bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Driftæfing 14.8 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=46391 |
Page 1 of 1 |
Author: | Jón Ragnar [ Fri 13. Aug 2010 17:08 ] |
Post subject: | Driftæfing 14.8 |
Hæ hó Við ætlum að halda æfingu á morgun, Laugardaginn 14 ágúst Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn ![]() *Mynd frá Sæma Boom, Brautin opnar klukkan 1500 og við hættum að keyra um 1800;) Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega Það sem þarf til að fá að keyra er: Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun. Gilt ökuskírteini AÐ vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ Löglegur hjálmur Nagladekk stranglega bönnuð Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka á æfingum eða ekki. Farþegar eru leyfðir. Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Miðasala fer fram hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ. Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina. Það keyrir enginn án miða! Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut. Við förum að vinda okkur í að framleiða skírteinin Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig: http://www.drift.is/skraningifelagid.php Árgjald DDA 2010 er 3500kr Muna svo: Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina. Keyra varlega á malarveginum upp að braut. Koma með góða skapið Vona að ég sé ekki að gleyma neinu! mbk Jón Ragnar og Anna ![]() |
Author: | doddi1 [ Fri 13. Aug 2010 23:46 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing 14.8 |
ég mæti á awesome lödu og fylgist með. ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 14. Aug 2010 11:14 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing 14.8 |
Stefnir í fínasta veður á eftir ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 14. Aug 2010 11:53 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing 14.8 |
Hefði ekki átt að segja þetta, byrjaði að rigna um leið ![]() |
Author: | Andri Þór [ Sat 14. Aug 2010 13:05 ] |
Post subject: | Re: Driftæfing 14.8 |
hann er að rífa þetta af sér hérna í hfj ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |