bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

kvikkfixx
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=42166
Page 2 of 4

Author:  DiddiTa [ Mon 20. Sep 2010 20:25 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

batti wrote:
Héðan í frá fer ég ekkert annað með bíla í olíuskipti


Sama hér, flott þjónusta, góð aðstaða og verðið :shock: :shock: :shock: Mjög sáttur!

Author:  BjarkiHS [ Sat 26. Feb 2011 17:09 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Fór til að láta skipta um bremsuborða í Yaris...

Var vísað frá þar sem ég hafði verslað borðana í Toyota áður en ég mætti (ss. verslaði þá ekki af Kvikkfixx.)

Þykir það frekar lélegt :thdown:

Author:  IngóJP [ Sun 27. Feb 2011 20:55 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

BjarkiHS wrote:
Fór til að láta skipta um bremsuborða í Yaris...

Var vísað frá þar sem ég hafði verslað borðana í Toyota áður en ég mætti (ss. verslaði þá ekki af Kvikkfixx.)

Þykir það frekar lélegt :thdown:


Það er frekar undarlegt tengdó fór til þeirra með klossa sem hún var búin að kaupa og það var ekkert mál

Author:  Sarot [ Wed 06. Apr 2011 13:22 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Fór þangað áðan með E32 í smurningu. Var nú bara frekar sáttur með verðið, 11þ. kr ...4000 kr minna en ég borga vanalega hjá N1. Aðstaðan til fyrirmyndar en þjónustan ekkert eitthvað ROSA góð en alls ekki slæm heldur, bara það sem maður myndi búast við á velsæmandi smurstöð :)

EN það er eitt sem fór í mig og það er að þeir merktu ekki inn í smurbókina það sem þeir gerðu. s.s. ekkert hakað við í reitunum það sem var gert við bílinn "olíuskipti" og skipt um smurolíusíu... en það er svo sem smámunasemi í mér? :/

Author:  maxel [ Thu 28. Feb 2013 11:37 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Smá væl, en þetta er svo mikil skítabúlla að það nær engri átt.
Ég fór um daginn með Toyotu Carinu í smurningu, skítaviðmót í öllum þarna inni og smurninginn stóðst einungis af olíu, síu og einhverju rúpupissi. Það var ekkert athugað og bætt á skiptingu né skipt um loftsíu og ekki einu sinni þéttihringinn á olíutappanum.
Af óvitaðri ástæðu ákvað ég að gefa þeim annan séns, fór með Legacy hauginn minn í smurningu áðan. Bað þá um að henda bensínsíu í bílinn í leiðinni því ég átti hana til (fylgdi bílnum), neituðu því af því að ég keypti ekki síuna hjá þeim. Einnig bað ég stelpuna að biðja þá um að passa að gleyma ekki þéttihringnum á olíutappanum, hún vissi ekkert hvað ég var að tala um og þurfti dágóða útskýringu til að skilja mig. Síðan er bíllinn tilbúin, ég borga og fæ nótuna. Rukkaður tæpan 500 kall fyrir koparskinnu og enginn loftsía (ég var búin að skoða loftsíuna og hún var viðbjóður). Þeir greinilega skipta aldrei um þessa koparskinnu heldur, einnota slithlutur. Ennþá sama skítaviðmótið í öllum þarna inni. Síðan var ég eitthvað að röfla yfir þessu við konuna mína og þá sagði hún mér að hún hefði einhvern tímann farið með bíl útaf bremsum að aftan, bíllinn var ekki lagaður annað en það var eitthvað strappað og þurfti að skipta um eitthvað sem vísindamennirnir í kvikk kölluðu ABS gorm. Fékk bílinn 10 dögum seinna og var rukkuð 15 þúsund kall.
Ég mæli sterklega með því að halda sig frá þessum jólasveinum og ef það er einhver sem ætlar að koma með mótrök að þeir séu svo ódýrir þá er það einfaldlega af því að þeir gera ekki neitt fyrir bílinn þinn.
/rantover

edit: vert að nefna að ég fór í kópavoginn

Author:  olinn [ Thu 28. Feb 2013 11:53 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Ég fór með bmw þarna í sumar, bensínmælirinn var bilaður þannig var alltaf á bensínljósinu :lol:
Þeir hentu bílnum inn, og svo 5-10min eftir kom strákur og sagði mér að hann væri of lár til þess að passa undir lyfturnar hjá þeim.
Svo þegar ég ætlaði að keyra hann út og fara á annann stað, þá var bíllinn bensínlaus, inná verkstæðinu :roll:
Einhver maður þarna lánaði mér bílinn sinn til þess að skutlast og kaupa bensín á brúsa
Þeir fá allavega plús hjá mér fyrir það :thup:

Author:  sosupabbi [ Thu 28. Feb 2013 12:01 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Ég hef heyrt svakalegar sögur af þessu fyrirtæki, held bara áfram að smyrja mína bíla sjálfur eða versla við smur54 í hafnarfirði, þeir eru nefnilega með fína lyftu fyrir lækkaða bimma

Author:  -Hjalti- [ Thu 28. Feb 2013 12:44 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

maxel wrote:
Smá væl, en þetta er svo mikil skítabúlla að það nær engri átt.
Ég fór um daginn með Toyotu Carinu í smurningu, skítaviðmót í öllum þarna inni og smurninginn stóðst einungis af olíu, síu og einhverju rúpupissi. Það var ekkert athugað og bætt á skiptingu né skipt um loftsíu og ekki einu sinni þéttihringinn á olíutappanum.


Er þetta yfirleitt gert á venjulegum smurstöðvum nema það sé sérstaklega beðið um það.

Author:  olinn [ Thu 28. Feb 2013 12:53 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

sosupabbi wrote:
Ég hef heyrt svakalegar sögur af þessu fyrirtæki, held bara áfram að smyrja mína bíla sjálfur eða versla við smur54 í hafnarfirði, þeir eru nefnilega með fína lyftu fyrir lækkaða bimma


Fór einmitt þangað daginn eftir, fínn staður

Author:  sosupabbi [ Thu 28. Feb 2013 12:58 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

-Hjalti- wrote:
maxel wrote:
Smá væl, en þetta er svo mikil skítabúlla að það nær engri átt.
Ég fór um daginn með Toyotu Carinu í smurningu, skítaviðmót í öllum þarna inni og smurninginn stóðst einungis af olíu, síu og einhverju rúpupissi. Það var ekkert athugað og bætt á skiptingu né skipt um loftsíu og ekki einu sinni þéttihringinn á olíutappanum.


Er þetta yfirleitt gert á venjulegum smurstöðvum nema það sé sérstaklega beðið um það.

Já held þetta sé yfirleitt gert, allavega á svona "venjulegum" skiptingum og gírkössum.

Author:  Jaxon [ Thu 28. Feb 2013 17:00 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Fór til þeirra í sumar með Lc. það var einn á undan mér og einn kom á eftir mér .
Smurning tók 1 klst og 45 mín . Ég bað þá um að festa einhvern djöfulinn sem var laust undir bílnum (man ekki hvað það var )
og fór inn á verkstæðið til að sina kallinum hvað það var ....En mér var skipað að drulla mér inn í biðstofu og að þetta væri bann svæði
En ég ætlaði bara að sýna .............!!! " Ekkert svona komdu þér inn á biðstofu " var mér sagt !

Svo þegar að ég fór að setja út á þessi vinnubrogð og ég tala nú ekki um tæpar 2 klst.sem ég var búinn að vera þarna við einhvern eldri kall sem var að vinna við bílinn minn þá gersamlega tjullaðist hann
og hóf að öskra á mig eins og fáviti .!! ég bað hann um að slaka á nokkrum sinnum en gafst svo upp og sast upp í bílinn
og yfirgaf svæðið . ! án þess að borga ... eftir um 15 minútur var hringt í mig og ég vinsamlegast beðin um að koma og borga .

Ég sagði honum að ég léti ekki öskra á mig af einhverjum smurolíukalli þó ég hefði eitthvað verið að setja út á þessi vinnubrögð .

Þá var mér HÓTAÐ ! að ef ég kæmi ekki og borgaði þetta þá mundi ég hljóta verra af . Já hann hreinlega hótaði mér barsmíðum !! .

