Jæja,
Við ætlum að breyta til annað kvöld og hafa AutoX æfingu í stað drifts.
Nú er um að gera að mæta á bílunum sem henta ekki í driftið og hafa gaman.
Líklega verður skeiðklukka á staðnum til að fylgjast með hvernig mönnum gengur.
Mynd frá stórvini okkar MR.BOOMBrautin opnar klukkan 18:00 og við hættum að keyra um 21:00
Það sem þarf til að fá að keyra:Skoðaður bíll eða endurskoðun svo lengi sem að ekki er sett útá öryggisatriði. Framvísa þarf skoðunarvottorði ef að bíll er ekki með fullgilda skoðun.
Gilt ökuskírteini
AÐ vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ
Löglegur hjálmur
Nagladekk stranglega bönnuð
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka á æfingum eða ekki.
Farþegar eru leyfðir en ökumenn hafa varla áhuga á því að keyra með farþegar þegar er verið að eltast við góða tíma.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu.
Miðasala fer fram hjá N1 bæði í Lækjargjötu í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ.Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum
Biðjið bara um dagskort á Rallýkrossbrautina.
Það keyrir enginn án miða!Skírteinin eru vonandi byrjuð að skila sér til meðlima
Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig í DDA:
http://www.drift.is/skraningifelagid.phpÁrgjald DDA 2010 er 3500kr
Muna svo:
Áhorfendur eiga ekki að leggja inní pitt, þeir skulu leggja hægra megin við brautina.
Keyra varlega á malarveginum upp að braut.
Koma með góða skapið
Vona að ég sé ekki að gleyma neinu!
mbk
Aron Andrew