bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Rall á malbiki
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=54200
Page 1 of 2

Author:  gardara [ Sat 03. Dec 2011 16:38 ]
Post subject:  Rall á malbiki

Var að horfa á þetta myndband: http://blog.roadandtrack.com/stillen-ta ... =625072403

Vegurinn í þessu myndbandi er ekki svo ósvipaður íslenskum sveitavegum, svo að það kveiknuðu upp nokkrar spurningar hjá manni.

Í íslenska rallinu sér maður í mesta lagi stuttan malbiks kafla á meðan restin af brautinni er leðjusvað.

Afhverju hefur maður ekki séð íslenskt rall á malbiki? Hefur þetta einhvertíman verið reynt?


Maður væri ekkert lítið til í að fá að tracka aðeins á malbiki (löglega), þrátt fyrir að íslenskir séu kannski ekki þeir bestu í heimi.

Author:  MR.BOOM [ Sat 03. Dec 2011 20:29 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Lýst vel á þetta.....Núna þarf bara einhvern ofursvalann til að sannfæra fólkið sem rekur kerfið um að það láni íslenska malbikaða sveitavegi í fyrir rall.....

Author:  bimmer [ Sat 03. Dec 2011 20:48 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

MR.BOOM wrote:
Lýst vel á þetta.....Núna þarf bara einhvern ofursvalann til að sannfæra fólkið sem rekur kerfið um að það láni íslenska malbikaða sveitavegi í fyrir rall.....


Er mikið búið að reyna það eða hafa íslenskir rallarar engan áhuga á malbikinu?

Author:  MR.BOOM [ Sat 03. Dec 2011 21:18 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Heppnir að fá leyfi yfir höfuð......Skiptir ekki máli hvort að sé ónotaður malaravegur eða malbikaður sveitavegur........
Það er áhugi fyrir allri gerð af rally hérna heima.

Author:  MR.BOOM [ Sat 03. Dec 2011 21:43 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Væri hinns vegar gaman að sjá á hvaða vegum menn vildu ralla á um.

Author:  gardara [ Sat 03. Dec 2011 23:17 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

bimmer wrote:
MR.BOOM wrote:
Lýst vel á þetta.....Núna þarf bara einhvern ofursvalann til að sannfæra fólkið sem rekur kerfið um að það láni íslenska malbikaða sveitavegi í fyrir rall.....


Er mikið búið að reyna það eða hafa íslenskir rallarar engan áhuga á malbikinu?



Þetta er einmitt það sem ég hef verið að spá í... Það væri alger snilld ef það væru haldnar keppnir/track dagar á lokuðum malbiksvegum, eflaust mun fleiri sem væru til í að prófa bílana sína á því frekar en í einhverju drullusvaði.

MR.BOOM wrote:
Heppnir að fá leyfi yfir höfuð......Skiptir ekki máli hvort að sé ónotaður malaravegur eða malbikaður sveitavegur........
Það er áhugi fyrir allri gerð af rally hérna heima.


Það hefur nú ekki hlaupið að því að fá að opna brautir og stunda bílasport á Íslandi, það eru alltaf einhver tár blóð og sviti sem menn þurfa að leggja í það.

Það er þó eflaust mun auðveldara/ódýrara að fá afmarkaða vegi lokaða nokkrar klukkustundir á ári en að leggjast í að smíða stórt og malbikað track.



MR.BOOM wrote:
Væri hinns vegar gaman að sjá á hvaða vegum menn vildu ralla á um.



Um að gera að koma með uppástungur hingað í þráðinn, ég ætla sjálfur að leggja höfuðið í bleyti og fara að skoða landakort :)

Author:  bimmer [ Sun 04. Dec 2011 00:24 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

MR.BOOM wrote:
Væri hinns vegar gaman að sjá á hvaða vegum menn vildu ralla á um.


Væri nú gaman að taka Hvalfjörðinn þó það yrði aldrei leyft :lol:

Author:  MR.BOOM [ Sun 04. Dec 2011 00:42 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Rétt eins og hinar leiðarnar.... :D

Author:  siggir [ Sun 04. Dec 2011 13:05 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Það skortir ekki viljann hjá íslenskum akstursíþróttamönnum og það hefur verið sótt töluvert að fá að keyra á því svarta. Reyndar hefur verið ekið talsvert á malbiki síðustu ár en það hefur verið í mesta lagi ein og ein leið eða hluti úr leið. Það hafa aldrei fengist nógu langar leiðar til að réttlæta heilt malbiksrall. Helstu hindranirnar eru yfirleitt landeigendur. Vegagerðin hefur verið mjög liðleg og Lögreglan líka svo fremi sem staðið er vel að öryggismálum. En þeir sem lokast inni vegna svona lokanna eru yfirleitt þeir sem eru erfiðastir. Sumir vilja einfaldlega ekki sjá neitt sem heitir mótorsport og er þá sama hvort það er gamli bóndinn eða sveitarfélagið sem umræðir. Þetta er samt auðvitað mjög misjafnt.
Leiðirnar sem hafa verið keyrðar á malbiki eru flestar í kringum Þingvelli: Nesjavallaleiðin og Bolabás og þá var gamla Lyngdalsheiðin orðin malbikuð að mestu leiti (núna er búið að grafa hana í burtu sem íslenskum rallíhnetum þykir mikil synd). Þeir vegir sem mér detta helst í hug í næsta nágrenni við höfuðborgina eru þessir:

Nesjavallaleiðin [5 km] Hún hefur verið mikið keyrð og er virkilega skemmtileg.

