bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Driftæfing 16. júlí
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=45895
Page 1 of 1

Author:  Aron Andrew [ Thu 15. Jul 2010 21:44 ]
Post subject:  Driftæfing 16. júlí

Hæ hó

Við ætlum að halda æfingu á morgun, föstudaginn 16. júlí

Allar tegundir af bílum velkomnar, afturdrifnir, framhjóladrifnir og drifnir allann hringinn

Tilvalið að koma og æfa sig fyrir keppnina :)

Image
*Mynd frá Sæma Boom,

Brautin opnar klukkan 18:00 og við hættum að keyra um 21:00 ;)

Fyrirkomulagið verður með sama sniði og vanalega
Það sem þarf til að fá að keyra er:

Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
AÐ vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ
Löglegur hjálmur
Nagladekk stranglega bönnuð

Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka á æfingum eða ekki.

Farþegar eru leyfðir.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.

Miðasala fer fram hjá N1 bæði í Lækjargjötu í hafnarfirði og í reykjanesbæ.

Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum

Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.

Það keyrir enginn án miða!

Einnig erum við komnir með árskortin til sölu og kosta þá 10.000 kr og fást hjá okkur upp á braut.

Við förum að vinda okkur í að framleiða skírteinin

Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.php
Árgjald DDA 2010 er 3500kr

Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!

mbk

Aron Andrew

Author:  eiddz [ Fri 16. Jul 2010 03:53 ]
Post subject:  Re: Driftæfing 16. júlí

kíki að horfa á !
En hvenær fær maður þessi skírteini?

Author:  Alex GST [ Fri 16. Jul 2010 14:34 ]
Post subject:  Re: Driftæfing 16. júlí

mæti

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/