bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 27. Apr 2024 06:54

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 28. Sep 2013 22:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Í sumar var ég settur á einn customer bíl hjá Aston Martin Racing sem keppir í GT3 keppnum hér og þar.
Enn var svo beðin um að koma til Brasilíu til að supporta einn Pro (WEC/GT2) bílinn fyrir ekki svo löngu.

Mitt starf er svo að fylgjast með því að hvert einasta rafmagns tæki á bílnum virki og sé gert við ef bilar og sjá um að datastöðin
öll sé rétt tengt við innra netið , myndavélarnar, download ljósin og svo framvegis.

Einnig setja upp pit stop tímanna og hversu mikið á að fylla á í hvert skipti. Keppnirnar eru venjulega 6tímar og maður kemst ekki langt frá stöðinni sinni á þeim tíma. Og maður er að endurvinna tíma stoppin í gegnum alla keppnina útaf safety bíl ef einhver fer útaf.

Svo var ég beðin um að koma líka til Texas á síðustu keppnina sem #99 bílinn myndi keppa í á þessu ári.
Það kostar cirka 300k að senda EINN starfsmann í Texas keppnina og það voru 90manns frá AMR í þetta skiptið.
Semsagt 27mills bara að fá fólkið á staðinn. Svo þarf að flytja allann búnaðinn og bílanna, kaupa bensín, og alveg ruglað dýr Michelin dekk.
Borga keppnisgjöld, borga ökumönnum sem eru Pro´s og meira til. Ég myndi giska á að ein svona keppni sé að kosta fyrirtækið um 500milljónir hið minnsta.

Image
Anyways..............

Við náðum pole position á #99 bílnum í GTE Pro flokknum, þ.e við tókum pole af factory/works Ferrari og Porsche bílum.
Bruno Senna og Fred Fred Makowiecki (Michelin dekkja test ökumaður)
Bruno er meiriháttar góður enn Fred er hreint svakalegur.

Image

Við erum með 6 data stöðvar, 9 skjái per stöð, 2 TV serverar, 1 Timing server, einn Telemetry server og 3 laptoppa.
Svo sitjum við fyrir framann þetta öllum stundum, að plana og áætla, reikna og allt það.

Þegar kemur að endurance keppni þá er bara eitt augljóst, keyra sem lengst á gefnum tíma, það gefur sigurinn, sem þýðir að
koma inn í pitstop dregur úr vegalengdinni sem þýðir að maður er líklegri til að ekki vinna, mínir reikningar sýndu að 4 stopp yrði
3 hringjum of stutt til að koma inn á gufunum einum samann þannig að okkur vantar 5 hringi af bensíni í endann til að vera alveg 100% öruggir því maður verður að hafa X mikið bensín eftir í tanknum fyrir Scrutineering, við getum í raun keyrt alveg niður í 0.3lítra eftir í bensín kerfinu í botni áður enn bílinn hreinlega stoppar. Þetta þýddi að okkur vantaði safety bíl einhvern tímann fyrir síðasta stoppið í minnst 5 hringi.
Ef það myndi ekki ganga þá yrði það að vera 5 stopp. Við fengum það alveg strax í keppninni og því planið allt í gúddí. Nú bara keyra
til enda og vonast til að ekkert bili eða þeir lendi í árekstri eða keyra útaf.

Við ákváðum að nota hörð dekk í síðustu umferðunum til að sleppa við að skipta um dekk, sem þýðir að það sparast um 25sek í pitstopi sem
er auðvitað meiriháttar tími.

Þegar Bruno var kominn í bílinn þá báðum við hann um að spara bensín án þess að tapa bilinu, það gerði hann meistaralega og sparaði 0.1líter per hring sem þýðir að hann var að græða fyrir okkur auka hring af bensíni per hverja umferð af fullum bensín tanki sem þýðir að planið okkar verður enn öruggara. Það kom svo uppá smá dekkjavesen 2 hringjum áður enn síðasta umferðin hjá Bruno átti að enda, sem þýðir að núna erum við 1 hring frá því að meika í mark með nóg bensín öruggt. Eftir að þetta gerist tók ég eftir að Ferrari bílarnir voru á full 5 stoppa áætlun, þ.e þeir þurfa að fylla ALVEG tankinn í hverju stoppi, enn okkur vantaði bara 2-3 hringi af bensíni, þannig að í staðinn fyrir að spara bensín síðustu tvær umferðirnar ákváðum við að við myndum herja á þá eins og hægt væri alveg fram í endann þar sem að við myndum smella okkur inn og taka bensín í 5sekúndur(15lítrar). Þeir þurfa að taka bensín í minnst 20sekúndur til að komast á endann í sínu síðasta stoppi þannig ef við værum jafnir þeim þegar þeir kæmu inn í síðasta skipti þá vorum við í raun búnir að vinna á meðan bílinn myndi meika alla leið.
Við sátum því á okkur eins lengi og hægt var áður enn við komum inn til að smella smá bensíni í og ekki taka dekk.
Sem og við gerðum og þegar við komum úr vorum við cirka 20sek á undann á leiðinni í markið eftir bara nokkra hringi.

Það er erfitt að útskýra stressið í þessa 6 tíma enn það byggist bara upp þegar síðasta pit stoppið er alveg að fara gerast og þarf að vera
alveg fullkomið til að ekki klúðra gappinu sem við höfðum.

Bílinn getur bilað alla leið, þannig að þótt það sé þannig að við myndum vinna þá er maður nagandi borðið alveg þangað til að hann er kominn í markið. Sem og hann gerði !!

Þetta var mega skemmtilegt og gamann í Texas almennt líka.
Ekki leiðinlegt að taka sigurinn á móti top class liðum, leiðinlegt að ekki vera fara til Fuji samt. hefði alveg verið til í það :thup:

Enn næstu helgi fer ég með bíl sem við erum búnir að runna í allt sumar og er 0.5stigum frá því að taka British GT titillinn.
Verður spennandi að sjá hvort við náum þeim titli !

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 28. Sep 2013 23:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Hreint út sagt MEGA geðveikt,,, 8) 8) 8) 8) 8) :shock:

innilega til hamingju með þetta... :thup: :thup: :thup: :thup: :thup:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 28. Sep 2013 23:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
Til hamingju!

Gaman að lesa þetta.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 29. Sep 2013 19:29 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Já til hamingju Gunni og gaman að lesa þennan pistil :thup:

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 30. Sep 2013 12:06 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 17. Mar 2003 17:29
Posts: 374
Location: Cambridge
Smá skot af bílnum með kúrekastelpu í kaupbæti :D

Image

_________________
Gummi
´92 Mini [MR BIG]
´04 Jaguar X-Type


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 05. Oct 2013 01:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
var ekki til sætari kúrekastelpa... :?:

skemmtilegur lestur samt 8)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 35 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group