bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Gstuning https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=40024 |
Page 1 of 2 |
Author: | arnibjorn [ Tue 22. Sep 2009 19:41 ] |
Post subject: | Gstuning |
Jæja... ég gæti skrifað heila ritgerð núna! ![]() Á sínum tíma þá festi ég kaup á bíl sem að Gunni var ekki búinn að smíða. Festi kaup á bílnum í júlí/ágúst minnir mig. Bíllinn átti að vera 332(m30b32) og tilbúinn í nóv/des. Gunni lennti í endalausu veseni með þennan bíl. Vélin sem hann ætlaði að nota var dauð minnir mig þannig að hann átti aðra m30b35 sem við ákváðum að nota(sú vél var reyndar líka ónýt en það kom í ljós seinna). Gunni swappaði í hann m30b35, tengdi standalone og lét mála allan bílinn. Mig minnir að ég hafi fengið bílinn í hendurnar í lok júní árinu á eftir. Mér var svosem alveg sama um biðina, allt í góðu þar. Seinna kom í ljós að vélin var ónýt, Einar Óli staðfesti það og Gunni endurgreiddi mér part af kaupverðinu á bílnum. Standaloneið sem Gunni tengdi hefur lengi lengi verið með vesen. Gunni hefur eytt ótrúlega miklum tíma í að reyna koma þessu í lag og nær oftast að gera þetta aðeins betra og aðeins betra.. hann er ennþá að spá í leiðum til að ná þessu eins vel og hægt er. Hann hefur aldrei kvartað né kveinað þegar ég hef beðið hann um hjálp.. alltaf mætt með tölvuna og byrjað að mappa. Get varla talið skiptin sem við höfum verið að blasta á krísuvíkurveginum/reykjanesbrautinni ![]() Næst þegar hann kemur heim verður þetta vonandi klárað! Cliff notes: Búið að ganga upp og niður en Gunni alltaf staðið sig og verið ótrúlega duglegur að hjálpa mér. Erum orðnir mjög góðir vinir í dag, þekkti hann ekkert fyrir viðskiptin ![]() |
Author: | gstuning [ Tue 22. Sep 2009 19:49 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Takk, Það sem þig misminnir er að við ætluðum að gera 333i með standalone. Enn ég átti B34 og ég man ekki hvaða tölu aukalega ég seldi þér hana á enn það var í raun merkilega tímafrek ákvörðun. Því hin hefði getað farið beint ofan í. Enn við ákváðum að finna B35 knastás og hvaðeina til að reyna hressa uppá hana. Það var nokkuð tímafrekt. Þetta er eina standalone innstallið sem ég vildi að ég hefði verið búinn að læra það sem ég kann núna. Svoleiðis súrt að hugsa til þess að ég í alvöru mappaði megnið af bílnum hans stjána með alveg sömu tölvu bara fyrir utan hjá honum og einhverju nokkrum rúntum í götunni. Á meðan við erum búnir að eyða alveg mögnuðum tíma í að reyna tjúna hana eins og hún "á" að vera tjúnuð. Enn það er ekkert standalone innstall sem ég hef gefist uppá ennþá. Og það er bara ótrúlega lítið sem við þurfum að gera svo hann sé daily þolanlegur í akstri. Ekki nema tjúna og færa EINN vír ![]() EDIT. Og tölvan sem við settum í hann fyrst, var svo ekkert 6cyl tölva þótt að framleiðandinn auglýsti hana svoleiðis. Það þurfti þá að panta aðra tölvu. |
Author: | arnibjorn [ Tue 22. Sep 2009 19:53 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Já ég hlakka mjög mikið til þegar þú kemur næst heim og kíkir á hann. Endilega reyna að ná honum ennþá betri. En þetta er nú vonandi bara búin að vera fín æfing fyrir þig... búinn að eyða fáránlegum tíma í að tjúna hann ![]() Ps. Auðvitað átti þetta upphaflega að vera 333, gleymdi því. |
Author: | Zed III [ Tue 22. Sep 2009 20:10 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Rosalega eruð þið góðir við hvorn annan ![]() On topic: Ég keypti bíl af gstuning, engin vandamál og ekkert vesen. |
Author: | Einarsss [ Tue 22. Sep 2009 20:16 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Hef keypt ýmislegt í gegnum Gunna og allt staðist. Ég er mest sáttur við kaupin á VEMS tölvunni, ísetningu og tjún. Kappinn er alveg hrikalega áhugasamur og hjálpfús með allt þetta hjá mér og er búinn að fara hellingstími í að tjúnna, breyta kerfinu og endurtjúnna. Hann er ennþá að fara yfir logga og betrum bæta mappið. Ávallt til í að svara aulaspurningum um standalone, túrbó og í rauninni hvað sem manni dettur í hug varðandi bíla. Topp náungi ![]() |
Author: | gunnar [ Tue 22. Sep 2009 23:00 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Keypti á sínum tíma 60/40 KW dempara og gorma í E36 320ia sem ég átti af GSTuning bræðrum. Verðið var gott á þeim tíma og þeir komu til mín og smelltu þessu meira segja í bílinn fyrir smá auka klink. Þetta var á þeim tíma þegar maður kunni ekkert að græja og gera. Topp þjónusta og þeir voru enga stund að þessu. Svo langar mig að taka undir það sem Einar segir, Gunni gst er alltaf tilbúinn til að svara þeim spurningum sem maður hefur á msn/pm etc. Toppnáungi sem gott er að eiga að þegar maður að pæla í BMW. ![]() ![]() |
Author: | arnibjorn [ Tue 22. Sep 2009 23:39 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Haha núna FYLLIST pm inboxið hans Gunna ![]() Heppinn. |
Author: | gstuning [ Wed 23. Sep 2009 03:48 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Núna? ég er búinn að vera með fullt innbox síðan alltaf. Enn ég reyni að benda mönnum á að pósta á kraftinn því að það séu margir hérna sem geta alveg svarað því sem ég get. Og það er næstum búið að svara öllu og því hægt að finna svarið með því að leita. Sumu nenni ég að svara , ef það er tjún tengt helst ![]() |
Author: | BirkirB [ Wed 23. Sep 2009 13:16 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Keypti KW dempara og gorma í gegnum GSTuning. Það gekk bara vel, flott verð og ég var mjög sáttur! ![]() |
Author: | Aron Fridrik [ Wed 23. Sep 2009 14:10 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Keypti af honum coilovers.. Borgaði honum og hann lét mig hafa þá.. síðan reyndust 4 tommu gormarnir vera of stuttir þannig að hann lét mig bara hafa 6tommu sem hann átti þarna ![]() ![]() ![]() |
Author: | jon mar [ Wed 23. Sep 2009 18:26 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Hef nú nokkrum sinnum verslað við Gunna. Keypti hjá honum poly fóðringar í bílinn hjá mér. Einhvertíman keypti ég víst hjá honum líka coilovers í e30 sem hann geymdi fyrir mig á meðan ég seldi þá áfram því ég grandaði bílnum alveg óvart ![]() Svo ekki sé minnst á að eitt skipti er ég var fyrir sunnann í vandræðum með kælinguna á bílnum þá barasta gaf hann mér þennann fína viftuspaða til að nota ef hann skildi passa. ![]() ![]() |
Author: | ömmudriver [ Wed 23. Sep 2009 21:09 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Hann skipti um vökvaundirlyftur í M40B18 fyrir mig og svo verslaði ég af honum nýja KW framdempara og að sjálfsögðu skellti hann þeim í líka í leiðinni, topp þjónusta og top notch verð ![]() |
Author: | Hannsi [ Wed 23. Sep 2009 22:07 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Keyfti af honum KW fjöðrun í Gamla 525 bíllinn minn. Get voða lítið sagt um það annað en það gékk vel fyrir sig og ég var bara sáttur ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 24. Sep 2009 23:27 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Keypti af honum KW afturdempara á mega flottum prís. Allt solid. ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 13. Oct 2009 19:54 ] |
Post subject: | Re: Gstuning |
Hann Gunni hefur svarað ótal mörgum spurningum fyrir mig í sambandi við swappið mitt, fjöðrunarpælingar og annað Hjálpaði mér líka að koma bílnum í gang ![]() Gunni og auðvitað Stefaán GSTuning eru ekkert nema snillingar |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |