. úrbræddur. Heyrði ekki meira af legumálinu.
Faðirinn bar því við að strákurinn væri svo ungur og væri í skóla og ynni með skólanum og að þetta væri alltof dýrt að reka svona bíl og að hann hefði alltaf verið mótfallinn þessum kaupum. Ég tjáði honum að ég gæti ekki tekið þátt í uppeldinu á hans börnum en sjálfur hefði ég átt marga gamla BMW'a og þeir hafa flestir bilað, bæði lítið og mikið.
Áður en ég keypti minn fyrsta bíl skoðaði ég útreikninga FÍB á því hvað kostaði að reka bíl, ég hringdi í varahlutaverslanir og spurði um verð á algengum slitflötum en lista yfir algenga slitfleti fékk ég með því að lesa spjallborð. Svo keypti ég viðgerðarmanual og las yfir hann. Að þessu loknu sá ég að ég gat keypt bíl sem mögulega myndi bila meira en vísitölubíll en myndi án efa gera meira fyrir mig en aðrir bílar.

Ég skipti um ventlalokspakkningu í bílnum og sá ekkert athugavert við knastás eða rockerarma. Þegar ég seldi bílinn þá var hann í góðu lagi. Virkni vélar var mjög góð, engin hitavandamál eða annað sem gat bent til þess að heddpakkning væri ónýt.....enda hefði ég þá rifið heddið af samdægurs.

Ég kýs ekki að nota svona stór lýsingarorð eins og TheGreat en harma þetta mjög en verri hlutir hafa gerst.
En ég hvet fólk til að skoða þá bíla sem ég auglýsi sérstaklega vel áður en kaup eiga sér stað!!
Lengi skal manninn reyna

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 22:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Maggi B wrote:
Ég tengist þessu máli ekki neitt. en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé einhvað svona. þetta feedback svæði er algerlega ónothæft því að ef einhver af þessum "frægu" bmw gaurum fær vont repp þá hoppa allar sleikjurnar í vörn og reyna að ógilda kvörtun fyrsta póstara með því að segja að þeir hafi aldrei lent í veseni.


Fyrirgefðu en hvað er óeðlilegt við að þegar maður sem ég hef t.d. þekkt í ein 8ár og það af engu öðru en heilindum og sanngirni er sakaður um að vera svikari að ég taki upp hanskan fyrir hann eða telji söguna ekki fyllilega sagða?

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 22:57 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Maggi B wrote:
Ég tengist þessu máli ekki neitt. en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé einhvað svona. þetta feedback svæði er algerlega ónothæft því að ef einhver af þessum "frægu" bmw gaurum fær vont repp þá hoppa allar sleikjurnar í vörn og reyna að ógilda kvörtun fyrsta póstara með því að segja að þeir hafi aldrei lent í veseni.


Hvað meinarðu? Á feedback bara að vera fyrir þá sem eru með slæmt orðspor? Er ekki einmitt málið að það komi fram þegar um heiðarlega menn er að ræða?

En án þess að ég viti um þetta mál, þá get ég vottað það að Bjarki sem rætt er um ER stríheill náungi og hann hefur pottþétt ekki látið bílinn fara frá sér vitandi að hann væri í þessu ásigkomulagi.

Hitt er annað mál hvort þetta kom til vegna bilunar sem var til staðar við sölu, eða gerðist eftir söluna. Ef kaupandi getur komið með einhver haldbær rök fyrir því að bilunin hafi verið til staðar við kaupin, þá er ég viss um að Bjarki myndi koma til móts á einhver hátt. En þessi bilun er þannig að ef ég hefði selt bílinn vitandi að hann væri í lagi þá væri ég einnig tregur til að stökkva til og endurgreiða manninum. Það er hægt að rústa svona heddpakkningu/heddi á núll-einni með að láta það ofhitna.

Varðandi það að knastás og rokkerarmar séu ónýtir, þá mætti gjarnan fylgja útskýring á því hvernig það er ónýtt. Það er 15 mínútna verk að athuga slíkt ef eitthvað hefur verið vafasamt með það fyrir kaup. Kippa ventlalokinu af og skoða. Þetta eyðileggst ekki á 2 vikum nema vanti olíu á dótið.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 22:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Mar 2009 14:06
Posts: 2687
Endaði með 100 þúsund króna reikning í viðgerð mánuð eftir að ég keypti bílinn (ég er námsmaður), ekki fór ég samt út og suður að kalla árnabirni illum nöfnum, svona gerist bara og ef að menn eru ekki tilbúnir út í þetta þá ættu þeir bara hreinlega ekkert að fá sér BMW. :mrgreen:

Ath. ég er enginn ríkur andskoti svo þessi viðgerð var alveg högg á mig.

_________________
Image
'01 e46 320Ci
Seldir - '96 e39 540i | e36 M50B25 Compact | 99' BMW 316i Compact | '91 e34 520i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 23:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2009 23:46
Posts: 2822
Location: 112 RVK, E30 city
TheGreat wrote:
bara láta vita að Bjarki hérna á kraftinum er hálviti. Hann seldi mér einn e34 535, svo þegar ég er búinn að eigan í svona 2 vikur tek ég eftir því að hann er alltaf að tæma vatnið af sér, sá engan leka og allt benti á það að heddpekkninginn væri farinn, ég tek heddið af og já hún var ónýt og ekki bara það heldur líka rocker armarnir og knastás, svo fór ég með heddið í kistufell og lét prófa heddið og þá er það handónýtt. svo ég vill bara vara fólk við hérna á kraftinum að EKKI kaupa bíl af þessum mannasna, Bjarka. og hann kemur ekkert á móti við mann



Djöfuls pulsa ertu, varst það ekki þú sem gast ekki beðið eftir bílnum ?


Hringjandi daginn út og inn, ég var þarna í skúrnum á þeim tíma.


Ég lenti í sama veseni með minn bíl, nokkrum dögum eftir að ég keypti hann var heddið rifið og knastás ónýtur, 16 ára skólastrákur og ekki kom ég vælandi á Kraftinn að bíllinn væri bilaður, nýbúinn að kaupa.


Kauptu bara annað hedd, pakkningarsett og drullaðu þessu á bílinn, og vinsamlegast haltu þig af þessu spjallborði ef þú getur ekki verið eins og maður.

_________________
BMW E30 325i Coupe
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 23:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10992
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Það þarf ekki fleiri orð um þetta mál en þessi fjögur:

Bjarki Hallsson er toppnáungi.

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 23:40 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
tinni77 wrote:
Djöfuls pulsa ertu, varst það ekki þú sem gast ekki beðið eftir bílnum ?

Kauptu bara annað hedd, pakkningarsett og drullaðu þessu á bílinn, og vinsamlegast haltu þig af þessu spjallborði ef þú getur ekki verið eins og maður.


Það er nú allt í lagi að spara stóru orðin... þó svo að þetta hafi ekki byrjað sem best frá höfundi þá er um að gera að halda þessu á kurteisu nótunum.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 23:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Nov 2005 13:10
Posts: 3836
Location: Vík í Mýrdal
Er þetta ekki bara svipað dæmi og Svenni Pez???


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Thu 07. Oct 2010 23:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
saemi wrote:
tinni77 wrote:
Djöfuls pulsa ertu, varst það ekki þú sem gast ekki beðið eftir bílnum ?

Kauptu bara annað hedd, pakkningarsett og drullaðu þessu á bílinn, og vinsamlegast haltu þig af þessu spjallborði ef þú getur ekki verið eins og maður.


Það er nú allt í lagi að spara stóru orðin... þó svo að þetta hafi ekki byrjað sem best frá höfundi þá er um að gera að halda þessu á kurteisu nótunum.


Það hafa nú sést ansi svæsnari ummæli en þetta sem tinni lét fara frá sér :?

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Fri 08. Oct 2010 00:01 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Alpina wrote:
Það hafa nú sést ansi svæsnari ummæli en þetta sem tinni lét fara frá sér :?


Já svo sannarlega. En er einhver ástæða til að fara niður á slíkt plan hér líka?

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Fri 08. Oct 2010 01:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
saemi wrote:
Alpina wrote:
Það hafa nú sést ansi svæsnari ummæli en þetta sem tinni lét fara frá sér :?


Já svo sannarlega. En er einhver ástæða til að fara niður á slíkt plan hér líka?


NEI

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Fri 08. Oct 2010 07:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Alpina wrote:
Zed III wrote:
Mín 2 cent væru á þá leið að seljandi væri leiður að hafa selt gallaða vöru (eða amk tæpa vöru), viljandi eða óviljandi og kæmi til móts við kaupanda frekar en að bera fyrir sig lögfræði. Bílar eru auðvitað gamlir en það er nú meiriháttar tilviljun að upp komi stór bilun innan 2-3 vikna frá kaupum.

Réttlæti ekki ranglæti !!!

Þetta er mitt álit og það er algilt.


En ef bíllinn fékk slæma meðferð ,,vélarlega séð ((sem ég hef ekki hugmynd um ))


Þú ert ekki alveg svona sinnis í krónuþræðinum :o


og ég sem hélt ég væri sanngirnin uppmáluð í krónuþræðinum :?

Ef bíllin fær slæma meðferð þá eykur það líkur á bilun og kaupandi verður bara að eiga það við sjálfan sig. Það getur ekki verið á ábyrgð seljanda.

Miðað við svarið frá Bjarka þá mátti hann ekki vita að þetta væri eitthvað tæpt þ.a. hann er ekki að reyna að svindla á neinum.

Væri samt gott að vita til þess að það væri komið til móts við þetta, finna fyrir hann ódýra viðgerðarmenn og slíkt.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Fri 08. Oct 2010 12:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Maggi B wrote:
Ég tengist þessu máli ekki neitt. en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé einhvað svona. þetta feedback svæði er algerlega ónothæft því að ef einhver af þessum "frægu" bmw gaurum fær vont repp þá hoppa allar sleikjurnar í vörn og reyna að ógilda kvörtun fyrsta póstara með því að segja að þeir hafi aldrei lent í veseni.


Ég tel þetta vera nokkuð eðlileg viðbrögð þegar menn tjá sig með svona siðleysu. Skil að menn verða ósáttir með að lenda í svona, en það er engin hjálp í því að láta svona. Það er alltaf áhætta í því að kaupa notaðan bíl og þá sérstaklega þegar hann er kominn á besta aldur og ef menn eru ekki tilbúnir í hana, þá stendur þeim alltaf til boða að versla nýrri bíl á sambærilegu verði.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Fri 08. Oct 2010 14:36 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 20. Aug 2010 02:27
Posts: 19
srr wrote:
Það þarf ekki fleiri orð um þetta mál en þessi fjögur:

Bjarki Hallsson er toppnáungi.


ég er samála þessu og er þetta blái 535i sem bjarki átti

_________________
Birkir örn
Bmw 525i 93' e34


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bjarki er hálviti
PostPosted: Fri 08. Oct 2010 15:54 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Tue 22. Apr 2008 16:20
Posts: 1318
Location: Selfoss
Verslaði af Bjarka felgur... og var hann það almennilegur að skutlast með þær á Selfoss fyrir mig.

Svo það eina sem ég hef að segja um hann er ekkert nema fínt. :)

_________________
Enginn bíll eins og er.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 56 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group