bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=50795
Page 1 of 3

Author:  rufuz [ Thu 28. Apr 2011 17:22 ]
Post subject:  Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Image

Jæja þá er loksins komið að því. Við ætlum að halda æfingu annað kvöld, 29. apríl.

Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn!
Hvort sem menn/konur kjósa drift eða grip!



Image
*Mynd frá Sæma Boom,

Brautin opnar kl. 18:00 og við hættum að keyra kl. 21:00 , þá er bara orðið dimmt og kalt. Í sumar er planið að opna og loka á mínútunni, svo það þýðir ekkert að mæta rétt fyrir 21:00! (Tíminn færist örugglega til 22:00 þegar sólin er farin að láta sjá sig)

Þar sem AÍH hefur enn ekki tekist að halda tiltektardag vegna veðurs, þá ætlum við að mæta fyrr á morgun og manna sópana. Aðstoð við það er velkomin. Tímasetning á því ætti að vera komin hér inn í síðasta lagi á hádegi á morgun. Reikna má með mætingu kl. 16-17.
UPPFÆRT: Sjá þennan póst.

Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega.
Það sem þarf til að fá að keyra er:

Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini.
AÐ vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ.
Löglegur hjálmur.
Nagladekk stranglega bönnuð.

Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fái að vita hvort þeir þurfa viðauka á æfingum eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.

Miðasala fer fram hjá N1 bæði í Lækjargjötu í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ.
Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum.
Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.
Það keyrir enginn án miða!

Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.php
ATH! Á síðunni stendur að árgjaldið sé 3500 kr. Það hefur verið hækkað og er núna 4000 kr. Síðan verður uppfærð vonandi fljótlega.

Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið.

Spurningar?

F.h. DDA.

Author:  Einarsss [ Thu 28. Apr 2011 17:38 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Koma með útprentun á millifærslu á reikning DDA fyrir félagsgjöldum ;)

Author:  agustingig [ Thu 28. Apr 2011 18:15 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

:D :D spurning hvort maður láti ekki bara sjá sig.. verður ekki allveg pottþétt blautt?

EDIT:

Og er það 4k einsog þú sagðir hér í fyrsta póst eða 3500kr- einsog á síðuni hjá dda..

Author:  tinni77 [ Thu 28. Apr 2011 18:26 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

agustingig wrote:
:D :D spurning hvort maður láti ekki bara sjá sig.. verður ekki allveg pottþétt blautt?

EDIT:

Og er það 4k einsog þú sagðir hér í fyrsta póst eða 3500kr- einsog á síðuni hjá dda..


Það var samþykkt á síðasta aðalfundi að frá og með fundinum yrði AÍH-gjaldið 4000 kr.... ;)

Author:  rufuz [ Thu 28. Apr 2011 18:28 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Gjaldið hækkar um 500 kr. í ár og er því 4000 kr. Síðan hefur bara ekki verið uppfærð. Ég bæti því inn í póstinn.

:argh:

Author:  agustingig [ Thu 28. Apr 2011 18:32 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

rufuz wrote:
Gjaldið hækkar um 500 kr. í ár og er því 4000 kr. Síðan hefur bara ekki verið uppfærð. Ég bæti því inn í póstinn.

:argh:


Aaaaaaaaaaait,, legg þetta inná ykkur eftir matinn :)

Author:  rufuz [ Thu 28. Apr 2011 22:29 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Ökuþórar, bara svona til þess að impra á þessu:

1. Þú skráir þig í DDA (eða einhvern annan klúbb innan ÍSÍ) og greiðir meðlimagjaldið.
2. Þú ferð með kvittun af greiðslunni fyrir meðlimagjaldið í N1 Lækjargötu Hfj. eða Reykjanesbæ, flashar því og verslar dagskort á Akstursbrautina/Rallycrossbrautina.
3. Þú kemur upp á braut til okkar, afhendir dagskortið, kvittar og uppfyllir allar öryggiskröfur.
4. Þú grippar/driftar niður í víra.
5. ???
6. Profit!

Image

Author:  Axel Jóhann [ Fri 29. Apr 2011 00:51 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

ég reyni að láta sjá mig :thup:

Author:  tinni77 [ Fri 29. Apr 2011 01:56 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Fyrsta æfing er "frí" Toni !!

Author:  rufuz [ Fri 29. Apr 2011 13:24 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

tinni77 wrote:
Fyrsta æfing er "frí" Toni !!


Það er rétt Tinni, sorry var ekki með þetta á hreinu.

Ef þú ert að mæta í fyrsta skipti, þá er nóg að mæta bara með kvittun fyrir árgjaldinu upp á braut.

Mér skilst á stjórnarmeðlimum DDA að þessi regla sé mjög óvinsæl innan AÍH og gæti þurft að breyta í henni framtíðinni. Svo nú er að grípa gæsina meðan hún gefst og skrá sig í klúbbinn! :mrgreen:

Author:  rufuz [ Fri 29. Apr 2011 13:42 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Sópurinn

Ég ætla að vera mættur upp á braut kl. 16 til að græja brautina og það lítur út fyrir að ég verði eini stjórnarmeðlimur DDA sem nær að mæta svo snemma. Brautin er víst í frekar slæmu ástandi, svo ef þetta á að ganga upp, þá verðum við að fá aðstoð við þetta.

Allir sem ætla keyra eru vinsamlegast beðnir um að mæta eins snemma og þeir geta (eftir kl. 16) til þess að hjálpa til. Aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir líka.

Það fer samt ekki bíll í brautina fyrr enn í fyrsta lagi kl. 18 EF við erum búin að ná að græja brautina fyrir það.

Þessi æfing fór svolítið á mis en við reynum að gera gott úr þessu.

Author:  SteiniDJ [ Fri 29. Apr 2011 13:49 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

rufuz wrote:
tinni77 wrote:
Fyrsta æfing er "frí" Toni !!


Það er rétt Tinni, sorry var ekki með þetta á hreinu.

Ef þú ert að mæta í fyrsta skipti, þá er nóg að mæta bara með kvittun fyrir árgjaldinu upp á braut.

Mér skilst á stjórnarmeðlimum DDA að þessi regla sé mjög óvinsæl innan AÍH og gæti þurft að breyta í henni framtíðinni. Svo nú er að grípa gæsina meðan hún gefst og skrá sig í klúbbinn! :mrgreen:


Sjá þeir bara tölur $$$? :lol:

Author:  Axel Jóhann [ Fri 29. Apr 2011 14:27 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Ég reyni að kíkja á þig um 4 og hjálpa aðeins :)

Author:  Einarsss [ Fri 29. Apr 2011 15:26 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

stefnir í fínt veður samkvæmt belgingur.is

Author:  rufuz [ Fri 29. Apr 2011 23:46 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 29. apríl '11 (Drift/Grip)

Jæja þetta heppnaðist bara ágætlega. Brautin var ekki eins slæm og við bjuggumst við. Grenjandi rigning í boði Einars, sem jinxaði þetta alveg með póstinum hér á undan! :lol:
Sæmi, Hjalti, Tinni, Haukur, Ríkarður og Andri fá :thup: fyrir að mæta fyrr og hjálpa við að græja brautina!

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/