bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tækniþjónusta Bifreiða
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=40248
Page 4 of 4

Author:  sopur [ Fri 03. May 2013 17:28 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

Keypti E46 sem hefur verið þjónustaður hjá TB í gegnum tíðina, fyrri eigandi keyptu xenon perur hjá þeim fyrir rúmu ári
en önnur peran byrjaði að flökta fyrir stuttu en dó síðan alveg í vikunni vegna galla í henni.
Ég leit við hjá þeim í TB og þeir skiptu um peruna á staðnum og gáfu mér meira að segja aðra stefnuljósaperuna frítt
Hef líka margoft átt í viðskiptum við þá áður, topp menn sem þarna eru á ferð :thup:

Author:  Axel Jóhann [ Sat 04. May 2013 13:33 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

Ég versla annað slagið við þá og alltaf fengið toppþjónustu :)

Author:  Dagurrafn [ Sat 04. May 2013 23:29 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

Lét þá næstum taka í sundur bíl hjá mér og ætluðu að rukka 150.000 þúsund fyrir það lágmark, á meðan Eðalbílar BILANAGREINDU bílinn og redduðu málunum fyrir einhverjar 6þúsund krónur á nótaim.. mun ALDREI fara með bíl í viðgerð til þeirra aftur! :thdown: :thdown: :thdown:

Author:  srr [ Sun 05. May 2013 00:07 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

dassirafn wrote:
Lét þá næstum taka í sundur bíl hjá mér og ætluðu að rukka 150.000 þúsund fyrir það lágmark, á meðan Eðalbílar BILANAGREINDU bílinn og redduðu málunum fyrir einhverjar 6þúsund krónur á nótaim.. mun ALDREI fara með bíl í viðgerð til þeirra aftur! :thdown: :thdown: :thdown:

Án þess að vera verja TB.....væri hægt að fá kannski nánari lýsingar ?
Frekjar ósanngjarnt að skíta út TB án þess að útskýra það?

Author:  Dagurrafn [ Sun 05. May 2013 00:40 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

srr wrote:
dassirafn wrote:
Lét þá næstum taka í sundur bíl hjá mér og ætluðu að rukka 150.000 þúsund fyrir það lágmark, á meðan Eðalbílar BILANAGREINDU bílinn og redduðu málunum fyrir einhverjar 6þúsund krónur á nótaim.. mun ALDREI fara með bíl í viðgerð til þeirra aftur! :thdown: :thdown: :thdown:

Án þess að vera verja TB.....væri hægt að fá kannski nánari lýsingar ?
Frekjar ósanngjarnt að skíta út TB án þess að útskýra það?


Bíllinn minn vildi ekki fara í gang svo ég setti mig í samband við þá og fékk að draga hann til þeirra. Þeir vildu meina að þjófavörnin væri í ruglinu og án þess að segja neitt né biðja um leyfi þá tengdu þeir framhjá startaranum en billinn vildi samt ekki fara í gang. Svo hafa þeir samband og segjast þurfa að taka allt rafmagn í sundur og sögðu að það yrði lágmark 150þúsund. Þá segjist ég vilja kíkja frekar í eðalbila og gá hvað þeir segja. Bókstaflega hálftíma eftir að ég skutla bílnum i eðalbíla hringja þeir þaðan og segja að eitt relay-ið hafi ekki verið nógu vel plöggad. Kíkti til þeirra í TB og sagði þeim frá þessu og þeim gæti ekki hafað verið meira sama. Þeir í TB rukkuðu mig 20 þúsund fyrir "bilanagreininguna", vinnuna við að tengja framhjá startaranum og svo brutu þeir "húdd opnunarpinnann". Þeir buðust aldrei afsökunar né upp á endurgreiðslu

Hef aldrei heyrt neitt jákvætt um þá og mæli ekki með því fyrir neinn að fara þangað.

