DDA vantar tvo dómara, einn aðal og einn vara, til að dæma á driftkeppnum í sumar. Ekki væri verra ef aðilarnir væru búnir að stunda þetta sport eða eitthvað annað mótorsport, en það er ekki nauðsyn. Eina sem við förum fram á er að aðilarnir séu með brennandi áhuga á drifti, góða athyglisgáfu, sanngjarnir og kurteisir að eðlisfari en samt óhræddir við að svara fyrir sig.
Einnig vantar okkur starfsfólk í að manna sópa o.fl.
Áhugasamir hafi samband við eitthvert okkar í stjórninni. Þið getið gert það með PM hér á spjallinu, sent okkur tölvupóst á driftdeild at gmail punktur com, póstað á
DDA Facebook eða bara spjallað við okkur á æfingum.
F.h. DDA.