bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 21:29

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 
Author Message
 Post subject: Dorivett
PostPosted: Wed 28. Oct 2009 19:52 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. May 2003 15:08
Posts: 182
Location: Keflavík
Jæja, keypti af Dóra (Dorivett) BMW 523i '96. ...

Hann lofaði að fara með eigendaskiptin inn og ég tók hann á orðinu og bíllinn var ekki með neinn skoðunarmiða og hann sagði að hann ætti að mæta í endurskoðun 1. sept 09 en hann væri búinn að gera við allt sem þurfti.

Ég fór með hann svo í skoðun mánuði seinna og fór hann athugasemdalaust í gengn en hann átti að mæta í endurskoðun 1. apríl 2008, og hann var ekki búinn að fara með eigendaskiptin svo ég neyddist til að borga c.a 14.400kr fyrir bifreiðagjöld til að fá skoðun á bílinn.

Ég sendi honum sms því hann svaraði ekki símanum og hann lofar að græja eigendaskiptin, mánuði seinna athuga ég þetta hjá frumherja og ekki hefur hann farið með eigendaskiptin enn og ekkert hefur gerst, þá fer ég með mitt afrit og borga 2.800kr fyrir það.
Reyni bæði að hringja í hann og senda SMS en engin svör, og óska ég þess að fá endurgreidd bifreiðagjöldin og eigendaskiptin. reyndi einnig að senda honum PM á kraftinum en engin svör.

Þannig að ég sit svoldið fúll því hann skuldar mér 17.200kr, svo var eitt og annað að sem að ég hefði tekið eftir hefði ég skoðað bílinn betur.

En þetta er reynslusaga mín af viðskiptum við hann..

_________________
IC-464 Nissan Patrol '87 3.3TDI 44"
MO-406 Range Rover '91 3.9 V8-4sale
YM-577 Isuzu Trooper '99 3.0TDI 35"-SOLD
RR-291 GMC Jimmy '93 4.3 Vortec-SOLD
YK-403 BMW 523i '00 2.5-4sale
VS-544 Nissan Almera '00 1.8-SOLD


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Thu 29. Oct 2009 01:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Ef þú ert kaupandi, alltaf taka við skiptipappírum

Ef þú ert seljandi, allataf fara með pappíra sjálfur

Þannig hef ég gert það og aldrei verið neitt vandamál, hinsvegar er þetta megalame að lenda í svona


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Thu 29. Oct 2009 12:04 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. May 2003 15:08
Posts: 182
Location: Keflavík
Þetta er bara hundfúlt, en ég passaði mig á því að vera með aukaeintak af eigendaskiptunum svo ég gæti farið með þau sjálfur ef svona myndi ske.
Mæli með því þegar að fólk stundar bílaviðskipti sjálft að vera með 2x eintök af tilkynningu og ekki týna því. bara til öryggis

_________________
IC-464 Nissan Patrol '87 3.3TDI 44"
MO-406 Range Rover '91 3.9 V8-4sale
YM-577 Isuzu Trooper '99 3.0TDI 35"-SOLD
RR-291 GMC Jimmy '93 4.3 Vortec-SOLD
YK-403 BMW 523i '00 2.5-4sale
VS-544 Nissan Almera '00 1.8-SOLD


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Fri 30. Oct 2009 18:02 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Fri 22. Aug 2003 22:27
Posts: 663
Finnst þér eðlilegt að hann eigi að borga bifreiðagjöld af bílnum þegar að hann á hann bara í einn mánuð af þessu tímabili sem þú þurftir að borga?

_________________
Geir Harrysson
F11 535d x-drive
Seldir BMW
E39 525D
E38 740i
E39 540i
E34 M5
E34 540i
E34 530i
E36 320i coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Fri 30. Oct 2009 19:45 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Mon 17. Feb 2003 11:51
Posts: 1210
Location: Keflavík south
Klárlega hlutverk Dorivett að ganga frá opinberum gjöldum fyrir sölu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Fri 30. Oct 2009 19:58 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. May 2003 15:08
Posts: 182
Location: Keflavík
Mér finnst það alveg jafn eðlilegt því að ég þurfti að borga bifreiðagjöldin af Corollu sem að ég seldi á sama tíma og ég keypti BMWin, vegna þess að ég var skráður fyrir bílnum þegar bifreiðagjöldin komu.

Frumherji hefði aldrei tekið við eigendaskiptunum nema að bifreiðagjöld hefðu verið greidd, sem að segir sig sjálft að seljandi fer með eigendaskiptin inn og á því að borga bifreiðagjöld.

Tekið af http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa ... skipti.pdf

Bifreiðagjald: Eigendaskipti eru ekki skráð nema gjaldfallin bifreiðagjöld séu greidd (gjalddagar eru 1. janúar og 1. júlí). Sá sem er skráður eigandi á
gjalddaga ber ábyrgð á greiðslu gjaldanna
jafnvel þótt tilkynning um sölu ökutækis hafi verið móttekin á skoðunarstofu fyrir gjalddaga. Ef óskað er
skráningar á eigendaskiptum fyrir gjalddaga verður tilkynning að hafa borist Umferðarstofu fyrir gjalddaga og hún verður að vera skráningarhæf.

