bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BJB pústþjónustan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=40694
Page 1 of 3

Author:  doddi1 [ Thu 22. Oct 2009 15:38 ]
Post subject:  BJB pústþjónustan

pantaði mér tíma í pústdútl gær, voða kammó og þægilegur gæi í símanum.

ég mæti á hárréttum tíma á svæðið og labba beint að afgreiðsluborðinu. Þar sem það var enginn á undan mér og gæinn í afgreiðslunni ekki að gera neitt ,að mér vitandi, þá ber ég upp erindi mitt, að ég eigi pantaðan tíma klukkan xx:xx. Ekkert svar, semsagt algert huns frá fyrstu mínútu. Ég stend þarna eins og asni í 2-3 mínútur þegar hann kallar á einhvern annan gæa sem situr í sófa þarna við hliðiná til að sá hinn sami geti borgað fyrir þessa afbragðsþjónustu þeirra.

Þegar hann er búinn að afgreiða hinn dúddann ,sem hann kallaði sérstaklega á úr sófanum, þá snýr hann sér að mér og spyr hvert erindi mitt er.(ég var búinn að segja honum það) "ég á pantaðan tíma klukkan xx:xx" hann tekur niður þetta venjulega blaður um bílnúmer og blablabla, segir mér síðan hann kalli bara á mig þegar "hann tekur bílinn inn" ??? WTF, ég mætti á mínútunni hugsa ég og af hverju gera þeir þetta ekki bara núna? nota bene, ég var að skreppa úr vinnu til að eyða tíma í þessa vitleysu.

En jæja, hugsa ég, það getur varla verið svo löng bið....

....



....


það leið hálftími þangað til ég fékk nóg og labbaði upp að afgreiðsluborðinu og tjái öðrum afgreiðslukalli að ég nenni ekki að bíða lengur eftir þessu og ætli bara að hætta við...

NEI, fæ ég ekki bara huns númer 2, ekki einu sinni litið upp til að sjá mig labba út !!! og ég tala ekki lágt, tek það fram.

Þannig að þarna var rænt sirka 50 mínútum af mínu lífi sem ég fæ aldrei aftur

Ég hef sjaldan fengið jafn lélega þjónustu. :thdown:

þið megið alveg kalla mig vælukjóa en ef það er eitthvað sem ég gjörsamlega þoli ekki, þá er það þegar annað fólk sóar mínum tíma.





(til að bæta við þetta, þá hringdi ég niðreftir og sagði einhverjum boss þarna hvernig þjónustan væri og hann vildi meina að þetta væri ekki venjan og hann myndi koma í veg fyrir endurtekningu á þessu :roll: ...hann bað mig samt ekki afsökunar á veseninu)

Author:  maxel [ Thu 22. Oct 2009 15:44 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Pantaði tíma þarna um daginn... mætti á réttum tíma, en samt var mér sagt að bíða þangað til það yrði laust, ég var hvorteðer ekki á neinni hraðferð. Annarsvegar var ágætis þjónusta þarna og góð vinnubrögð. Maðurinn sem sá um bílinn minn var mjög fínn.

Author:  ValliFudd [ Thu 22. Oct 2009 16:19 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Hef farið nokkru sinnum til þeirra, tek að sjálfsögðu ekki í mál að neinn komi nálægt bílnum nema Siggi, og fæ þar af leiðandi alltaf verkið unnið eins og vel og mögulegt er! 8)

Author:  ///MR HUNG [ Thu 22. Oct 2009 16:43 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Það mætti loka þessari kompu ef Siggi væri ekki þarna.

Alveg ótrúleg afturför sem varð í einu fyrirtæki við eigandaskipti :roll:

Author:  SteiniDJ [ Thu 22. Oct 2009 17:03 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Fórum þarna um daginn ég og pabbi og keyptum eitthvað á pústið á sexunni. Þurftum ekkert að bíða, náunginn sem afgreiddi okkur hjálpaði okkur að finna vöruna, sá til þess að allt passaði, gaf okkur afslátt og BMW lyklakippu í kaupauka.

Þetta var í byrjun sumars.

Author:  SævarM [ Thu 22. Oct 2009 18:33 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Það vantar sko eitthvað mikið í manninn sem er oftast í afgreiðslunni,
hef komið þarna nokkuð oft og það er alltaf eins og að draga tönn úr honum
ef að maður er að reyna að versla, aldrei hitt eins dónalegann afgreiðslu mann
trekk í trekk, allir eiga vonda daga en þessi á bara heilu árin.

Author:  Benzari [ Thu 22. Oct 2009 18:50 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Björgvin afgreiðslustjóri hefur alltaf verið mjög fínn.

Staffið:
http://www.bjb.is/staf.html

Friðrik hefur tvisvar afgreitt mig og þessi maður á alls ekki að koma nálægt afgreiðslunni.

Fyrra skiptið var hann búinn að gera reikninginn og sagði að þeir hefðu aldrei gefið afslátt útá sama kort og ég hafði áður fengið afslátt útá, seinna skiptið beið ég við borðið og sýndi honum BMW kortið, leit síðan á nótuna og hafði hann gefið 8% afslátt en ekki þessi 10% sem klúbburinn er með.

Mun ekki fara þarna aftur nema að Björgvin sé örugglega að vinna.

Author:  SævarM [ Thu 22. Oct 2009 18:53 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Það er akkurat þessi friðrik sem hefur verið að afgreiða mig.

Author:  Axel Jóhann [ Thu 22. Oct 2009 19:29 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Hann lúkkar bara leiðinlegur.

Author:  rockstone [ Thu 22. Oct 2009 20:13 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

.........

Author:  doddi1 [ Thu 22. Oct 2009 20:37 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

SævarM wrote:
Það er akkurat þessi friðrik sem hefur verið að afgreiða mig.




já hann Friðrik "aðstoðaði" mig líka, spurning um að reka hann og hækka þjónustustigið í fyrirtækinu um 50%... tvær flugur

Author:  SteiniDJ [ Thu 22. Oct 2009 21:10 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Afhverju kvartið þið ekki? -> piero@bjb.is

Author:  Einarsss [ Thu 22. Oct 2009 21:11 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Hef fína reynslu af sigga, hann smíðaði kerfið í túrbó frá bínunni og hef ég ekkert út á það að segja... eins fékk ég of háan reikning um daginn miða við hvað rætt var um í upphafi og lækkaði slatta


:thup:

Aldrei lent í einhverju leiðinda afgreiðslu veseni þarna

Author:  doddi1 [ Thu 22. Oct 2009 21:11 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

ég hringdi og gerði það, spurning um að senda honum bara á link á þetta spjall


*edit*

done

mér finnst að fyrirtæki eigi að fá séns á að laga til hjá sér

Author:  Piero [ Fri 23. Oct 2009 16:40 ]
Post subject:  Re: BJB pústþjónustan

Sælir ágætu félagar á BMW kraftur.

Vegna þeirra umræðu sem hér hefur farið fram að ofan langar mig að leggja nokkur orð í belg, hefði svo sem viljað að Þórður hefði beðið með þessi skrif þangað til að hann hefði gengið skriflegt svar frá mér. En læt það fylgja með hér að neðan..

En ég er nú ekki sammála öllu sem hér kemur fram að ofan og við því máttuð þið svo sem búast, BJB hefur þjónustan landsmenn í um 30 ár eða áður en flestir þeir sem hér að ofan og hafa tekið til máls voru fæddir.

Við erum með misgóða starfsmenn eins allflest fyrirtæki í landinu, og gerum okkur grein fyrir því. En aðalástæðan og ef menn hugsa lengar en bara í sínum eigin kassa :-) sem virðist algengt. Þá þarf ekki nema að einn pústgreinabolti að brotni við úrtöku á framröri eða önnur sambærileg töf verði á verki þá riðlast tímar þeirra sem á eftir koma. En auðvitað er það okkar afgreiðslumanna að skýrá út fyrir viðskiptavinum að svo sé.. Þannig að þeir bíði ekki án þess að um þá sé hugsa..

En ég tel að BJB sé gott fyrirtæki í heild sinni og bjóði góða vöru á sanngjörnu verði. En við vitum að hægt er að gera betur og það munum við reyna..

Kveðja
Piero Segatta BOSS


Sæl Þórður,

Þakka fyrir ábendinguna hún er vel þegin, við hjá BJB er ekki fullkomnir frekara en aðrir og gerum mistök á hverjum degi. En stefnan og viljinn er að gera helst engin eða allavega sem fæst..

Höfum þegar farið yfir þetta í dag og munum reyna að bæta okkur, en á meðan við erum í þessari þjónustu munum við líklega ekki sleppa alveg með uppákomur sem þessar. Hér fara stundum 30-50 bílar í gegn á dag, og það er ekki alltaf auðvelt.

Með von um skilning..

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/