| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=51811 |
Page 1 of 1 |
| Author: | rufuz [ Thu 30. Jun 2011 14:04 ] |
| Post subject: | Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Akstursæfing DDA 1. júlí '11. Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn! Hvort sem menn/konur kjósa drift eða grip! ![]() *Mynd frá Sæma Boom Brautin opnar kl. 19:00 og við hættum að keyra kl. 22:00. Í sumar er planið að opna og loka á mínútunni, svo það þýðir ekkert að mæta rétt fyrir 22:00! Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega. Það sem þarf til að fá að keyra er:
● Gilt ökuskírteini. ● Meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ. ● Löglegur hjálmur. ● Nagladekk stranglega bönnuð. Farþegar eru leyfðir. Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Ábyrgðaryfirlýsingin gildir allt sumarið. Miðasala fer fram hjá N1 bæði í Lækjargjötu í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum. Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina. Það keyrir enginn án miða! (nema þeir sem eru að skrá sig í félagið og hafa ekki keyrt ennþá, þeir mæta með kvittun og fá að keyra frítt) Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig: http://www.drift.is/skraningifelagid.php ATH! Árgjaldið hefur hækkað og er núna 4000 kr. Muna svo: Áhorfendur eiga ekki að leggja inni í pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina. Keyra varlega á malarveginum upp að braut. Koma með góða skapið. F.h. DDA. |
|
| Author: | agustingig [ Fri 01. Jul 2011 10:41 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Afhverju setiði auglýsingarnar ekki inn fyrr þannig að ljósmyndarar t.d eða fólk sem vill mæta til þess að horfa á fái smá fyrir vara? |
|
| Author: | Jón Ragnar [ Fri 01. Jul 2011 10:47 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Það eru ALLTAF æfingar nema annað sé tekið fram Ágúst átt að vita þetta |
|
| Author: | rufuz [ Fri 01. Jul 2011 10:50 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
agustingig wrote: Afhverju setiði auglýsingarnar ekki inn fyrr þannig að ljósmyndarar t.d eða fólk sem vill mæta til þess að horfa á fái smá fyrir vara? Við setjum auglýsingarnar venjulega inn á miðvikudögum, það gefur okkur tíma til að finna út hvort einhver í stjórninni komist og tíma til að ákveða hvort það eigi að vera einhverjar breytingar. Þessi auglýsing kom einum degi of seint, við biðjumst afsökunar á því. Svo á þetta ekki að koma neinum á óvart. Við erum búin að gefa út að það verði æfingar nánast öll föstudagskvöld í sumar. |
|
| Author: | agustingig [ Fri 01. Jul 2011 14:22 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
John Rogers wrote: Það eru ALLTAF æfingar nema annað sé tekið fram Ágúst átt að vita þetta Ég sjálfur reikna ALLTAF með því að það sé æfing, enda búinn að mæta sem Áhorfandi allavega á flestallar æfingarnar.. En ég er að tala um einsog ljósmyndara og svoleiðis.. Það eru ekki allir jafn mikið inní þessu einsog ég og þú-> |
|
| Author: | Jón Ragnar [ Fri 01. Jul 2011 14:29 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Þeir verða þá bara að setja sig inni í þetta ef þeir vilja mæta og taka myndir Meina þetta er auglýst allstaðar hérna Á ég að senda þeim sms eða sækja þá þegar ég er á leiðini á æfingu? Veit samt ekki betur en að allir ljósmyndarar mæti frekar vel |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sun 03. Jul 2011 00:38 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
http://www.megavideo.com/?d=I8UA9O1R Sumarmynstur ræðst á Hulio! |
|
| Author: | Alpina [ Sun 03. Jul 2011 00:49 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Aron Andrew wrote: http://www.megavideo.com/?d=I8UA9O1R Sumarmynstur ræðst á Hulio! hehehe |
|
| Author: | JOGA [ Sun 03. Jul 2011 01:15 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Alpina wrote: Aron Andrew wrote: http://www.megavideo.com/?d=I8UA9O1R Sumarmynstur ræðst á Hulio! hehehe Magnað að ná þessu á Video |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sun 03. Jul 2011 01:31 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
JOGA wrote: Alpina wrote: Aron Andrew wrote: http://www.megavideo.com/?d=I8UA9O1R Sumarmynstur ræðst á Hulio! hehehe Magnað að ná þessu á Video Gott að gleyma að slökkva á GoPro |
|
| Author: | Jón Ragnar [ Sun 03. Jul 2011 14:28 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Fokk hvað þetta var fyndið og þessi viðbrögð eru epic! |
|
| Author: | agustingig [ Sun 03. Jul 2011 16:06 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
hahahaha þetta er legend myndband! Kemur eitthvað fleirra úr gopro vélinni á netið? |
|
| Author: | Einarsss [ Sun 03. Jul 2011 16:29 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
snilld
|
|
| Author: | SMG [ Sun 03. Jul 2011 19:26 ] |
| Post subject: | Re: Akstursæfing DDA 1. júlí '11 (Drift/Grip) |
Ekki frá því að þarna sé á ferð NBA met í hástökki......spurning um að leggja körfuna bara fyrir sig |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|