Angelic0- wrote:
bimmer wrote:
Angelic0- wrote:
Hvaða reynslu... ? Ég var ekki sá sem fékk á kjaftinn!
Ekki ég heldur en þú hefur verið settur hér í bann fyrir hótanir um ofbeldi áður.
Var ég að hóta þér ofbeldi

Þín orð: "Hvað græðiru á þessum skítamokstri, ekki neitt.... kannski bólgna vör eða beyglaða hurð

"
Eftir smá spæjaravinnu í dag er komin mynd á hvaðan Viktor
hefur sínar ranghugmyndir um að ég hafi verið að selja Autocad
og síðan hundelt viðkomandi með tugta sem sidekick.
Málið er semsagt að á háskólaárunum hafði ég aðgang að einum
fyrsta CD brennaranum á landinu á verkfræðistofu þar sem ég
vann á sumrin með skólanum. Skrifaði diska fyrir vini og kunningja
í Háskólanum. Verðum að muna að þetta er ca. 1993 þegar brennarar
á landinu voru teljandi á fingrum annarar handar og vildu menn
frekar fá forritin á CD heldur en gommu af floppydiskum.
Menn borguðu sem svaraði diskakostnaði en ekkert fyrir afnot
af brennaranum (sem stofan rukkaði mikið fyrir). Þetta var
reyndar óttalegt skrapatól með drasl DOS hugbúnaði - eyðilagði
fleiri diska en hann brenndi rétt.
Þannig að ég hef það á samviskunni að nokkrir námsmenn á þessum
tíma spöruðu sér tíma við massa-diskettukóperingar og höfðu þau
forrit sem þá vantaði við námið. Verð að lifa með þessari dauðasynd.
En allavega - einn þessara kunningja var Jónas Ingi Ragnarsson sem var í
tölvunarfræðinni. Nafnið ætti að hringja einhverjum bjöllum varðandi
Líkfundarmálið og mega amfetamínverksmiðjumál. Hann var síðan í
steininum á sama tíma og Viktor.
Þaðan hefur Viktor sínar upplýsingar, frá þessum stríheila og
heilsteypta manni sem aldrei lýgur. Flottur aðili til að treysta á
upplýsingar frá.
Hjá þeim félögum bólgna þessar reddingar fyrir skólafélaga í að vera svaka
SCAM og ég á síðan væntanlega að hafa hundelt samnemendur seinna með
lögregluaðstoð til að selja Autocad.
Right.
Svo vill til að sá sem sá um heildsöluna fyrir Autodesk hér á
Íslandi á þessum tíma, hann vinnur með mér í dag. Þetta er sá maður sem
myndi hafa fengið að vita á núll einni ef eitthvað fishy hefði verið í gangi
með íslenska Autocad kúnna og hvað þá ef lögregluaðgerðir væru í gangi.
Sýndi honum skeytin áðan frá Viktori og hann bara hló og var mjög skemmt.
Well þetta er orðinn frekar fyndinn farsi, að reddingar
fyrir skólafélaga fyrir 20 árum séu notaðar sem svaka "dirt" á
mann þetta mörgum árum seinna þegar menn eru komnir í rökþrot
með eigin mál. Og það með viðkomu hjá krimmum á Hrauninu

Vona að þetta sé afgreitt once and for all.
Það er vissulega option að taka þátt í umræðum á þessum þræði, tek það til
athugunar en ég sit ekki þegjandi undir svona lygum.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...