srr wrote:
Pantaði hjá þeim nokkra hluti í e28.
Einn þeirra var ekki á lager og átti ég að bíða í 7 daga eftir honum.
Allar dagsetningar stóðust, pöntunin fór svo frá þeim í gær ,,,,,
Það tók innan við sólarhring að fá sendinguna í hendurnar frá því að hún fór frá þeim í Odense
og þar til hún var komin til Keflavíkur til mín.

Ég er mjög sáttur með þessa einu pöntun sem ég hef pantað frá þeim

Þannig þeir létu þig bíða í viku eftir einum hlut og síðan stóð sendingarfyrirtækið sig eins og hetja þegar þeir loksins mokuðu pakkanum niðrá pósthús
En miðað við mín viðskipti þarna sem er bæði að hafa pantað hjá þeim og verið svo lengi að fá hlutinn að ég var búinn að gefast upp á að bíða, finna notaðan varahlut og redda því þannig, nota bílinn næstum 2000km og síðan selja hann áður en ég fékk vöruna. Síðan fór ég þangað í fyrrasumar (base-ið með notuðu bílana, ekki nýja varahluti) og þjónustan var ekki upp á marga fiska. Það var sótt vél til þeirra og ég spurði tvisvar hvort hún hefði verið testuð og í bæði skipting fullyrti gaurinn að vélin væri 100%. Komum heim og settum vélina í bíl og komumst að því að heddið var ónýtt við fyrstu gangsetningu. Síðan þegar ég sendi þeim póst útaf því þá byrjuðu þeir að segja að þetta væri eitthvað annað sem var að og síðan þegar heddið var tekið af og sprungurnar sáust greinilega lét ég þá vita af því og þeir höfðu það ekki einu sinni í sér að svara.
Þannig ég held mig við þá skoðun sem ég hef haft á þeim í nokkur ár efir að hafa lesið mörg review um þá. Það er í lagi að panta nýja varahluti ef þeir eiga hlutinn á lager, en ef ekki, þarf maður að vera tilbúinn að bíða í margar vikur jafnvel mánuði.