Bolabás [5-7 km] Spottinn upp frá Þingvöllum á leið inn á Kaldadal. Hefur verið keyrð mikið síðustu ár og er mjög skemmtileg en þolir bara ekki mikla notkun. Malbikið orðið mjög illa farið á köflum og það þarf alltaf að setja hindranir í beygjur til að menn skeri þær ekki.

Grafningsvegur [7,5 km] Liggur frá Nesjavallavirkjun, meðfram Þingvallavatni upp að veginum yfir Mosfellsheiði. Vafalítið einn flottasti og skemmtilegasti malbiksspotti á landinu, mikið af blindhæðum, hröðum beygjum, upp og niður og útum allt. Brjálæðislega skemmtileg leið EN það fæst seint leyfi til að keyra hana þar sem hún liggur um þétta sumarbústaðabyggð. Það hefur verið reynt en klúbbarnir eru bara ekki nógu burðugir til að sjá um alla gæsluna sem þyrfti í kring um hana.

Flóttamannaleiðin [4,5 km] Frá Setberginu í Hafnarfirði og að Vífilsstöðum. Flottur vegur sem var oft rallaður í gamla daga. Það var sótt um leyfi til að keyra hann fyrir RallyReykjavík í fyrra minnir mig og svörin voru einhverstaðar á bilinu nei og ertu-búinn-að-missa-vitið-nei. Þetta er vinsælt útivistarsvæði og gæslan væri einmitt svipað vandamál og í Grafningnum. Ágætt að nefna Heiðmerkurveginn [~3 km]með þessum. Malbikaður spotti í gegn um Skógrækt Garðabæjar. Nýlegt malbik, flott grip, skemmtilegur vegur en liggur gegnum vinsælt útivistarsvæði.

Kleifarvatn [7 km] Búið að malbika ca. hálfa leið og stendur til að klára það. Snilldar vegur sem verður sennilega bara betri með malbikinu.

Bláa lónið. [5 km] Vegur frá Reykjanesvirkjun, kringum Bláa lónið og inn í Grindavík. Hef ekki keyrt þennan sjálfur en hann var rallaður í síðasta Suðurnesjaralli og á að vera flottur.

Garðaholt [2,5 km] Smá spotti milli Hrafnistu í Hafnarfirði, yfir Garðaholtið og út á Álftanes. Mikil traffík, íbúðabyggð, elliheimili o.s.frv. Erfitt.

Öskjuhlíðin [max 1 km] Ekki séns.

(Hvalfjörður) [7-10km] Hef hann innan sviga þar sem hann er einfaldlega of hraður til að hægt sé að ralla á honum með tilliti til öryggis. Meginreglan er að meðalhraði keppnisbíls megi ekki vera meiri en 110km/klst á sérleiðinni og það eru fáir staðir í Hvalfirðinum þar sem bíll á góðum dekkjum með alvöru fjöðrun þarf að fara hægar en það.

Það er gaman að fá umræðu um þetta og sérstaklega skemmtilegt ef menn vita um flottar leiðir. Mín þekking er frekar afmörkuð við suðvesturhornið.

Author:  fart [ Sun 04. Dec 2011 13:29 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Maður hefur t.d. ekki séð hillclimb keppnir á íslandi, en samt er þetta ein algengasta amature greinin þar sem public roads eru notaðir. Kanski lítill áhugi á malbiki almennt.

Hillclimbs þurfa mjög litla vegakafla

Author:  siggir [ Sun 04. Dec 2011 13:35 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

fart wrote:
Maður hefur t.d. ekki séð hillclimb keppnir á íslandi, en samt er þetta ein algengasta amature greinin þar sem public roads eru notaðir. Kanski lítill áhugi á malbiki almennt.

Hillclimbs þurfa mjög litla vegakafla


Það er rétt. Ég veit ekki hvers vegna það hefur ekki verið reynt hérna þar sem það er ágætis entry level grein. Ég hef oft heyrt talað um að reyna að halda einhverjar low budget keppnir eins og autoX og hillclimb en einhverra hluta vegna hefur lítið orðið úr því.

Author:  Dóri- [ Sun 04. Dec 2011 13:43 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

held að þetta sé mest spurning um öryggi og hraða, minnir að það sé miðaðvið að það eigi ekki að fara hraðar en 140 vegna öryggis en það er ekki alltaf hægt að fara eftir því

Author:  fart [ Sun 04. Dec 2011 13:52 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Ég er að velta fyrir mér að keppa í autoX og slalom hérna úti, það er tiltölulega ódýrt hvað dekk varðar. Held að þetta geti verið mjög gaman.

Author:  Alpina [ Sun 04. Dec 2011 14:29 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Kambarnir eru kjörnir fyrir HILLCLIMB

Author:  MR.BOOM [ Sun 04. Dec 2011 18:56 ]
Post subject:  Re: Rall á malbiki

Eini raunhæfi kosturinn fyrir malbik-hillclimb á Íslandi verður vonandi að veruleika í náinni framtíð fyrir norðan.....
Víkurskarðsbrekkusprettur......enn fyrst þarf að bora gat í gegnum fjallið svo leyfi fáist.........

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/