bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

jon mar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=44517
Page 1 of 1

Author:  jens [ Fri 30. Apr 2010 23:59 ]
Post subject:  jon mar

Keypti af honum olíupönnu, topp þjónusta, vel pakkað, fljótt í póst og kom upp að dyrum :thup:
Hef áður keypt drif og það var sama sagan.

Author:  takecover [ Sat 01. May 2010 09:39 ]
Post subject:  Re: jon mar

keyfti af honum front lip seinasta sumar og líka stefnuljós í vor, var voða jákvæður fljót farið í póst og vel pakkað... mjög fint að eiga viðskifti við hann

Author:  Andri Fannar [ Sun 02. May 2010 00:20 ]
Post subject:  Re: jon mar

Eðalmaður :thup:
Hefur skipt um ballansstangarenda, bremsuklossa og lagað handbremsu og fleira hjá mér.

Klikkar aldrei :wink:

Author:  agustingig [ Fri 07. May 2010 01:09 ]
Post subject:  Re: jon mar

Toppgaur, Mjög flott þjónusta, Seldi engum öðrum hlutinn þó svo að ég hafi verið tregur að borga, síðan fæ ég þetta daginn eftir að ég borga honum allveg full inn pakkað, var 15min að rífa þetta úr pakkanum :thup: topp þjónusta, Ráðlegg öllum að hika ekki við að versla við maninn :wink:

Author:  JOGA [ Fri 14. May 2010 10:33 ]
Post subject:  Re: jon mar

Hef verslað við nafna nokkru sinnum. Þó orðið svolítið síðan seinast.

Keypti af honum E30 dót. Ljós og fleira smádót. Var sent við hæl og úber vel pakkað inn og prófesjónal. Bara gaman að fá svona flotta sendingu.

Keypti svo af honum ix E30 varahlutabíl. Hann var voða þægilegur í þeim viðskiptum. Sótti mig á flugvöllinn fyrir Norðan og var búinn að sjá til þess að bíllinn yrði ökuhæfur fyrir ferðina í bæinn, redda dekki og veseni sem margir hefðu ekki nennt að standa í og var ekki sértaklega umsamið við kaupin.

Fær fullt hús stiga frá mér :thup:

Author:  Twincam [ Mon 17. May 2010 20:21 ]
Post subject:  Re: jon mar

Eðal fínn gaur... ég seldi (sendi) honum bílinn minn norður í tvö ár ... hann keypti fullt af dýrum varahlutum í hann sem ég fékk svo með honum þegar ég keypti (sótti) bílinn aftur til hans... :mrgreen:

Svo höfum við líka átt nokkur bílaviðskipti í viðbót.. allt í góðu með það allt saman...

Author:  Danni [ Wed 19. May 2010 22:44 ]
Post subject:  Re: jon mar

Var að kaupa af honum stýri og framljós. Topp þjónusta. A++++


Reyndar var þetta alveg of vel pakkað inn. Ég var ekkert smá lengi að opna þetta :lol:

Author:  agustingig [ Sat 22. May 2010 04:42 ]
Post subject:  Re: jon mar

Danni wrote:
Var að kaupa af honum stýri og framljós. Topp þjónusta. A++++


Reyndar var þetta alveg of vel pakkað inn. Ég var ekkert smá lengi að opna þetta :lol:


:lol: x2

Author:  Bjarkih [ Mon 24. May 2010 17:50 ]
Post subject:  Re: jon mar

Tek undir öll jákvæð ummæli, ekkert nema þægilegt að eiga viðskipti við hann.

Author:  jon mar [ Tue 25. May 2010 01:19 ]
Post subject:  Re: jon mar

strákar, takk fyrir mig. :D Eina sem ég er að reyna að gera er að koma dótinu óskemmdu á milli landshluta, virðist virka vel :mrgreen: 8)

Author:  Villijóns [ Sun 13. Jun 2010 20:49 ]
Post subject:  Re: jon mar

frændi klikkar ekki. AA plús á kappann, Hann er meir að segja tilbúinn að endasendast landshorna á milli til að ná í bíla fyrir mann. Klárlega fagmaður í póstþjónustu

Author:  ValliB [ Wed 03. Aug 2011 19:27 ]
Post subject:  Re: jon mar

Fékk camberplötur í hendurnar og ætlaði að ráðast í að henda þeim í eina helgina, var svo boðin vinna alla þá helgi.

Vissi að hann væri með svona plötur í sínum bíl og spjallaði við hann. Úr varð að ég lét hann hafa bílinn (hann reyndar enn sofandi á þeim tíma svo ég spjallaði bara við pabba hans held ég)

Flott vinna, þegar ég kom tilbaka um kvöldið var hann búinn að stilla plöturnar í bílnum hjá mér í þokkabót :)

Algóður gæi :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/