bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

kvikkfixx
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=42166
Page 1 of 4

Author:  IngóJP [ Thu 07. Jan 2010 11:45 ]
Post subject:  kvikkfixx

Fór þarna í gær með vinnubílinn hef verið að borga um 20-25 þúsund fyrir smur á honum Max1.

Rétti manninum í afgreiðslunni kortið 11.285 krónur :shock:

9,7 L af 10-40 olíu 422 per líter
Olíusía
Rúðuvökvi 80 krónur per líter
2 H7 framljósaperur
Smurt í lyftuna.
Ásamt tjekkað á öllu drifi skiptingu kælivökva ásamt öðru ég er bara sáttur með þetta verð

Og bara gott að fá kaffi og vöfflur á meðan maður bíður :thup:

Author:  Axel Jóhann [ Mon 11. Jan 2010 18:05 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Þetta er BARA GOTT VERÐ!

Til samanburðar kostar líterinn af 10-40 niðrí vinnu hjá mér 1080kr og rúðupiss 210kr líterinn.



Þetta er örugglega það ódýrasta sem ég hef séð!

Author:  gulli [ Mon 11. Jan 2010 18:26 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Og hvar fer maður til að fá þessa þjónustu :?: :?:

Já.is segir að "ekkert finnst" :?

kveðja Gulli

Author:  Benzari [ Mon 11. Jan 2010 18:32 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Gulli wrote:
Og hvar fer maður til að fá þessa þjónustu :?: :?:

Já.is segir að "ekkert finnst" :?

kveðja Gulli



http://ja.is/hradleit/?q=5751500
Vesturvör 30
200 Kópavogi
Bakvið standsetningu Toyota.

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 14. Jan 2010 09:15 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Sendi frúnna með bíl þangað... helmingi ódýrara en það sem ég borgaði síðast fyrir smurningu á sama bíl hjá Max1.
Skiptu um perur og svona pillerí sem maður er alltaf "á leiðinni" að fara að gera ... það var ekki gert hjá Max1, mér var ekki einu sinni boðið það.

Konan var allavegana mjög sátt og mælir eindregið með þeim.

Author:  dropitsiggz [ Fri 19. Mar 2010 13:31 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Verðið hjá þeim er kannski ekki hátt, en ekki mun eg fara aftur þangað samt, finnst óþæginlegt að geta ekki horft á bílinn þegar það er verið að smyrja hann, og svo þegar að ég kom heim þá kíkti ég í húddið og þá gleymdu þeir að láta xenon peruna aftur í og hún lá bara þarna :roll: ...
Frekar ætla ég bara að halda mig við Max1, þeir hafa alltaf gert allt 100% fyrir mig.

Author:  loffinn [ Sat 07. Aug 2010 13:37 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

hvaða olíu og síur nota þeir ? eru menn ekki bara að fá það sem þeir borga fyrir?.....kaffi og kleinur :)

Author:  sosupabbi [ Sat 07. Aug 2010 15:34 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

loffinn wrote:
hvaða olíu og síur nota þeir ? eru menn ekki bara að fá það sem þeir borga fyrir?.....kaffi og kleinur :)

Ekki gleyma matarolíunni.

Author:  Aron Fridrik [ Sat 07. Aug 2010 21:30 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

loffinn wrote:
hvaða olíu og síur nota þeir ? eru menn ekki bara að fá það sem þeir borga fyrir?.....kaffi og kleinur :)


þeir nota Eurol sem þeir flytja inn sjálfir..

það er einhversstaðar póstur fr´aþeim hérna á kraftinum með ljósriti af blaði þar sem BMW gefur grænt ljós á olíuna þeirra..

Author:  ///MR HUNG [ Sat 07. Aug 2010 22:08 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Alveg er það merkilegt að þegar eitthvað fæst á gáfulegra verði þá er það ómögulegt.

Þeir eru að nota olíu sem er viðurkennd af BMW og ég fór þarna um daginn með 330d og borgaði 9000 kall og tróð í mig nýbökuðum vöflum og hékk á netinu á meðan ég beið og krakkarnir fengu nammi.

Ætla ekki einusinni að segja ykkur hvað smurningin átti að kosta á öðrum stöðum :shock:

Og ég fer framvegis þangað í smurningu :thup:

Author:  Hannsi [ Sun 08. Aug 2010 18:44 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Þetta er ódýrasta olíuverð per líter sem ég hef nokkurntíman séð hérna heima :o

Author:  JOGA [ Mon 09. Aug 2010 09:39 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Ég hef farið með tvo vísitölubíla til þeirra og er mjög sáttur :thup:

Fer líklega með BMW til þeirra líka þegar kemur að smurningu næst...

Author:  SteiniDJ [ Tue 10. Aug 2010 06:43 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Fór þarna um daginn í olíuskipti. Þurfti reyndar að bíða í klukkutíma til að koma bílnum að, en það var lítið mál. Flott aðstaða þarna fyrir viðskiptavini og verðið ekkert til að væla útaf. :)

Author:  wortex80 [ Tue 10. Aug 2010 16:05 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

það borgar sig varla að standa í þessu sjálfur lengur, fór með corollu þarna um daginn og þeir skiptu um olíu,síu,perur og rúðupiss og ég drakk og át í makindum mínum fyrir aðeins 4500 krónur :shock: :thup:

Author:  batti [ Wed 15. Sep 2010 13:45 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Frábær þjónusta. 4700kr fyrir síu og olíuskipti á yaris. Síðan fylltu þeir á rúðupissið og skoðuðu líka einnig helstu hluti sem þurfa að vera í lagi og fékk ég að vita að stutt væri í bremsuskipti að framan hjá mér. Á meðan aðgerðin fór fram horfði ég á Laddi 6-tugur.

Héðan í frá fer ég ekkert annað með bíla í olíuskipti

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/