Ég hafði nú reyndar ekki verulegar áhyggjur af þvi þvi þetta var nú óttarlegur tittur sem kunni bara að rífa kjaft og spurning
hvort að hann hefði ekki þurft að hringja í pabba sinn ef til kæmi enhverja barsmíða .

Seinna um daginn reyndi ég að hafa upp á framkvæmdastjóra fyrirtækisins en náði ekki í hann

Einn dagur leið og var aftur hringt í mig það var framkvæmdastjórinn ....Ef þú kemur ekki að borga þetta þá verður þetta kært til lögreglu sagði hann .

Ok . En ég kæri mig ekkert um að það sé öskrað á mig þegar að ég var að reyna ræða bara við manninn ..segi ég við hann
Framkvæmdastjórinn sagði "Það skiptir ekki máli þú verður að borga þetta !!
Já já en þetta er fáranleg framkoma ! það skiptir ekki máli ...sagði hann ..

Hvernig væri þetta ? Já sæll vill biðja þig afsökunar á þessum starfsmanni sem missti stjórn á skapi sínu og eigum við ekki að leysa þetta ?

Þetta væru rétt viðbrögð að mínu mati .
En til að gera langa sögu stutta fór ég að sjálfsögðu og borgaði þetta og þá loksins bað framkvæmdastjórinn mig afsökunar á þessari framkomu .

Fer aldrei þarna aftur !!! Og þetta fólk sem vinnur þarna(þeir sem afgreiddu mig ) ætti að vinna við kartöflu týnslu eða moka skurð út á landi þar sem er
lítið um mannleg samskipti þvi þau kunna þau alls ekki . Skíta kompani !!!!!!!!!!!!!!!!!!

Author:  ömmudriver [ Thu 28. Feb 2013 18:58 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Ég fór með Volvo 740GL til þeirra þegar þeir voru nýbúnir að opna staðinn í Kópavogi og langaði mig að prufa þennan stað sem allir voru að tala um að væri svo ódýr og frábær.

Ég bað þá um að skipta um vökva á skiptingunni þar sem að það var kominn tími á að skipta um hana. Þegar þeir svo kalla á mig úr biðstofunni eftir dágóðan tíma sé ég á reikningnum að þeir settu ekki rétta olíu á skiptinguna heldur eitthverja olíu sem þeir sögðu að væri nýrri og betri en ég bað sérstaklega um að sett yrði rétt olía á skiptinguna. Ok svo sé ég að þeir settu 5W-40 olíu á vélina en það var Nota bene 15W-40 olía á mótornum og kom þá sú útskýring að hún væri betri og að 15W-40 væri alltof þykk fyrir þessa vél(20 ára. gömul vél ekinn eitthvað yfir 200.000km.) og ég var ekki sammála þeim en borga og keyri heim til Keflavíkur sem væri ekki frásögu færandi nema það að skiptingin skipti ekki rétt og vélin brenndi olíunni eins og enginn væri morgundagurinn. Ég hringdi í þá alveg frekar ósáttur og voru þeir ekkert nema kurteisir og báðu mig um að koma með bílinn aftur til þeirra svo að þeir gætu nú leiðrétt mistökin sem og þeir gerðu, settu 15w-40 olíu á vélina og svo skiptu þeir þrisvar sinnum um olíu á skiptingunni til þess að ná allri röngu olíunni af henni. Ég ákvað eftir þetta að fara ekki aftur með bíl til þeirra þar sem að þeir gátu ekki fyrir það fyrsta hlustað í upphafi á eiganda bílsins sem kostaði mig tíma, röfl og auka ferðir í bæinn til þess að leiðrétta þeirra mistök.

Author:  Benzari [ Thu 28. Feb 2013 20:16 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Eru þetta ekki sömu eigendur og af "BB-vöruhús"?
Allir voða sáttir með þá af því að einhver Kraftsmaður var þarna, frí kynning á Autoglym og allt jolly good.
EDIT: :thup:

Læt annars ekki plata mig útí viðskipti með fríum vöfflum. :lol: :drool:
Annars bara gott að fólk fær þetta ódýrara en áður bauðst., sparnaðurinn er samt fljótur að hverfa þegar þarf að fara fleiri ferðir til að fá þetta gert almennilega...

