bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Wanli dekk https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=47294 |
Page 1 of 2 |
Author: | gunnar [ Thu 30. Sep 2010 23:22 ] |
Post subject: | Wanli dekk |
Datt í hug að henda þessu hérna inn á spjallborðið þar sem þetta er nú feedbacksvæði. Ég vil hvetja menn til að forðast Wanli vetrardekk (hef ekki reynslu af sumardekkjunum). Ég fékk svona dekk í hendurnar núna nýlega og setti þetta undir Subaru hjá mér. Allt hjólastillt og flott en það var rosalega slag í öllu og bíllinn hristist mikið við akstur. Fór á dekkjaverkstæðið og hélt að felgurnar væru skakkar. Náð var í eigandann og hann fór bara að hlæja. Sagði að þetta væri nú ekki fyrsta skiptið sem hann lenti í þessu með Wanli dekk. Hann sagði að þessi dekk væru ljóti viðbjóðurinn. Talaði um að þau ómöguleg í hjólastillingu, breyttust bara dag frá degi og héldu illa lögun sinni. Misslitna líka samkvæmt honum og þegar ég fór að skoða dekkin hjá mér þá var það rétt. Bara smá dekkja feedback svo menn lendi ekki á þessu. Hef verið að sjá að Hagkaup er að selja þetta og margir á er.is eru líka að selja svona dekk sem ég hef séð undanfarið. |
Author: | srr [ Thu 30. Sep 2010 23:25 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Var amk selt hjá N1 líka Ódýr dekk = Léleg gæði, þannig er það bara í dekkjaheiminum. Simple as that. |
Author: | Alpina [ Thu 30. Sep 2010 23:43 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
bErio wrote: Er með vetradekk af sortinni Wanli 205/55/16 og mjög heilleg set 50k á þetta 7723746 ![]() ![]() |
Author: | Maggi B [ Thu 30. Sep 2010 23:46 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Er með svona undir bílnum hjá konunni. 3 árið í röð. hefur ekki verið neitt vandamál og eru mjög góð í snjó |
Author: | gunnar [ Thu 30. Sep 2010 23:52 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Maggi B wrote: Er með svona undir bílnum hjá konunni. 3 árið í röð. hefur ekki verið neitt vandamál og eru mjög góð í snjó Gott að einhver hefur góða reynslu af þessu, Langar þig ekki að kaupa settið hjá mér? Ekki hálsslitið og fínt? ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Fri 01. Oct 2010 01:44 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Ég var með svona undir e34 520i og það alveg SVÍNvirkaði ekkert víbringur eða vesen, bara fín dekk af minnir reynslu allavega, en hvaða stærð er þetta sem þú átt? Mig vantar kannski vetrardekk á e34? ![]() |
Author: | Dóri- [ Fri 01. Oct 2010 04:16 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
er með svona dekk undir subaru hjá mér og mér finnst þetta bara mjög fínt. Þess má líka geta að ég var með svona dekk undir peugeot sem ég fór tæpa 4þúsund kílómetra um evrópu á þ.a.m. autobahn á sub 200kmh í svona 1400km og þetta hélt lögunn sinni. og það var meiraðsegja vetrardekk ![]() vill bæta við að ég var á góðum sumardekkjum að framan |
Author: | Alpina [ Fri 01. Oct 2010 07:05 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Það eru WANLI dekk undir 300CE hjá frúnni .... þeas sumardekk þetta er svo hart að eftir 3 sumur sér ekki á þeim , ![]() ![]() á 80 km hraða í bleytu við snögghemlun kikkar ABS inn ![]() ![]() vægast sagt STÓRHÆTTULEG dekk við vissar aðstæður en endingin er á slíku plani að engin önnur dekk komast nálægt ... enda er plast innihaldið eflaust gríðarlega hátt |
Author: | kalli* [ Fri 01. Oct 2010 10:40 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Ég er með Wanli dekk að aftan en svo eru einhver önnur dekk sem ég man ekki hvað heita að framan, gæti þetta verið að valda víbringinn í bílnum hjá mér ? Búinn að hjólastilla, balancera nokkrum sinnum og þessi titringur er alltaf þarna. ![]() |
Author: | gunnar [ Fri 01. Oct 2010 12:36 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
kalli* wrote: Ég er með Wanli dekk að aftan en svo eru einhver önnur dekk sem ég man ekki hvað heita að framan, gæti þetta verið að valda víbringinn í bílnum hjá mér ? Búinn að hjólastilla, balancera nokkrum sinnum og þessi titringur er alltaf þarna. ![]() Myndi prufa það, Bíllinn hjá mér hristist og hoppaði gífurlega. |
Author: | Aron Fridrik [ Fri 01. Oct 2010 13:24 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
var með Wanli á 325i, 2 vetra í röð og það voru bestu vetrardekk sem ég hef notað ![]() |
Author: | Twincam [ Fri 01. Oct 2010 21:08 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Fyrir mitt leiti, þá er ég mjög ánægður með þau Wanli Winter Challenger dekk sem ég hef átt... hef verið með nokkra ganga af þessu undir nokkrum mismunandi bílum. Finnst þau alveg þrælvirka í snjó... og hef ekki lent í neinu veseni með svona dekk hingað til... 7-9-13 |
Author: | Axel Jóhann [ Sat 02. Oct 2010 05:27 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
kalli* wrote: Ég er með Wanli dekk að aftan en svo eru einhver önnur dekk sem ég man ekki hvað heita að framan, gæti þetta verið að valda víbringinn í bílnum hjá mér ? Búinn að hjólastilla, balancera nokkrum sinnum og þessi titringur er alltaf þarna. ![]() Pick up your felgz! Annars fer ég að freistast til að spóla þær niður! ![]() |
Author: | kalli* [ Sat 02. Oct 2010 18:06 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Axel Jóhann wrote: kalli* wrote: Ég er með Wanli dekk að aftan en svo eru einhver önnur dekk sem ég man ekki hvað heita að framan, gæti þetta verið að valda víbringinn í bílnum hjá mér ? Búinn að hjólastilla, balancera nokkrum sinnum og þessi titringur er alltaf þarna. ![]() Pick up your felgz! Annars fer ég að freistast til að spóla þær niður! ![]() Hahah ![]() ![]() |
Author: | Ásgeir [ Sun 03. Oct 2010 23:35 ] |
Post subject: | Re: Wanli dekk |
Síðan fyrir þá sem vilja forðast þau þá eru þetta alveg sömu dekk og Sunny og Fortuna. Annars er þetta selt í Vöku og það eru margir ánægðir með þetta, þó ég mundi aldrei nota þau. Aðallega samt strákarnir sem eru að skipta og balancera sem þola þau ekki, getur verið pirrandi að balancera þau. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |