bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn 23. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=68742 |
Page 1 of 1 |
Author: | siggigunni [ Sun 10. May 2015 21:16 ] |
Post subject: | Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn 23. |
Fyrsta umferð Íslandsmeistarakeppni í Drifti fer fram á Akstursíþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg Laugardaginn 23. Maí. ![]() Keppni hefst kl 13:00 og það er FRÍTT inn fyrir áhorfendur. Áhorfendur leggjið við áhorfendasvæði!, öll umferð um pitt eða braut er stranglega bönnuð! Haldið ykkur við leyfileg áhorfendasvæði( þau eru merkt!) Dagskrá: 09:00 Dómarar gefa út svæðið og æfingar hefjast. 12:00 Æfingum lýkur og hádgishlé hefst 13:00 Undankeppni hefst 14:00 Útsláttarkeppni hefst Það er frjáls mæting fyrir keppendur á æfinguna, en þó þurfa þeir að vera mættir fyrir kl 12:00 Skráning er hafin. Til að skrá sig þarf að senda mail á driftdeildaih@gmail.com Í mailinu þarf að koma fram: Nafn ökumanns: Bílnúmer ökutækis: Gerð ökutækis: Símanúmer ökumanns: símanúmer og nafn aðstandanda: keppnisgjaldið eru litlar 4.000kr og leggjast þær inn á: Rkn: 545-14-404231 Kt: 611002-2030 vinsamlegast sendið afrit á okkur. Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 1. júlí. allar skráningar eftir það verða ekki teknar gildar nema keppnisgjaldi fylgi 5000kr "late-fee" Til að keppa þarf eftirfarandi að vera í lagi!!: Bíll með fulla skoðun, ef hann er með endurskoðun má ekki vera sett út á öryggisatriði og við höfum fullan rétt á að vísa bílum frá í vafamálum. Mæta með löglegan hjálm(þarf að vera þræddur)(hjálma reglur neðst.) Mæta með ökuskírteini!(þetta er no brainer!) vera félagi í einhverju af aðildarfélögum ÍSÍ (t.d. BA, DDA, RCA, KK) Vera með Tryggingaviðauka*! Vera með keppnisskírteini frá ÍSÍ *Tryggingafélagið þitt gæti sagt þér að þú þurfir ekki viðauka, þetta er ekki satt og krefðu þá um að fá það skriflegt að þú þurfir hann ekki, annars skaltu krefja þá um viðauka. Hann er ekki fyrir bílinn þinn eða neitt svoleiðis heldur til þess að tryggja það tjón sem þú gætir valdið á fólki!. Hann er mjög mikilvægur!!! Við vekjum athygli á því að kaupa þarf keppnisskírteini frá ÍSÍ Það er greitt til okkar um leið og keppnisgjöld eru greidd og sjáum við um að sækja um þau fyrir ykkur! Til að útskýra aðeins verðskránna þeirra: Gjald fyrir hverja keppni (Falli keppni niður er gjaldið ekki endurgreitt) 2.000 Ungliðar að 18 ára aldri fá 50% afslátt 1.000 Alþjóðlegt keppnisskírteini 30.000 Homologation form FIA fyrir bifreið Samkvæmt verðlista FIA Vottorð vegna innflutnings keppnisbifreiðar 20.000 Aðalskoðun ökutækis v. nýsmíði 20.000 Sérvalið keppnisnúmer 10.000 hjálma reglur: Hjálmareglur: Götubílaflokkur: 1. Hjálmar eru skylda. 2. Leifðir eru allir lokaðir hjálmar með gleri samkv.lið 4. 3. Opnir hjálmar helst með skyggni og gleri samkv. lið 4. 4. Verða vera lágmark Dot, ECE eða FIA SA,SAH og M,Snell, SFI,BS. 5. Motocrosshjálmar ekki leifðir. 6. Hér ráðleggjum við öllum að kaupa alvöru gerð keppnishjálma sem hægt er að nota áfram í annað bíla mótorsport . Opin flokkur: • Hjálmar skylda. • Lokaðir hjálmar með gleri samkvæmt AKÍS/FIA stöðlum. • Opnir hjálmar helst með skyggni/gleri samkvæmt AKÍS/FIA stöðlum. Ef einhverjar spurningar koma upp er um að gera að spyrja hér á þræðinum, pm, á facebook, eða tölvupóst! Driftdeildin: http://www.drift.is Driftdeildin á facebook : https://www.facebook.com/pages/Driftdei ... 51?fref=ts Kv. Sigurður Gunnar Sigurðsson email: sigurdurgunnar92(att)gmail.com fh. Driftdeildar AÍH |
Author: | Alpina [ Sun 10. May 2015 23:42 ] |
Post subject: | Re: Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn |
Ef Driftdeildin hefur ekki haldið fund,, ((sem ég veit ekkert um ,, en má vel vera)) eða kynnt félögum eða auglýst,, þá er fyrirvarinn full stuttur á td keppnisskirteini osfrv .. sá bara umræðuna um hjálmana um daginn eða er ég að misskilja eitthvað hérna en ég er sammála þessari hertu reglugerð ![]() |
Author: | siggigunni [ Sun 10. May 2015 23:53 ] |
Post subject: | Re: Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn |
Alpina wrote: Ef Driftdeildin hefur ekki haldið fund,, ((sem ég veit ekkert um ,, en má vel vera)) eða kynnt félögum eða auglýst,, þá er fyrirvarinn full stuttur á td keppnisskirteini osfrv .. sá bara umræðuna um hjálmana um daginn eða er ég að misskilja eitthvað hérna en ég er sammála þessari hertu reglugerð ![]() Driftdeildin hélt aðalfund 1. Nóvember síðast liðinn. Keppnisskírteini AKÍS hafa verið notuð í nokkur ár og er þetta bara útskýring á verðskránni hjá þeim í póstinum, þ.e.a.s ætlað til að benda mönnum á hvað skal kaupa. Ef ég skil spurninguna rétt ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 10. May 2015 23:58 ] |
Post subject: | Re: Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn |
ok,, en ef menn hafa ekki verið með á nótunum.. þá þarf að drífa sig.......... ![]() |
Author: | fart [ Tue 12. May 2015 07:08 ] |
Post subject: | Re: Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn |
Getur 550i ekki driftað? |
Author: | Tóti [ Tue 12. May 2015 13:48 ] |
Post subject: | Re: Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn |
fart wrote: Getur 550i ekki driftað? Er það ekki frekar spurning með eigandann? |
Author: | Alpina [ Thu 14. May 2015 15:23 ] |
Post subject: | Re: Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn |
Tóti wrote: fart wrote: Getur 550i ekki driftað? Er það ekki frekar spurning með eigandann? Ekki vafi,,,,,,,, en til hvers að nauðga 550 i svona....... fullt af hetjum sem eiga tíkur sem vert er nota frekar |
Author: | siggigunni [ Mon 18. May 2015 10:59 ] |
Post subject: | Re: Fyrsta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Laugardaginn |
ATH!!! upp hefur komið smá misskilningur á greiðslu á keppnisskírteini AKÍS, það greiðist um leið og greitt er keppnisgjald til okkar og við sjáum svo um að sækja um það. Afsakið þennan rugling! kv.DDA |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |