Jæja... ég gæti skrifað heila ritgerð núna!
Á sínum tíma þá festi ég kaup á bíl sem að Gunni var ekki búinn að smíða. Festi kaup á bílnum í júlí/ágúst minnir mig.
Bíllinn átti að vera 332(m30b32) og tilbúinn í nóv/des.
Gunni lennti í endalausu veseni með þennan bíl. Vélin sem hann ætlaði að nota var dauð minnir mig þannig að hann átti aðra m30b35 sem við ákváðum að nota(sú vél var reyndar líka ónýt en það kom í ljós seinna).
Gunni swappaði í hann m30b35, tengdi standalone og lét mála allan bílinn.
Mig minnir að ég hafi fengið bílinn í hendurnar í lok júní árinu á eftir. Mér var svosem alveg sama um biðina, allt í góðu þar.
Seinna kom í ljós að vélin var ónýt, Einar Óli staðfesti það og Gunni endurgreiddi mér part af kaupverðinu á bílnum.
Standaloneið sem Gunni tengdi hefur lengi lengi verið með vesen. Gunni hefur eytt ótrúlega miklum tíma í að reyna koma þessu í lag og nær oftast að gera þetta aðeins betra og aðeins betra.. hann er ennþá að spá í leiðum til að ná þessu eins vel og hægt er. Hann hefur aldrei kvartað né kveinað þegar ég hef beðið hann um hjálp.. alltaf mætt með tölvuna og byrjað að mappa. Get varla talið skiptin sem við höfum verið að blasta á krísuvíkurveginum/reykjanesbrautinni

Næst þegar hann kemur heim verður þetta vonandi klárað!
Cliff notes: Búið að ganga upp og niður en Gunni alltaf staðið sig og verið ótrúlega duglegur að hjálpa mér.
Erum orðnir mjög góðir vinir í dag, þekkti hann ekkert fyrir viðskiptin
