bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Akstursæfing DDA 10. ágúst
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=57700
Page 1 of 1

Author:  rufuz [ Wed 08. Aug 2012 20:46 ]
Post subject:  Akstursæfing DDA 10. ágúst

Image

Akstursæfing DDA 10. ágúst '12.

Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn!
Hvort sem menn/konur kjósa drift eða grip!


Image
*Mynd frá Sæma Boom

Brautin opnar kl. 18:00 og við hættum að keyra í síðasta lagi kl. 22:00.
Síðasta föstudag lokaði ég kl. 21, vegna þess að það var enginn á svæðinu. Reynið að mæta snemma!

Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega.

Það sem þarf til að fá að keyra er:
    ● Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
    ● Gilt ökuskírteini. ATH! Þið þurfið að sýna ökuskirteini á staðnum.
    ● Meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ.
    ● Löglegur hjálmur.
    ● Nagladekk stranglega bönnuð.
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fái að vita hvort þeir þurfa viðauka á æfingum eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Ábyrgðaryfirlýsingin gildir allt sumarið.

Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum. Við tökum við greiðslum upp á braut, posi á staðnum.

Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.php
ATH! Árgjaldið hefur hækkað og er núna 5000 kr.

Muna svo:
Það kostar ekkert að koma og fylgjast með.
Áhorfendur eiga ekki að leggja inni í pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina. Áhorfendur eru þó hvattir til að koma gangandi niður í pitt.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með sólina og góða skapið.

F.h. DDA.

Author:  ömmudriver [ Wed 08. Aug 2012 20:54 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 10. ágúst

Mega bílar á erlendum númerum taka þátt í æfingunni?

Author:  Jón Ragnar [ Thu 09. Aug 2012 10:21 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 10. ágúst

ömmudriver wrote:
Mega bílar á erlendum númerum taka þátt í æfingunni?



Er hann tryggður?

Ef hann er legal á götum hérna, þá má hann mæta á brautina

Author:  ömmudriver [ Thu 09. Aug 2012 19:55 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 10. ágúst

Jón Ragnar wrote:
ömmudriver wrote:
Mega bílar á erlendum númerum taka þátt í æfingunni?



Er hann tryggður?

Ef hann er legal á götum hérna, þá má hann mæta á brautina


Já hann er tryggður þannig að ég mæti og mökka brjál þegar ég er búinn að laga olíupönnuna :twisted:

Author:  Jón Ragnar [ Thu 09. Aug 2012 20:16 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 10. ágúst

Snilld.

Ég er að reyna að redda mér dekkjum :mrgreen:

Author:  agustingig [ Thu 09. Aug 2012 23:55 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 10. ágúst

Jón Ragnar wrote:
Snilld.

Ég er að reyna að redda mér dekkjum :mrgreen:


Reyna redda? Það er ekkert flókið.. Hvaða stærð vantar þig?

Author:  Jón Ragnar [ Fri 10. Aug 2012 09:38 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 10. ágúst

agustingig wrote:
Jón Ragnar wrote:
Snilld.

Ég er að reyna að redda mér dekkjum :mrgreen:


Reyna redda? Það er ekkert flókið.. Hvaða stærð vantar þig?



Ég er ekki pro í þessu eins og þið


Vantar 15" dekk bara

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/