Author:  íbbi_ [ Sun 05. May 2013 14:44 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

var að versla töluvert við þá í annann bílinn hjá mér og ég fékk TOPP þjónustu. og ansi ríflegan afslátt

ég er búinn að versla við þá af og til í mörg ár og hvað mig sjálfan varðar þá hef ég alltaf fengið út fyrir normið góða þjónustu og liðlegheit á allann hátt. stoppaði einnhverntímann fyrir utan til að fá mér sígó og skoða e-h bíl og þá hoppuðu tveir út á núinu og buðust til að opna búðina ef mig vantaði eitthvað, þetta var um kvöldmatartímann,

eina sem hefur komið upp hvað mig sjálfan varðar var að ég hafði lent töluvert í því að tölvulestrar og bilanagreiningar skiluðu ekki árangri, eða reyndust ekki vera réttar.

en öll samskipti í kring um þau mál hafa verið til fyrirmyndar og því væri afar ósangjarnt af mér að hrósa ekki TB. þeir hafa raunverulega hjálpað manni að eiga bmw í gegnum árin

Author:  sopur [ Sun 05. May 2013 19:35 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

íbbi_ wrote:
var að versla töluvert við þá í annann bílinn hjá mér og ég fékk TOPP þjónustu. og ansi ríflegan afslátt

ég er búinn að versla við þá af og til í mörg ár og hvað mig sjálfan varðar þá hef ég alltaf fengið út fyrir normið góða þjónustu og liðlegheit á allann hátt. stoppaði einnhverntímann fyrir utan til að fá mér sígó og skoða e-h bíl og þá hoppuðu tveir út á núinu og buðust til að opna búðina ef mig vantaði eitthvað, þetta var um kvöldmatartímann,

eina sem hefur komið upp hvað mig sjálfan varðar var að ég hafði lent töluvert í því að tölvulestrar og bilanagreiningar skiluðu ekki árangri, eða reyndust ekki vera réttar.

en öll samskipti í kring um þau mál hafa verið til fyrirmyndar og því væri afar ósangjarnt af mér að hrósa ekki TB. þeir hafa raunverulega hjálpað manni að eiga bmw í gegnum árin



Mikið rétt!

Voru þeir ekki fyrstir á Íslandi með aftermarket vörur í BMW?

Þeir reddðuðu mér líka einu sinni alveg feitt kringum 2005, það var allt brjálað að gera í vinnunni og maður fékk varla frí til þess að geta skroppið frá yfir daginn, ég gekk meira að segja frá kaupunum á bílnum á vinnustaðnum :)
Þá var ég nýbúinn að kaupa 525ix á góðu verði vegna þess að hann var bilaður og óskoðaður, það var brotinn bremmsudiskur öðru megin og kominn tími á bremmsuborða og perur allan hringin, ég sendi hann til TB og þeir græjjuðu bílinn og hentu honum í skoðun fyrir mig, ég borgaði skitin 30 þús fyrir allt saman, mér finnst það meir en fair :thup:

Author:  Logi [ Mon 06. May 2013 12:26 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

Tek undir það sem Ívar segir hér að ofan! Hef verslað við þá annað slagið síðan 2001 og alltaf verið mjög sáttur :thup:

Author:  Thossi9494 [ Wed 09. Jul 2014 13:00 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

Hef keypt þó nokkuð af varahlutum hjá þeim, alltaf fengið toppþjónustu, mjög þægilegir og hjálpsamir.

Toppgaurar frá mínu sjónarhorni

Author:  Angelic0- [ Sun 27. Jul 2014 01:36 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

Hef átt bæði góð og slæm viðskipti, þó allmennt góð...

Versnuðu mikið á tímabili og eru að skána aftur...

Verð samt að koma með allra steiktasta dæmi ever, en félagi minn keypti bíl sem að var nýkominn úr þjónustu og viðgerð hjá þeim...

Kaupir bílinn afar ódýrt en fyrri eigandi taldi mótor vera ónýtan, það væri búið að reyna allt... og seldi í 1m.kr mínus..

í bílnum voru 6 ný háspennukefli, VEMO frá TB... við nánari skoðun kom í ljós... að 3 þeirra voru ekki tengd :!:

Author:  D.Árna [ Sun 27. Jul 2014 03:29 ]
Post subject:  Re: Tækniþjónusta Bifreiða

Keypti 540 sem var lá víst inni á gólfi hjá þeim reglulega en kom alltaf jafn bilaður til baka skv fyrrv eiganda :lol:

En hef verslað oft og mikið af þeim og alltaf fengið toppþjónustu og oft á tíðum mjög góða afslætti!

Page 4 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/