_________________
IC-464 Nissan Patrol '87 3.3TDI 44"
MO-406 Range Rover '91 3.9 V8-4sale
YM-577 Isuzu Trooper '99 3.0TDI 35"-SOLD
RR-291 GMC Jimmy '93 4.3 Vortec-SOLD
YK-403 BMW 523i '00 2.5-4sale
VS-544 Nissan Almera '00 1.8-SOLD


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Fri 30. Oct 2009 21:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Þetta er ekki rétt og er ekki sjálfsagt að kaupandi borgi fyrir notkununa á þeim tíma sem hann mun nota bílinn?
Ef þið seljið bíl á sölu þá er kaupandi látinn borga fyrir tímann sem eftir er af tímabilinu.

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Fri 30. Oct 2009 21:59 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Mon 17. Feb 2003 11:51
Posts: 1210
Location: Keflavík south
Sjálfsagt væri það sanngjarnasta lendingin að seljandinn myndi borga fyrir þann tíma sem hann átti bílin.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Fri 30. Oct 2009 23:15 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. May 2003 15:08
Posts: 182
Location: Keflavík
http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa ... e=frett_ny
,,
Það borgar sig fyrir viðskiptavini Umferðarstofu, sem hyggjast greiða gjöld vegna eigendaskipta, að vera búnir að greiða bifreiðargjöld af viðkomandi bifreið áður en gengið er frá eigendaskiptunum. Hafa skal í huga að gjalddagar álagningar bifreiðagjalda er annarsvegar 1. janúar fyrir fyrri hluta ársins og hinsvegar 1. júlí fyrir seinni hlutann. Ef eigendaskiptin eiga sér stað eftir að nýtt gjaldatímabil hefst þarf seljandi að greiða bifreiðagjaldið fyrir það tímabil að fullu. Það er síðan samkomulagsatriði milli seljanda og kaupanda hvernig þeir skipta með sér bifreiðagjaldinu eftir eigendaskiptin því líta má svo á að seljandinn sé búinn að fyrirframgreiða bifreiðagjöldin fyrir kaupandann. Hægt er að reikna út upphæð bifreiðagjaldsins á reiknivél Ríkisskattstjórans sem nálgast má hér. Tekið skal fram að ekki er hægt að greiða bifreiðagjöld með kreditkörtum vegna reglna um staðgreiðsluskyldu skatta. "

Í öllum mínum bílaviðskiptum hvort sem ég hef selt bíl eða keypt hefur seljandi ALLTAF borgað opinber gjöld af bílnum.

En ef seljandi kýs að hafa það hinsegin þá er lágmark að mínu mati að svara símanum eða sms eða segja það við sölu.
Fyrstu viðbrögð seljanda voru þegar að ég setti póstinn inn hér á Feedback þráðinn sem að virðist virka stór + fyrir hann !

_________________
IC-464 Nissan Patrol '87 3.3TDI 44"
MO-406 Range Rover '91 3.9 V8-4sale
YM-577 Isuzu Trooper '99 3.0TDI 35"-SOLD
RR-291 GMC Jimmy '93 4.3 Vortec-SOLD
YK-403 BMW 523i '00 2.5-4sale
VS-544 Nissan Almera '00 1.8-SOLD


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Sat 31. Oct 2009 01:22 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Fri 22. Aug 2003 22:27
Posts: 663
Hættu þessu rugli, hann fer ekkert að borga fyrir tímabilið sem að hann á ekki bílinn það er bara ósanngjarnt þó það standi á einhverju blaði, okkur kemur það ekkert við þó þú hafir borgað gjöldin á þessu Corollu það er bara þinn hausverkur

_________________
Geir Harrysson
F11 535d x-drive
Seldir BMW
E39 525D
E38 740i
E39 540i
E34 M5
E34 540i
E34 530i
E36 320i coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Dorivett
PostPosted: Sat 31. Oct 2009 01:31 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. May 2003 15:08
Posts: 182
Location: Keflavík
Ég er nú ekki alveg að fattta hvaða rugl þessi þráður er kominn útí, ég var nú einungis að deila hvernig mín viðskipti hafa farið fram oflr við Dóra.

Aðalatriðið í þessu máli er að Dóri svaraði hvorki síma né SMS og PM. Þá kom það mér fyrir sjónir að ég hafi lent illa í viðskiptum og endað með að þurfa að fara með eigendaskipti inn og borga bifreiðagjöld.

Þar af leiðandi vissi ég ekkert um neitt, það var aldrei minnst á bifreiðagjöld í samtölum okkar, hvorki við sölu né neinstaðar annarstaðar, alltaf í mínum viðskiptum hefur það verið að seljandi borgar gjöldin þannig að ég ætlaðist auðvitað til þess þar sem að ekkert náðist á seljanda því hann á að greiða bifreiðagjöldin eða semja um annað og víst hann samdi ekki gerði ég ráð fyrir því.
Nú þegar loksins ég hef náð í hann þökk sé Feedback þráðnum þá hef ég boðið honum að sættast með því að borga mér 1mán af bifreiðagjöldum til baka og eigendaskiptin og vona ég að hann taki því.

Og það er algjör óþarfi að koma með svona comment á þetta, það er ýmislegt sem kemur inná spjallið sem að engum kemur við, þetta með corolluna var bara tiltekið dæmi og tel ég að mér sé frjálst að koma með það.

_________________
IC-464 Nissan Patrol '87 3.3TDI 44"
MO-406 Range Rover '91 3.9 V8-4sale
YM-577 Isuzu Trooper '99 3.0TDI 35"-SOLD
RR-291 GMC Jimmy '93 4.3 Vortec-SOLD
YK-403 BMW 523i '00 2.5-4sale
VS-544 Nissan Almera '00 1.8-SOLD


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group