Author:  Yellow [ Thu 28. Feb 2013 21:00 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Fór þangað með Bílinn minn í sumurnigu og það var gert þetta:


Látið 10W-40 olíu á vélina,
Fyllt á frostlögu,
Skipt um loftsíu og olíusíu
Skipt um perur sem ég var "á leiðinni" að setja í,
Og fyllt á rúðupiss,



Ég hendi lyklunum í þá og sest inn á biðstofu og fæ mér kaffi,,,
20 mín seinna er kallað á mig og ég borga 8.750 krónur fyrir þetta.

BARA góð þjónusta að mínu mati :thup:

Author:  BMW_Owner [ Sat 06. Apr 2013 02:41 ]
Post subject:  Re: kvikkfixx

Jaxon wrote:
Fór til þeirra í sumar með Lc. það var einn á undan mér og einn kom á eftir mér .
Smurning tók 1 klst og 45 mín . Ég bað þá um að festa einhvern djöfulinn sem var laust undir bílnum (man ekki hvað það var )
og fór inn á verkstæðið til að sina kallinum hvað það var ....En mér var skipað að drulla mér inn í biðstofu og að þetta væri bann svæði
En ég ætlaði bara að sýna .............!!! " Ekkert svona komdu þér inn á biðstofu " var mér sagt !

Svo þegar að ég fór að setja út á þessi vinnubrogð og ég tala nú ekki um tæpar 2 klst.sem ég var búinn að vera þarna við einhvern eldri kall sem var að vinna við bílinn minn þá gersamlega tjullaðist hann
og hóf að öskra á mig eins og fáviti .!! ég bað hann um að slaka á nokkrum sinnum en gafst svo upp og sast upp í bílinn
og yfirgaf svæðið . ! án þess að borga ... eftir um 15 minútur var hringt í mig og ég vinsamlegast beðin um að koma og borga .

Ég sagði honum að ég léti ekki öskra á mig af einhverjum smurolíukalli þó ég hefði eitthvað verið að setja út á þessi vinnubrögð .

Þá var mér HÓTAÐ ! að ef ég kæmi ekki og borgaði þetta þá mundi ég hljóta verra af . Já hann hreinlega hótaði mér barsmíðum !! .

Ég hafði nú reyndar ekki verulegar áhyggjur af þvi þvi þetta var nú óttarlegur tittur sem kunni bara að rífa kjaft og spurning
hvort að hann hefði ekki þurft að hringja í pabba sinn ef til kæmi enhverja barsmíða .

Seinna um daginn reyndi ég að hafa upp á framkvæmdastjóra fyrirtækisins en náði ekki í hann

Einn dagur leið og var aftur hringt í mig það var framkvæmdastjórinn ....Ef þú kemur ekki að borga þetta þá verður þetta kært til lögreglu sagði hann .

Ok . En ég kæri mig ekkert um að það sé öskrað á mig þegar að ég var að reyna ræða bara við manninn ..segi ég við hann
Framkvæmdastjórinn sagði "Það skiptir ekki máli þú verður að borga þetta !!
Já já en þetta er fáranleg framkoma ! það skiptir ekki máli ...sagði hann ..

Hvernig væri þetta ? Já sæll vill biðja þig afsökunar á þessum starfsmanni sem missti stjórn á skapi sínu og eigum við ekki að leysa þetta ?

Þetta væru rétt viðbrögð að mínu mati .
En til að gera langa sögu stutta fór ég að sjálfsögðu og borgaði þetta og þá loksins bað framkvæmdastjórinn mig afsökunar á þessari framkomu .

Fer aldrei þarna aftur !!! Og þetta fólk sem vinnur þarna(þeir sem afgreiddu mig ) ætti að vinna við kartöflu týnslu eða moka skurð út á landi þar sem er
lítið um mannleg samskipti þvi þau kunna þau alls ekki . Skíta kompani !!!!!!!!!!!!!!!!!!



enginn þarna kann nein almenn samskipti og framkoman við starfsfólkið sitt er með engu líkt. :thdown:

Page 2 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/