bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Leikdagur 3.10.2010
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=47323
Page 1 of 2

Author:  Jón Ragnar [ Sat 02. Oct 2010 19:41 ]
Post subject:  Leikdagur 3.10.2010

Hæ hó

Við ætlum að halda æfingu á sunnudaginn 3 Október

Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn



Image
*Mynd frá Sæma Boom,

Brautin opnar klukkan 13:00 og við hættum að keyra um 16:00

Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega
Það sem þarf til að fá að keyra er:

Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
AÐ vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ
Löglegur hjálmur
Nagladekk stranglega bönnuð

Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka á æfingum eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.

Miðasala fer fram hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ.

Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum

Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.

Það keyrir enginn án miða!

Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.php
Árgjald DDA 2010 er 3500kr

Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!

Author:  dofri1 [ Sat 02. Oct 2010 21:15 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

hafa meira svona á sumrin !

þ.e.a.s. tímasetningin

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Oct 2010 09:09 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

Góð æfing :)

Author:  agustingig [ Mon 04. Oct 2010 15:31 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

John Rogers wrote:
Góð æfing :)


x2 geggjað gaman :thup:

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Oct 2010 15:36 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

Ertu búinn að finna út afhverju hann ofhitnar svona?

Author:  agustingig [ Mon 04. Oct 2010 15:40 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

John Rogers wrote:
Ertu búinn að finna út afhverju hann ofhitnar svona?


Nei, nennti ekkert að spá í þetta í gær, hann situr bara uppí skúr að bíða eftir að ég nenni því :D fer sennilega í þetta á morgunn,, en eg tel það líklegt að það sé viftan einsvog Sveinki og f2 voru að benda á, hann allaveganna hitaði sig ekkert á leiðinni heim, sennilega bara því að það er enginn hraði í brautinni,,

Samt var þetta allveg mega gaman :mrgreen:

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Oct 2010 15:42 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

Vonandi bara viftan :)

Hlakkar bara til að fá kúplinguna í minn í lag svo maður geti heimsókt Mökk City

Author:  agustingig [ Mon 04. Oct 2010 15:47 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

John Rogers wrote:
Vonandi bara viftan :)

Hlakkar bara til að fá kúplinguna í minn í lag svo maður geti heimsókt Mökk City


Skemmtilegasta city-ið :lol:

Author:  rockstone [ Mon 04. Oct 2010 15:49 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

HAHA bara ýskur í framhjólum hjá mér, þarf stífari fjöðrun og meira power

Author:  agustingig [ Mon 04. Oct 2010 15:52 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

rockstone wrote:
HAHA bara ýskur í framhjólum hjá mér, þarf stífari fjöðrun og meira power



Image

Image

Þetta er tekið þegar hann var 1,8L sjálfskiptur, ýmislegt hægt hahah 8)

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Oct 2010 15:55 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

Rocky, þér vantar betri fjöðrun sem fyrst :D

Author:  dofri1 [ Mon 04. Oct 2010 16:23 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

rockstone wrote:
HAHA bara ýskur í framhjólum hjá mér, þarf stífari fjöðrun og meira power


attir þú ekki dökkbláan e36 um daginn?

hvaða rauða dót er þetta?

Author:  rockstone [ Mon 04. Oct 2010 16:40 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

dofri1 wrote:
rockstone wrote:
HAHA bara ýskur í framhjólum hjá mér, þarf stífari fjöðrun og meira power


attir þú ekki dökkbláan e36 um daginn?

hvaða rauða dót er þetta?


kannski skoðar bara þráðinn minn í bílum meðlima :)

Author:  Spoofus [ Mon 04. Oct 2010 23:56 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

Fín æfing. Var gaman að verma aðeins í dekkjunum mínum eftir langt hlé.

Hef samt ekki séð neinar myndir á netinu af mér. Fæst sennilega seint staðfest að bíllinn kemst útá hlið :lol:

Author:  Axel Jóhann [ Mon 04. Oct 2010 23:58 ]
Post subject:  Re: Leikdagur 3.10.2010

agustingig wrote:
John Rogers wrote:
Ertu búinn að finna út afhverju hann ofhitnar svona?


Nei, nennti ekkert að spá í þetta í gær, hann situr bara uppí skúr að bíða eftir að ég nenni því :D fer sennilega í þetta á morgunn,, en eg tel það líklegt að það sé viftan einsvog Sveinki og f2 voru að benda á, hann allaveganna hitaði sig ekkert á leiðinni heim, sennilega bara því að það er enginn hraði í brautinni,,

Samt var þetta allveg mega gaman :mrgreen:




Þú ert með örugglega vatnskassa úr e34 518i, EKKI 520 eða 525i þú þarft að fá þér betri vatnskassa, þessi tittur er alltof lítill hjá þér. Bilið milli bita í e30 er 69cm þannig að þú þarft að fá þér kassa sem passar þar á milli sem er líka síður.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/